Fréttablaðið - 01.03.2008, Page 18

Fréttablaðið - 01.03.2008, Page 18
18 1. mars 2008 LAUGARDAGUR Ingveldur Finnsdóttir Viðskipavinur Glitnis Endurgreiðsla www.glitnir.is Halldór Bergþórsson Viðskipavinur Glitnis Endurgreiðsla Það má með sanni segja að Hörð- ur sé vel að verðlaununum kom- inn enda hefur hann fært þjóðinni boðskap sinn um umburðarlyndi og virðingu svo áratugum skiptir og hefur aldrei látið bugast þrátt fyrir talsvert mótlæti á stundum. Það liggur því beint við að hefja spjallið á að óska Herði til ham- ingju með verðlaunin og spyrja hvernig honum lítist á þau. „Það er ákaflega gott að fá klapp á bakið þegar maður er búinn að vera í baráttu í áratugi,“ segir Hörður. „Ég hef verið að í langan tíma og því hafa óneitan- lega fylgt hæðir og lægðir. Viður- kenning sem þessi er því ánægju- leg, sérlega ef hún kemst til skila út í þjóðfélagið. Það er nauðsyn- legt að fólk viti af því að verið sé að verðlauna fólk fyrir góðverk; við þurfum á slíkri umfjöllun að halda, ekki síst þar sem við verð- um stöðugt fyrir neikvæðu áreiti, til dæmis frá fjölmiðlum. Ég reyni að forðast þessa neikvæðni og á til dæmis ekki sjónvarp; ég vil ekki fá slenið og ofbeldið sem því fylgir inn á heimilið.“ Ástandið var skelfilegt Viðhorf til samkynhneigðra hafa tekið miklum breytingum hér- lendis á undanförnum áratugum. Samkynhneigðir hafa þannig tekið skrefið frá því að vera ósýnilegir og jafnvel fyrirlitnir yfir í að vera áberandi og viðurkenndir þjóð- félagsmeðlimir. Hörður man vel þá tíma þegar vissara þótti að halda samkynhneigð leyndri. „Ég var um tvítugt þegar ég uppgötvaði að ég væri hommi. Þá var ástandið í réttindamálum samkynhneigðra alveg skelfilegt hér á landi; það þótti eðlilegt að tala illa um homma og ofsækja þá. Ég fann fyrir þessu þegar ég kynntist öðrum hommum því á meðal þeirra var eiturlyfjanotkun og ofdrykkja mjög algeng enda var sjálfsvirðingin engin. Ég var á þessum tíma í námi í Leiklistar- skólanum, en eftir útskriftina þaðan fór að þróast sú hugmynd hjá mér að ég gæti notað leikhúsið og tónlistina til þess að sýna andóf við þessu ástandi og koma á fram- færi mínum boðskap um mann- réttindi og virðingu fyrir öllum manneskjum.“ Á þessum tíma var Hörður á fljúgandi uppleið í samfélaginu; hann var vinsæll leikari og tón- listarmaður og naut góðs af. „Já, ég var frægur og því litu þeir sem vissu af því að ég var hommi í gegnum fingur sér við mig, en á sama tíma var verið að berja vini mína úti á götu og ráðast inn á heimili þeirra með ofstopa. Það var því tvískinnungur í gangi og það kunni ég ekki við; mér fannst að ef ráðist væri á aðra homma væri líka verið að ráðast á mig. Svo ég opinberaði kynhneigð mína þegar ég var þrítugur og vakti það gríðarlega sterk viðbrögð. Ég missti allt út úr höndunum í kjöl- farið, gat hvergi fengið vinnu og það var alls staðar ráðist að mér. Á endanum fór það svo að ég þurfti að flýja land. Ég stakk greinilega á gríðarlega stóru kýli með opinberuninni.“ Fordómar eru fræðsluskortur Þrátt fyrir erfiðleikana sem yfir- lýsing Harðar olli honum og fjöl- skyldu hans sér hann ekki eftir neinu. Enn fremur er hann ekki á þeirri skoðun að Íslendingar séu á nokkurn hátt fordómafyllri en aðrar þjóðir. „Þegar ég lýsti því yfir að ég væri samkynhneigður fékk ég ekki vinnu hér í Reykja- vík. Ég fór þá að ferðast um land- ið, leikstýra og halda tónleika hér og þar. Ég þori að fullyrða að 95 prósent þeirra sem ég hitti á ferð- um mínum um landið voru gott fólk og fordómalaust. Það vantaði aftur á móti upplýsingar og fræðslu. Þegar ég kom á staðinn mætti fólk mér oftast með þögn og varúð, þó að stundum hafi einn og einn ráðist að mér með látum. Megnið af þessu fólki fór varlega í byrjun en gaf mér tækifæri. Svo komu frá þeim setningar á borð við: „Þú ert öðruvísi en ég hélt að þú værir.“ Þá vissi ég að ég var að ná árangri með starfi mínu. Þannig hefur grunnurinn að mínu starfi verið. Áhugaleikhúsið fjár- magnaði tónleikahaldið lengi framan af og þannig gat ég haldið uppi minni mannréttindabar- áttu.“ Listin hefur því verið góður miðill fyrir boðskap Harðar og hefur, ásamt þrautseigju og góðri framkomu, reynst lykillinn að því að ná til fólks. „Ég hélt oft tón- leika jafnvel þótt enginn keypti sig inn. Ég hef stundum bent á það að þó að húsvörðurinn hafi verið eina manneskjan sem var við- stödd, þá spilaði ég bara fyrir hús- vörðinn. Svo næst þegar ég kom að spila þá kom húsvörðurinn kannski aftur og tók með sér vini sína. Baráttan hefur því byggt á óendanlegri þolinmæði, enda fæ ég oft að heyra hvað ég er þolin- móður. En maður verður að reyna að skilja fólk; þú lemur fólk ekki í hausinn af því að það veit ekki hvað þú ert að tala um heldur sest þú niður með því og ræðir við það svo báðir njóti góðs af.“ Allir hafa afstöðu Þó að nokkuð hafi dregið úr for- dómum gagnvart samkynhneigð- um á undanförnum áratugum virðast annars konar fordómar sífellt verða sýnilegri, til að mynda þeir sem beinast gegn inn- flytjendum. Herði þykir þó eðli- legt að allir hafi sína skoðun á málunum og að fólk sé ekki alltaf sammála. „Ég forðast sjálfur að nota orðið fordómar; allar mann- eskjur hafa tiltekna afstöðu. Ég er búinn að benda á það allan minn feril að það að grípa til ákveðinna varna eru einfaldlega eðlileg við- brögð við því að kynnast ein- hverju framandi. En það á ekki að umbera mannvonsku, hatur og afneitun á þekkingu sem lífsvið- horf. Manneskjum sem telja sig ofar öðru fólki vegna trúarvið- horfs og ástundar ofsóknir á ekki að veita neina virðingu. Það er einfaldlega rangt í alla staði að útiloka, ofsækja og niðra aðra mannesku eða þjóðfélagshóp. Slíkt á ekki undir neinum kring- umstæðum að líðast. Aldrei.“ En hvernig væri best, að mati Harðar, að stemma stigu við hvers konar fordómum í samfélaginu? „Með því að upplýsa og fræða og ræða. Börnin eru bergmál full- orðna fólksins. Því fannst mér það skipta mestu máli á sínum tíma að stofna Samtökin 78 og virkja þannig fleiri í að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Það er svo mikilvægt að standa ekki bara einn í svona baráttu eins og ég var búinn að gera þá í nokkur ár.“ Tónleikar fram undan Þó svo að nokkuð hafi hægt á tón- leikastarfseminni hjá Herði vegna veikinda stefnir hann að tónleika- haldi þegar í næstu viku. „Ég er að undirbúa svokallaða kertaljósa- tónleika sem ég hef lengi haldið á þessum árstíma. Næstkomandi þriðjudagskvöld held ég slíka tón- leika í Borgarleikhúsinu og mun á þeim fjalla um ástina. Ég fékk vel rökstudda áskorun frá föstum tónleikagesti um að taka ástar- söngva mína fyrir á tónleikum og þegar ég fór að skoða málin sá ég að ég á mikið af slíkum söngvum. Eðlilega, því ástin er alls staðar í lífinu og á sér mörg andlit og er því söngvaskáldum óþrjótandi uppspretta efnis.“ Auk tónleika- halds er Hörður einnig að vinna að ævisögu sinni í samstarfi við Ævar Örn Jósepsson og er því með mörg járn í eldinum. Það væri þó vart við hæfi að ljúka samtali við jafn einarðan baráttumann fyrir mannréttind- um og Hörð á öðru en pólitískum nótum. Talið berst að aðstæðum aldraðra, sem Herði þykir ábóta- vant. „Ég hef séð um háaldraðan föður minn í nokkur ár. Það er gríðarlega mikil vinna að sjá um aldrað foreldri sem treystir á mann. Þar er mikla fegurð og mik- inn þroska að finna. En illa er komið fyrir þeim sem eru aldrað- ir og eiga engan að, aðstæður þeirra eru afar dapurlegar. Þegar maður verður vitni að slíku lang- ar mann til að sparka öllum stjórn- málamönnum langt út í hafsauga. Fólk er oft að hnýta í mig fyrir að vera duglegur að mótmæla en mér finnst skipta máli að vera sýnilegt atkvæði og láta í sér heyra ef maður er ósáttur. Með því sýnir maður að manni er ekki sama. Manni á ekki að vera sama um borgina sína, landið sitt eða meðborgara sína, sjálfan sig eða hvernig stjórnmálamenn haga sér. Um það snýst málið. Mótmæli eru umhyggja.“ Mótmæli eru umhyggja Hörður Torfason hlaut á dögunum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Hann er þjóðþekktur leikari, leikstjóri og tónlistarmaður en er ekki síður þekktur fyrir baráttu sína fyrir réttind- um samkynhneigðra. Vigdís Þormóðsdóttir ræddi við Hörð um ferilinn og baráttuna. HÖRÐUR TORFASON Hefur svo áratugum skiptir unnið að því að vekja athygli á mál- efnum og réttindum samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.