Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.03.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 01.03.2008, Qupperneq 24
24 1. mars 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is www.forlagid.is Hafi einhver vonast eftir að Evrópusambandið væri til í að leyfa Íslendingum að taka upp evru en standa utan sambandsins getur sá hinn sami hætt að láta sig dreyma. Það er ekki í boði. José Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, hefur endanlega afgreitt málið. Eftir fund þeirra Geirs H. Haarde forsætisráðherra í höfuð- stöðvum sambandsins í Brussel á miðvikudag sagði hann upptöku evru aðeins á færi aðildarríkja ESB. „Það eru ákveðnir skilmálar fyrir því að fá að taka þátt í þessu evrusamstarfi og menn geta ekki fleytt rjómann ofan af því með ein- hliða ákvörðunum. Það er alveg skýrt og ef eitthvað er, enn skýrara en það var áður en við komum hingað,“ sagði Geir við íslenska blaðamenn eftir fundi með fimm af helstu forvígismönnum Evrópu- sambandsins. „Það er ljóst að umræðan heima var á villigötum fyrir viðskipta- þingið og það er staðfest hér af öllum að við myndum lenda í pólit- ískum vandræðum gagnvart Evr- ópusambandinu ef okkur dytti í hug að taka upp evruna einhliða,“ sagði Geir og útskýrði að slík pólitísk vandræði gætu falist í vandræðum í kringum samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið og Schengen. „Þeir gætu lagt stein í okkar götu.“ Á fundinum með Barroso var rætt um sjávarútvegsmál en sjávar- útvegsstefna Evrópusambandsins er til endurskoðunar. Skýrði hann frá því að sambandið gæti hugsað sér að líta til íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfisins við þá vinnu. Geir sagði ekki undan neinu að kvarta í samskiptunum við Evr- ópusambandið sem fara fram í gegnum EES og Schengen. Það hafi enda ekki verið ástæða funda hans heldur væru þeir hluti af pólitísku samstarfi við ESB. Auk þess að ræða við Barroso hitti Geir Javier Solana, utanríkis- málastjóra ráðherraráðsins, Ben- itu Ferrero-Waldner, framkvæmda- stjóra á sviði utanríkismála, Joaquín Almunia, framkvæmda- stjóra á sviði efnahags- og peninga- mála og Olli Rehn, framkvæmda- stjóra á sviði stækkunarmála. Fundarefnin voru jafnan samskipti Íslands og Evrópusambandsins, staða efnahagsmála á Íslandi og ýmis alþjóðamál. Í ljósi þess að ekkert var rætt um mögulega aðild Íslands að sambandinu var Geir spurður hvort ekki hefði verið rétt að tæpa á slíkum málum, til dæmis til að fá að vita hve langan tíma aðildarvið- ræður gætu tekið. Geir svaraði því neitandi. „Það á ekki að vera að gefa undir fótinn með hluti sem eru ekki á dagskrá,“ sagði hann og bætti við að það lægi ljóst fyrir hvernig ferlið gengur fyrir sig auk þess sem Ísland hafi þegar tekið upp stóra kafla úr Evrópu- sambandssamningnum með aðild að EES-samningnum. Í ferðinni ræddi Geir einnig við starfsbræður sína í Lúxemborg og Belgíu. Á þeim fundum kom meðal annars í ljós að hvorugt ríkið ætlar að greiða Íslandi atkvæði í kosn- ingu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna; bæði hafi heitið Austur- ríkismönnum og Tyrkjum atkvæði sín. „Við erum auðvitað vonsviknir yfir þessu, sérstaklega með Lúxem- borg því það er land sem við höfum átt mikið og gott samstarf við,“ sagði Geir. - bþs Kakan öll eða ekki neitt RJÓMINN ER EKKI Í BOÐI EINN OG SÉR Geir H. Haarde forsætisráðherra og José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddu samskiptin á fundi í Brussel á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/BÞS „Hér mátti heyra eina af þessum venjubundnu ræðum Vinstri grænna sem í stuttu máli eru þannig að þeir eru á móti málinu alveg sama hvað lagt er til og alveg sama hversu langt er gengið til móts við þeirra sjónarmið og þegar þeir geta ekki lengur staðið gegn framgangi máls leggja þeir til að málinu verði frestað og sett í allsherjar-, ítarlega, heild- stæða skoðun og úttekt.“ Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum „Frú forseti. Þessi andsvör háttvirts þingmanns eru ekki þess virði að ég fari í umræðu um þau.“ Atli Gíslason, VG Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðis ráðherra upplýsti á Alþingi á fimmtudag að hann hefði unnið að því í níu mánuði að lækka verð á lyfjum; sem sagt allar götur frá því hann varð ráðherra. Enn hefur ekkert gerst – lyfja- verð er óbreytt. Guðlaugur upplýsti að ástæður þess væru að málið væri vandasamt enda giltu aðrar reglur um lyf en aðrar vörur á evrópska efnahags- svæðinu. Hins vegar styttist í að hann legði fram frumvarp í þinginu sem miðaði að því að opna markað- inn og auka samkeppnina. Birkir Jón Jónsson Framsóknar- flokki spurði Guðlaug út í málið og hermdi upp á hann fögur orð úr kosningabaráttunni um lækkun lyfjaverðs. Spurði hann sérstak- lega út í loforð um afnám virðis- aukaskatts af lyfjum. Guðlaugur sagði æskilegt og mikil vægt að lækka þann skatt en að fleiri þyrftu að koma að þeirri ákvörðun en bara hann. Birki fannst þau svör heldur rýr og innti ráð- herra eftir afdráttarlausari yfirlýs- ingum. Þær fékk hann ekki. Unnið í níu mánuði að lækkun lyfjaverðs SETIÐ UNDIR UMRÆÐUM Á myndinni má meðal annars sjá Ragnheiði Elínu Árna- dóttur og Gunnar Svavarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Eftir fundi Geirs H. Haarde með fimm kommisörum Evrópusambandsins á mið- vikudag hefur afstaða hans til Evrópumála ekki breyst. Ekkert kom fram á fundunum fimm sem breytir skoðunum hans. Aðild er enn ekki á dagskrá. En bjóst einhver við því í alvöru að Geir kæmi út úr Berlaymont og lýsti því yfir að hann hefði skipt um skoðun? Varla. En kannski einhver hafi vonað það – svona innst inni. Suma dauðlangar í Evrópusam- bandið. Samfylkingin er í þeim hópi. Flokkurinn vill að Ísland sæki um aðild og hefji viðræð- ur þar að lútandi. Sjálfstæðisflokkurinn telur hins vegar aðild ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar eins og málum er háttað. Þessi gjá er brúuð í stjórnarsáttmálanum með því að segja skýrslu Evrópunefndar grundvöll nánari athugunar á hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Einnig með að koma á fót nefnd sem á að fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Sú nefnd tekur senn til starfa. Þetta þýðir ekki óbreytt ástand. Það á að skoða málin. Og þingmenn Samfylkingarinnar mega og eiga að halda skoðunum sínum á lofti. Enda hafa þær engin áhrif á daglega starfsemi í höfuðstöðvunum í Belgíu. Þar vita menn að á Íslandi er samsteypustjórn og að í samsteypustjórnum kunna að ríkja ólík sjónarmið. Það er svo rétt að halda því til haga að Geir fór ekki til Brussel til að láta Barroso og félaga reyna að sannfæra sig um ágæti þess að Ísland gerist aðili. Heimsóknin var farin til að treysta ágætt samband Íslands og ESB. Þetta var vináttulandsleikur. Ekkert meira og ekkert minna. Það varð marka- laust jafntefli og eins og sæmir skiptust liðin á treyjum að leik loknum. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Vináttulandsleikur FÁNARNIR HVER AF ÖÐRUM Úr anddyri höfuðstöðva ráðherraráðs Evrópusambands- ins í Brussel. FRÉTTABLAÐIÐ/BÞS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.