Fréttablaðið - 01.03.2008, Side 33

Fréttablaðið - 01.03.2008, Side 33
F í t o n / S Í A F I 0 2 5 2 3 9 LAUGARDAGUR 1. mars 2008 33 G uðmundur Þórður Guðmundsson var kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta fyrr í vikunni og skrifaði hann undir skammtíma- samning við HSÍ sem nær fram yfir Ólympíuleikana í Peking í haust. Hans bíður krefjandi verkefni með landsliðið á þessum stutta tíma. Annars vegar er það erfiður fjögurra liða riðill þar sem íslenska landsliðið leikur gegn Póllandi, Svíþjóð og Argentínu í undankeppni Ólympíuleik- anna í lok maí í Póllandi en tvö efstu lið riðilsins komast á Ólympíuleikana í Peking. Hins vegar liggja svo fyrir tveir úrslitaleikir gegn Makedóníu í byrjun júní um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í Króatíu í byrjun næsta árs. Það eru í raun áskoranir sem þessar sem lýsa Guðmundi hve best. Handknattleiksforysta Íslands var búin að lenda í erfiðleikum með að finna nýjan þjálfara til þess að taka erfitt verkefni að sér og leitaði til Guðmundar og það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva og hann valdi að stökkva. Kemur þar jafnframt fram fórnfýsi og einlægur áhugi hans og stuðningur við íslenskan handknattleik. Sumir vilja reyndar meina að HSÍ hafi verið að leita langt yfir skammt í þjálfaraleit sinni og að Guðmundur hafi í raun alltaf átt að vera augljós fyrsti kostur sem næsti landsliðsþjálfari þegar Alfreð Gíslason hætti. Guðmundur náði einum besta árangri sem íslenska karlalandsliðið hefur náð þegar hann stýrði liðinu til fjórða sætis á Evrópumót- inu í Svíþjóð árið 2002. Guðmundur var mikill keppnismaður sem leik- maður og það dró ekkert úr því þegar hann hélt áfram í handboltanum sem þjálfari. Hann gerir því jafnan miklar kröfur til sjálfs sín og annarra í kringum sig og það getur eflaust verið bæði kostur og ókostur. Í þjálfun ku hann ná einstak- lega vel til leikmanna sinna og aðstoðarmanna sem læra það fljótt að hann er sigurvegari og þegar hann keppir þá þolir hann illa að tapa. Raunar hatar hann að tapa og er keppnismaður í einu og öllu. Keppnisskapið einskorðast því ekki bara við íþróttir og Guðmundur er sagður nálgast lang- flesta hluti sem einhvers konar keppni eða markmið. Hann leggur sig alltaf 100% fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur og fer í öll verk- efni, hvort sem um ræðir íþróttir, nám eða vinnu, til þess að ná hámarksárangri hverju sinni. Hann þykir til að mynda afbragðsgóður námsmaður og er sagður mjög drífandi og hjálpsam- ur á vinnustað sínum þar sem áðurnefnt keppnisskap hans fær að njóta sín til hins ítrasta og kæruleysi fær ekkkert plás í hans orðabók. Einhverjir vildu meina að hann væri allt að því nískur og mikill peningamaður en aðrir fullyrtu að það ætti alls ekki við rök að styðjast þar sem hann væri í raun mjög aðhalds- samur maður sem færi í raun rólega í flesta hluti og færi enn fremur vel með þá, hvort sem um peninga, áfengi eða annað væri að ræða. Fyrir vikið hættir fólki til þess að telja hann alvörugefinn og hann kann að vera það upp að vissu marki við fólk sem hann þekkir ekki. Hann er að því leyti formfastur og hleypir ekki öllum að sér og heldur ákveðinni framkomu og hegðun við að hans mati tilheyrandi tilefni. Vinir hans þekkja hann aftur á móti sem gríðarlegan húmorista og einstaklega hressan mann. Hann er skemmtilegur í hóp og nær sér vel á strik innan um vini sína og er þá afslapp- aður. Guðmundur er enn fremur ekki hörundsár og kann vel að taka gríni frá vinum sínum sem hafa átt það til að skjóta á hann, þá helst vegna þess hve lágvaxinn hann er. Guð- mundur hefur reyndar mátt þola það í gegnum tíðina að menn setji út á hæð hans og hefur aldrei látið það á sig fá og sýnt það og sannað að hann tvíeflist þegar á móti blæs og hefur reyndar heldur ekki verið smeykur að svara fyrir sig. Guð- mundur hefur einnig fengið háðsglósur frá félögum sínum vegna klæðaburðar síns. En út frá tískulegum sjónarhóli er Guðmundur mikill gallabuxnamaður og menn sem þekkja hann vel muna ekki eftir honum í öðru. Vinir hans þykjast jafnframt vita að honum líði illa að þurfa að klæðast öðruvísi buxum á núver- andi vinnustað sínum hjá Kaupþingi. Guðmundur hefur alltaf verið mikill útivistarmaður og náttúru- unnandi og hefur einstak- lega gaman af því að leggja land undir fót og fara í veiðiferðir í góðum félagsskap. Þar má reyndar segja að sameinist einnig tvö einskær áhugamál hjá Guðmundi en það eru jeppar og fluguhnýting. Hann ku alltaf hafa lagt mikla áherslu á að eiga jeppa og alltaf heimtað að keyra þegar félagarnir lögðu land undir fót. Guðmundur mun reyndar enn lengur hafa verið áhugamaður um fluguhnýt- ingar og þykir sú iðn eiga einstaklega vel við hann þar sem eiginleikar eins og þolinmæði og nákvæmni eru undirstöðuatriði. Guðmundi leiðist heldur ekki að veiða á eigin flugur og þá helst ná að landa þeim stærsta og afla manna mest í sérhverri veiðiferð. Það verður óneitanlega fróðlegt að fylgjast með því hvernig Guðmundi vegnar í komandi verkefnum með íslenska landsliðið og vonandi að hann nái að nota sína bestu eiginleika til þess að ná frábærum árangri með liðið eins og hann hefur áður gert. MAÐUR VIKUNNAR GUÐMUNDUR ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON ÆVIÁGRIP Guðmundur Þórður Guðmundsson er fæddur 23. desember árið 1960 í Reykjavík og er sonur Guðmundar L. Þ. Guðmundssonar húsgagnasmiðs og Guðrúnar Þórðardóttur húsmóður. Guðmundur ólst upp í Reykjavík og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla áður en hann fór í Menntaskólann við Sund. Guðmundur er í sambúð með Fjólu Ósland Hermannsdóttur og saman eiga þau þriggja mánaða stúlku sem er enn óskírð en Guðmundur á fyrir þrjá drengi, þá Hermann, Guðmund Lúðvík og Arnar Gunnar. Guðmundur vinnur nú sem kerfisfræðingur hjá Kaupþingi og er að ljúka meistaranámi í alþjóðlegri bankastarfsemi og fjármálum frá Bifröst. Guðmundur hóf að leika handbolta með meistaraflokki Víkings árið 1979, þar sem hann lék allan sinn feril, en var fyrst valinn í íslenska landsliðið árið 1980. Guðmundur lék 231 leik og skoraði 354 mörk á glæstum tíu ára ferli með liðinu sem lauk árið 1990. Guðmundur var þá strax farinn að huga að þjálfun og byrjaði sem spilandi þjálfari Víkings árið 1989. Guðmundur hefur verið viðloðandi þjálfun síðan þá og þjálfað Aftureldingu, Fram í tvígang og þýska liðið Dormagen. Guðmundur hóf að þjálfa íslenska landsliðið árið 2001 og til ársins 2004. Guðmundur var svo aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar á árunum 2006-2007 og hann er því nú að starfa í þriðja skipti með landsliðinu eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari á ný fyrir skömmu. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Guðmundur var gríðarlega sigursæll með Víkingi sem leikmaður og varð sex sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari með liðinu. Guð- mundur náði einstökum árangri sem fyrirliði liðsins á árunum 1983-1987 þegar hann lyfti Íslandsmeistarabikar eða bikarmeistarabikar fimm ár í röð og þar af vann liðið tvöfalt árið 1986. Guðmundur varð svo Íslandsmeistari sem þjálfari Fram árið 2006. VISSIR ÞÚ AÐ... Guðmundur þykir afbragðsgóð eftirherma og á það til að taka óaðfinnanleg- an Ragnar Reykás þegar vel liggur á honum. Keppnismaður í einu og öllu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.