Fréttablaðið - 01.03.2008, Side 34

Fréttablaðið - 01.03.2008, Side 34
34 1. mars 2008 LAUGARDAGUR GLEN MILLER TÓNLISTARMAÐUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1904 „Ég hef aldrei haft stórkost- lega djasshljómsveit og vil ekki vera í þannig bandi. Ég hef eingöngu áhuga á pening- unum.“ Miller er sagður hafa farist í flugslysi á Ermarsundi ásamt eiginkonu sinni hinn 15. desem- ber 1944. Lík hans er enn ófund- ið og segja vitni að hann hafi verið myrtur í París. Það var þennan dag fyrir nítj- án árum að framleiðsla og sala á áfengu öli var aftur leyfð á Íslandi eftir 74 ára hlé. Fyrsta daginn seldust alls 340 þús- und bjórdósir, þar af 213.000 á höfuðborg- arsvæðinu, og fyrstu dagana sem bjórinn var í boði komu 60 milljónir í ríkiskassann. Fjölmiðlar víða um heim sendu útsendara sína til Reykjavíkur svo skrásetja mætti fagnaðarlæti Íslendinga og voru lærðar greinar skrifaðar um drykkjusiði Íslendinga. Til að byrja með voru tegund- irnar Egils Gull og Lövenbrau vinsælastar og seldust upp þar sem umboðsmenn höfðu ekki pantað samkvæmt eftirspurn. Mynduð- ust langar biðraðir við áfengisútsölur og skipti engu þótt Vetur kon- ungur léti menn finna illþyrmilega fyrir sér meðan beðið var eftir því að dyrnar að áfeng- isverslunum opnuðu. Lögregla hafði hvar- vetna mikinn viðbúnað ef gleð- in færi úr böndunum en raunin varð sú að allt fór vel fram. Í fjárlögum ríkissjóðs árið 1989 var skráð að milljarð- ur króna rynni til ríkisins vegna bjórsölunnar einnar saman. ÞETTA GERÐIST: 1. MARS 1989 Bjórdegi fagnað Næstkomandi þriðjudag verður form- lega ræst til Lífshlaupsins, en það er nýtt hvatningar- og átaksverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Lífshlaupið er okkar svar við ítrek- uðum óskum almennings um keppni í alhliða hreyfingu en síðastliðin fimm ár hefur vinnustaðakeppnin „Hjól- að í vinnuna“ notið mikilla vinsælda,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðs- stjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. „Þótt margir vinnustaðir séu farnir að gera virkilega vel við sína starfs- menn með hvers kyns heilsuátaki, er keppni sem þessi kærkomin leið til að vekja athygli á nauðsyn þess að hreyfa sig. Í Lífshlaupinu geta allir aldurshópar tekið þátt, en það mikil- vægasta er að í keppnum sem þessum skapast mikil stemning og dýrmætur stuðningur vinnufélaga og samnem- enda við að koma sér af stað,“ segir Jóna Hildur og vísar til lýðheilsurann- sóknar frá árinu 2000. „Þá sýndu niðurstöður að helming- ur Íslendinga nær ekki 30 mínútna hreyfingu á dag, en það er sá tími sem nægir til að viðhalda líkamanum fyrir fullorðið fólk. Í hreyfiráðleggingum Lýðheilsustöðvar er börnum og ungl- ingum ráðlagt að hreyfa sig minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum minnst 30 mínútur. Fyrir þá sem ekk- ert hreyfa sig er heljarinnar átak að takast á við 30 mínútna hreyfingu, en þessum tíma má vel dreifa yfir dag- inn í tvisvar sinnum korter eða þri- svar sinnum tíu mínútur,“ segir Jóna Hildur sem hvetur landsmenn til að skrá sig til þátttöku sem fyrst á vef- síðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is. „Þar gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í vinnustaðakeppni fyrir 16 ára og eldri; hvatningarleik fyrir grunnskóla fyrir 15 ára og yngri, og einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð niður alla hreyfingu árið um kring. Þeir sem skrá sig geta loks séð svart á hvítu hversu mikið þeir hreyfa sig, en bronsi má ná á sex vikum, silfri á þremur mánuðum og gulli á níu mánuðum,“ segir Jóna Hildur og leggur áherslu á að lífsstíls- breyting gerist ekki á einni nóttu held- ur taki um níu vikur að bæta daglegri hreyfingu inn í lífsmunstur fólks. „Það er mikilvægt að finna til löng- unar til að hreyfa sig og finna þá hreyfingu sem hentar hverjum og einum best. Öll hreyfing er af hinu góða því með auknu hreyfingarleysi eykst hætta á sykursýki, hjartasjúk- dómum og öðru heilsutjóni,“ segir Jóna Hildur sem hlakkar til að fylgj- ast með framgangi Lífshlaups þjóðar- innar. „Nafnið Lífshlaupið er táknrænt. Það merkir að skoða lífshlaup sitt; hvar maður er staddur í því, hvernig maður vill hafa það, hvað má bæta til hins betra og hvernig maður vill verja því á heilsusamlegan hátt. Lífshlaupið hefst fyrir alvöru 4. mars því heilsan er dýrmæt og lífshlaupið til þess fall- ið að vanda það þær stundir sem eftir eru.“ thordis@frettabladid.is ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS: HEFUR LÍFSHLAUPIÐ Á ÞRIÐJUDAG Að vanda dýrmætt lífshlaupið LÍFSHLAUPIÐ SKOÐAÐ Jóna Hildur Bjarnadóttir er sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ sem á þriðjudag hleypur formlega Lífshlaupi Íslendinga af stokkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON timamot@frettabladid.is ngdamóðir, amma og artúni 12, Ólafsvík. svogskirkju, þriðjudag- 00. hennar er bent á ds. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Óskarsdóttir Frá Hábæ, Þykkvabæ, lengst af búsett í Hjarðartúni 12, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Unnsteinn Tómasson Ingibjörg Högnadóttir Guðmundur Tómasson Hjördís Harðardóttir Ágústa Tómasdóttir Tryggvi K. Eiríksson Óskar Tómasson Sesselja Tómasdóttir Bárður H. Tryggvason Þórhildur Tómasdóttir Steinunn Tómasdóttir Þröstur Leósson Njörður Tómasson Gunnhildur L. Marteinsdóttir Goði Tómasson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, Ellert Eggertsson Hraunbæ 90, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudag- inn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 3. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Elín Halla Þórhallsdóttir Rebekka Rós Ellertsdóttir Páll Jónsson Eggert Ellertsson Andri Þór Ellertsson Anna Lilja Marteinsdóttir Sigríður Elísabet Sæmundsdóttir Sæmundur Eggertsson Eyþór Eggertsson Ingveldur Ólöf Björgvinsdóttir og afabörn. Minningarathöfn um konu mína móður okkar ömmu og langömmu Rannveigu Eiríksdóttur Skerjavöllum 8 Kirkjubæjarklaustri Minningarathöfn um konu mína, móður okkar, ömmu og langömmu, Rannveigu Eiríksdóttur Skerjavöllum 8, Kirkjubæjarklaustri, fer fram í Selfosskirkju mánudaginn 3. mars kl. 13.30. Athöfn að Prestbakka verður auglýst síðar. Einar Bárðarson, börn, barnabörn, og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, Daði Guðjónsson, Vitabraut 3, Hólmavík, lést Á heimili sínu þriðjudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 8. mars kl. 14.00. Kristín Lilja Gunnarsdóttir Arnar Barði Daðason Kolbrún Unnarsdóttir Rakel Daðadóttir Matthías Þórðarson Gunnar Trausti Daðason Guðrún Margrét Jökulsdóttir Guðjón Ingi Daðason Þuríður Sigurrós Sigurðardóttir Karen Daðadóttir Ívar Örn Ívarsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Gísla Brynjólfssonar frá Þykkvabæjarklaustri, til heimilis að Árskógum 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir hlýhug og góða umönnun starfs- fólks á Dagvist Vitatorgi, öldrunardeild Landakots og í Skógarbæ. Þóranna Brynjólfsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Inga Jenný Guðjónsdóttir Gullsmára 11, Kópavogi, lést á Landakoti miðvikudaginn 27. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Gyða Vigfúsdóttir Knútur Birgisson Gréta Vigfúsdóttir Guðmundur Birgisson Árni Guðjón Vigfússon Hrönn Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Sigríður Þorkelsdóttir áður til heimilis að Hringbraut 107, er lést aðfaranótt 25. febrúar sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 3. mars kl. 13.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Unnur Björgvinsdóttir Björg Björgvinsdóttir Valdimar Karlsson Steinunn Þórisdóttir Björn S. Jónsson Björgvin Þórisson Helga Jónatansdóttir ömmubörn og langömmubörn. 60 ára afmæli Sextugur!!! Sextugur í dag, 1. mars, Pétur Gíslason framkvæmdastjóri Stjörnufi sks. Hann og Guðrún Bjarnadóttir eiginkona hans eru í brúðkaupsferð á Jamaica um þessar mundir. afi og ingbraut Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes Sólbjartur Sigurbjörnsson lést á hjúkrunarheimilinu Grund, Hringbraut 50, mið- vikudaginn 27. febrúar. Skúli Jóhannesson Anna Sigurðardóttir Ágústa Jóhannesdóttir Vilhjálmur Georgsson barnabörn og fjölskyldur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.