Fréttablaðið - 01.03.2008, Side 98

Fréttablaðið - 01.03.2008, Side 98
74 1. mars 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Eftirminnilegustu félagaskipti í handbolt- anum í áraraðir fóru fram síðasta sumar er Sigfús Páll Sigfússon ákvað að fara í Val úr Fram. Mikill hiti var í kringum félagaskiptin, sem fóru meðal annars fyrir héraðsdóm, og lengi vel leit út fyrir að Sigfús gæti hreinlega ekki skipt um félag. Lend- ing náðist í málinu rétt fyrir mót er Valur reiddi fram hæstu upphæð frá upphafi fyrir mann sem hefur farið á milli félaga innanlands að því er sagt var. „Því er ekki að neita að ég er orðinn mjög spenntur og þetta er sannkallaður draumaúrslita- leikur. Þetta átti örugglega að verða,“ sagði Sigfús Páll léttur við Fréttablaðið. „Biðin eftir leiknum er búin að vera löng og ég vil spila sem fyrst. Mér líður nokkuð vel fyrir leikinn og þetta verður eðlilega sérstakur leikur fyrir mig. Leikurinn í Safamýrinni var mjög sérstakur og svo var einhvern veginn allt orðið eðlilegt þegar Fram kom í heim- sókn,“ sagði Sigfús Páll, sem var leystur út með blómum er hann kom í Safamýrina. Hann átti aftur á móti slakan leik en var talsvert betri á sínum nýja heimavelli er Fram kom þangað. „Ég held að blómin trufli mann bara og þetta hafi verið bragð til að koma mér úr jafnvægi,“ sagði Sigfús á gamansömum nótum. „Ég á annars ekki von á öðru en góðum móttökum frá stuðnings- mönnum Framara. Þeir stóðu upp fyrir mér síðast og ég held að allt sé í góðu núna.“ Þrátt fyrir hasarinn segist Sigfús ekki sjá eftir því að hafa farið í Val. „Ég er sannfærður um að ég hafi gert rétt. Mér finnst gaman að spila handbolta núna en mér fannst ekki gaman í fyrra. Ég þurfti að breyta til og er búinn að finna gleðina aftur,“ sagði Sigfús en hann sagði að það hefðu verið smá kýtingar á milli sín og eins leikmanns Fram í síðasta leik. „Hjörtur Hinriks var með eitthvað létt en hann er ágætur utan vallar þó hann missi sig stundum í leikjum,“ sagði Sigfús. SIGFÚS PÁLL SIGFÚSSON: MÆTIR SÍNUM GÖMLU FÉLÖGUM Í FRAM Í LAUGARDALSHÖLLINNI Í DAG Þetta er sannkallaður draumaúrslitaleikur HANDBOLTI Reykjavíkurfélög hafa unnið 15 af 34 bikarmeistaratitil- um karla í handbolta og það er ljóst að sá sextándi kemur í höfuð- borgina um helgina þegar Valur og Fram mætast í úrslitaleik Eim- skipsbikars karla. Þetta verður samt aðeins í sjö- unda sinn sem Reykjavíkurfélög leika til úrslita, þar af aðeins annar Reykjavíkurslagurinn síð- ustu átján ár. Þegar saga Reykja- víkurslaga í bikarúrslitum karla er skoðuð kemur í ljós að Vals- menn hafa unnið alla þrjá bikarúr- slitaleiki sína þar sem þeir hafa mætt nágrannaliðum sínum en Framarar hafa hins vegar tapað sínum báðum. Valur og Fram léku til úrslita í fyrstu bikarkeppninni 1974 og það voru einnig þau sem mættust í síð- asta Reykjavíkurslagnum fyrir tíu árum. Valsmenn höfðu betur í bæði skiptin Markahæstur Vals- manna í fyrsta úrslitaleiknum var Bergur Guðnason með 7 mörk í sínum síðasta leik en hann er faðir Guðna Bergssonar. Það vakti athygli að leikmenn Valsliðsins fengu ekki verðlaunapening fyrir sigurinn heldur lítinn bikar. Síðan liðu fimm ár þar til Reykjavíkurfélög mættust aftur en Víkingar unnu þá öruggan s sigur á ÍR. Tveimur árum síðar vann Þróttur síðan eins marks sigur á Víkingum þar sem Sigurð- ur Valur Sveinsson var marka- hæstur meistaranna með 8 mörk. Víkingar unnu tíu marka stór- sigur á KR í fjórða Reykjavíkur- slagnum þar sem Þorbergur Aðal- steinsson skoraði 9 mörk og Sigurður Gunnarsson 6 mörk. Sjö ár liðu þar til Reykjavíkur- lið mættustu næst en Valsmenn unnu þá 25-21 sigur á Víkingum. Líkt og í síðasta Reykjavíkur- slagnum átta árum síðar þjálfaði Guðmundur Guðmundsson silfur- liðið gegn bikarmeisturum Vals. Valdimar Grímsson var marka- hæstur Valsmanna með 8 mörk. Í síðasta Reykjavíkurslagnum misstu Framarar niður fjögurra marka forustu á síðustu fjórum mínútum leiksins en Valsmenn náðu að skora tvö mörk á síðustu tuttugu sekúndunum og tryggðu sér framlengingu þar sem Júlíus Gunnarsson tryggði þeim bikar- meistaratitilinn með sigurmark- inu fjórum sekúndum fyrir leiks- lok. Framarar töldu á sér brotið í lokin og kærðu framkvæmd leiks- ins en kærunni var vísað frá. - óój Valur og Fram mætast í úrslitum Eimskipsbikarsins í dag og sagan er alls ekki með Frömurum: Sagan segir að Valsmenn verði meistarar HETJURNAR 1998 Freyr Brynjarsson og Kári Guðmundsson voru mennirnir að baki hinu umdeilda jöfnunarmarki Valsmanna í bikarúrslitaleiknum fyrir tíu árum. Freyr skoraði eftir sendingu Kára og tryggði Val framlengingu. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI REYKJAVÍKURSLAGIR Í BIKARÚRSLITUM KARLA: 1974 Valur-Fram 24-16 1979 Víkingur-ÍR 20-13 1981 Þróttur-Víkingur 21-20 1983 Víkingur-KR 28-18 1990 Valur-Víkingur 25-21 1998 Valur-Fram 25-24 (20-20) Sigurhlutfall félaga: Valur 100% (3 af 3) Þróttur 100% (1 af 1) Víkingur 50% (2 af 4) KR 0% (0 af 1) ÍR 0% (0 af 1) Fram 0% (0 af 2) HANDBOLTI Kvennalið Fylkis leikur í dag fyrsta bikarúrslita- leik sinn þegar liðið mætir Stjönunni. Fylkir verður fjórtánda félagið til þess að leika til úrslita í kvenna flokki og aðeins þremur af hinum þrettán tókst að vinna sinn fyrsta leik. Síðasta félag til þess að vinna í frumraun sinni í Höllinni var Haukar árið 1997 en þá höfðu liðið tuttugu ár síðan KR (1977) og Ármann (1976) unnu sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Mótherjar Fylkis í dag, Stjarnan, töpuðu tveimur fyrstu úrslitaleikjum sínum, 1986 og 1988, áður en Stjörnukonur urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn 1989. - óój Fyrsti úrslitaleikur Fylkisliðsins: Fá lið hafa unn- ið fyrsta leikinn REYNSLUBOLTARNIR Natasa Damilj- anovic og Elzbieta Kowal eru tveir af reyndustu leikmönnum Fylkis. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Framarar eru sjötta félagið í sögu bikaúrslitaleiks karla sem fær tækifæri til að bæta fyrir tap í úrslitaleik árið á undan. Fram tapaði með tíu marka mun gegn Stjörnunni í fyrra, 17- 27, en mætir Val í úrslitaleiknum í dag. Síðustu tvö lið sem hafa staðið í sömu sporum, KA 1995 og Valur 1993, hafa bæði unnið bikarmeist- aratitilinn og það gerðu líka Stjörnumenn 1987. Lið Víkings 1991 og lið Fram 1975 töpuðu hins vegar bæði öðrum bikaúrslita- leiknum í röð. Siflurlið bikarúrslitanna hafa því í 60 prósentum tilfella unnið bikarinn þegar þau hafa farið í úrslitaleikinn árið eftir. - óój Fram tapaði í úrslitum 2007: Geta bætt fyrir tapið í fyrra ENGINN ROLAND Í ÁR Roland Valur Eradze hefur varið 28,5 skot að meðal- tali í síðustu tveimur bikarúrslitaleikjum og tryggði Stjörnunni bikarinn í bæði skiptin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Það er stór dagur í Laugardalshöllinni í dag þegar úrslitaleikir Eimskipsbikars karla og kvenna fara fram. Fyrst mæt- ast kvennalið Fylkis og Stjörnunn- ar kl. 13.30 og karlalið Fram og Vals takast á kl. 16.00. Fyrir fram er ef til vill búist við sigri Stjörnustúlkna gegn nýliðum Fylkis í úrslitaleik Eimskipsbik- ars kvenna enda liðið á mikilli siglingu þessa dagana, en Árbæj- arstúlkur eru til alls líklegar eftir að hafa lagt Val á leið sinni í úrslitaleikinn. Guðríður Guðjóns- dóttir, þjálfari Fylkis, kvað lið sitt mæta fullt sjálfstrausts í leikinn. „Það er náttúrulega frábært ævintýri fyrir svo ungt lið eins og Fylki að vera komið alla leið í úrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins og við erum full tilhlökkunar og ætlum að njóta dagsins. Við erum litla liðið fyrir leikinn og Stjörnu- liðið er sterkasta liðið í dag en við sýndum hvers við erum megnugar gegn Val og það er allt hægt í handbolta,“ sagði Guðríður, sem var sjálf afar sigursæl sem leik- maður og varð tólf sinnum bikar- meistari. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, ítrekaði á fjölmiðla- fundi fyrir leikinn að fáránlegt væri að tala um Stjörnusigur sem eitthvert formsatriði. „Ég og Ragnar Hermannsson höfum verið að reyna að undirbúa lið okkar líkamlega fyrir átökin og vonumst til þess að sú hugmynda- fræði og það skipulag sem við höfum spilað eftir í vetur eigi eftir að halda og skila okkur sigri í leiknum. Fylkisliðið er með reynslu bolta innanborðs sem mynda hrygginn í liðinu og þar fyrir utan eru efnilegir leikmenn sem eru að taka stöðugum fram- förum þannig að þetta verður hörkuleikur,“ sagði Aðalsteinn. Það verður sannkallaður Reykjavíkurslagur þegar erki- fjendurnir Fram og Valur leiða saman hesta sína í úrslitaleik Eim- skipsbikars karla. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir mikla eftirvæntingu ríkja í her- búðum síns liðs. „Undirbúningur fyrir stórleik sem þennan verður alltaf aðeins öðruvísi hvort sem menn hafa lagt upp með það eða ekki. Við höfum því verið að gera ýmislegt til þess að efla liðsandann, fórum til að mynda á Rambo í bíó og það skilar vonandi ein- hverju. Spennustigið verð- ur hátt í höllinni því liðin eru ekki ólík og ég býst við hörkuleik,“ sagði Óskar Bjarni og starfsbróðir hans hjá Fram, Fer- enc Antal Buday, tekur undir með honum. „Liðin spila svipaðan handbolta og leikirnir hafa verið jafnir í vetur. Þetta verður vonandi hin besta skemmtum og við ætlum að sjálfsögðu að vinna,“ sagði Buday. omar@frettabladid.is Spennustigið verður hátt í Höllinni Það verður mikið um dýrðir í Laugardalshöll í dag þegar úrslitaleikir Eimskipsbikars karla og kvenna í handbolta fara fram. Fylkir og Stjarnan eigast við hjá konunum en Fram og Valur mætast í karlaleiknum. MARKVÖRÐUR LYFTIR BIKARNUM Það verður annað hvort Magnús Erlendsson, markvörður og fyrirliði Fram, eða Ólafur Haukur Gíslason, markvörður og fyrirliði Vals, sem lyftir bikarnum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BÚIST VIÐ SIGRI STJÖRNUNNAR Það búast flestir við því að Rakel Dögg Bragadóttir og félagar í Stjörnunni muni vinna næsta auðveldan sigur á Sunnu Maríu Einarsdóttur og félögum í Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL & VILHELM > Ekki hægt að slá áhorfendametið? Mikil spenna er fyrir bikarúrslitaleik Vals og Fram í Eimskipsbikarnum í Laugardalshöllinni í dag en leikurinn hefst klukkan 16.00. Laugardalshöll- in tekur bara 3.000 manns og eru líkur á því að uppselt gæti orðið á leikinn. Áhorfendametið á bikarúrslita- leik karla er orðið fimmtán ára gamalt en 3.300 manns komu leik Vals og Selfoss árið 1993. Það met mun standa áfram því Höllin tekur aðeins 3.000 manns. 2.800 manns komu á leik Vals og Fram fyrir tíu árum og þeir eru örugg- lega enn að stríða þeim á því sem mættu ekki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.