Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 8
4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Glerfínar gluggafilmur
– aukin vellíðan á vinnustað
R
V
62
09
3M glu
ggafilm
ur fyrir
skóla, s
júkrahú
s, skrifs
tofur,
verslani
r og að
ra vinnu
staði
Fagme
nn frá
RV
sjá um
uppset
ningu
DÓMSMÁL Áfrýjunardómstóll í
Bretlandi hafnaði í gær kröfum
Hannesar Hólmsteins Gissurar-
sonar prófessors í málaferlum
tengdum meiðyrðamáli Jóns
Ólafssonar athafnamanns á
hendur Hannesi.
„Ég er búinn að fela mínum lög-
mönnum að fara strax í málið,“
segir Jón Ólafsson, sem hyggst nú
höfða mál að nýju í Bretlandi.
Hann segir þó sársaukalaust af
sinni hálfu að láta málið niður
falla, greiði Hannes þær tólf
milljónir króna sem fyrri dómur
hljóðaði upp á, auk kostnaðar við
málið síðan, og biðjist afsökunar.
Hann segir talsverðan kostnað
hafa hrannast upp hjá sér, og
væntanlega Hannesi líka. Milljón-
irnar tólf hafi því vaxið verulega.
Ekki náðist í Hannes vegna
málsins, en Heimir Örn Herberts-
son, lögmaður Hannesar, sagði
úrskurðinn koma á óvart. Hannes
verði að fá tíma til að meta niður-
stöðurnar og ákveða viðbrögð í
framhaldi af því. Hægt er að
sækja um leyfi til að áfrýja
úrskurðinum til bresku lávarða-
deildarinnar.
Upphaf málsins má rekja til
ársins 2004 þegar Hannes gaf í skyn
á heimasíðu sinni að Jón hafi efnast
á fíkniefnasölu. Jón stefndi Hannesi
í Bretlandi, en Hannes tók ekki til
varna. Var hann dæmdur til að
greiða Jóni jafnvirði um ellefu
milljóna króna. Það sætti Hannes
sig ekki við og fékk dóminum
hnekkt á æðra dómstigi þar sem
honum hafði ekki verið birt stefna í
málinu með réttum hætti.
Dómarinn tiltók að Jóni væri
heimilt að taka upp meiðyrðamálið
að nýju, þrátt fyrir að Hannesi hafi
ekki verið birt stefna. Þessa niður-
stöðu kærði Hannes, og féll
úrskurður vegna þeirrar kæru Jóni
í hag í gær. Jón getur því höfðað
nýtt meiðyrðamál í Bretlandi.
Heimir Örn segir niðurstöðuna
ekki geta byggt á öðru en því að
breskir dómstólar telji sig hafa
heimildir til að ákvarða að dómar
geti fallið yfir íslenskum ríkisborg-
urum án þess að þeim hafi verið
birt stefna með löglegum hætti.
Hætt sé við að falli dómur í nýju
meiðyrðamáli ytra yrði ekki hægt
að fullnusta hann hér á landi vegna
þessara annmarka.
brjann@frettabladid.is
Jón Ólafsson
aftur í mál
Kröfum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í máli
hans og Jóns Ólafssonar var hafnað. Jón Ólafsson fer
í meiðyrðamál að nýju í Bretlandi. Hætt við að dóm-
ur ytra verði ómarktækur segir lögmaður Hannesar.
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
JÓN
ÓLAFSSON
ALÞINGI Vinstri græn hafa lagt
fram þingsályktunartillögu að
skoðað verði hvernig megi auka
hlut opins hugbúnaðar í stjórn-
sýslu og útboðum hins opinbera.
Skipuð verði þverfagleg nefnd
sem hafi að markmiði að draga úr
fákeppni og einokun og að auka
valfrelsi notenda
Opinn hugbúnað má fjölfalda og
honum dreifa endurgjaldslaust.
Stór hluti hugbúnaðar Íslend-
inga er frá einu fyrirtæki,
Microsoft. - kóþ
VG um hið opinbera:
Skoði opinn
hugbúnað
ALÞINGI Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra telur að miklar verð-
hækkanir á fóðri og áburði í heim-
inum geti fært íslenskum bændum
tækifæri. „Ég er alveg sannfærður
um að við getum unnið góða mark-
aði, til að mynda fyrir okkar
mjólkurafurðir í Evrópu og jafn-
vel víðar, ef við höldum vel á
málum,“ sagði Geir á Alþingi í
gær.
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, spurði Geir
hvort ríkisvaldið ætlaði að mæta
verðhækkun aðfanga hjá bændum
eða hvort hækkununum verði velt
út í verðlagið. Hækkanirnar nema
tugum prósenta.
Geir sagði ástandið fyrr eða
síðar bitna á landsmönnum, hvort
sem það yrði með beinum hætti í
formi vegna hærra vöruverðs eða
með óbeinum hætti með einhvers
konar þátttöku ríkissjóðs sem
landsmenn borga í. Sagði hann
vandann jafnframt nýframkominn
og auk þess innfluttan og hann
þurfi að rannsaka betur áður en
ákvarðanir um aðkomu ríkissjóðs
verði teknar.
Guðni furðaði sig á að skoða
þurfi málið. „Ég undrast að það
þurfi að hugleiða, hér þarf snögg
viðbrögð,“ sagði hann. - bþs
Forsætisráðherra telur tækifæri felast í hærra fóðurverði:
Getum unnið mjólkinni
nýja markaði víða
Á GÓÐRI STUNDU Í ÞINGINU Sú var tíðin
að Geir H. Haarde og Guðni Ágústsson
sátu saman í ríkisstjórn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GAZA, AP Ísraelskar herþotur vörp-
uðu sprengjum á Gazasvæðið í
gær, sjötta daginn í röð. Herskáir
Palestínumenn héldu sömuleiðis
áfram að skjóta sprengiflaugum
yfir landamærin til Ísraels.
Palestínskir Hamasliðar hrós-
uðu sigri í gær þegar ísraelski
landherinn dró sig til baka frá
norðanverðu Gazasvæði eftir hörð
átök þar, en ísraelskir embættis-
menn segja að herinn muni snúa
aftur og hernaðurinn haldi áfram.
Átökin hafa kostað meira en 120
manns lífið síðan á miðvikudag.
Langflestir hinna látnu eru Palest-
ínumenn og stór hluti þeirra er á
barnsaldri.
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, segir markmið hernaðar-
aðgerðanna að valda Palestínu-
mönnum á Gazasvæðinu sársauka
og stöðva hryðjuverk þeirra. Jafn-
framt segir hann nauðsynlegt að
halda áfram friðarviðræðum við
stjórn Palestínumanna á Vestur-
bakkanum, sem ekki er lengur
skipuð neinum fulltrúum Hamas-
hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur
hins vegar öll völd á Gaza.
Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínustjórnar, hefur frestað öllum
friðarviðræðum þar til átökunum á
Gaza linnir.
Von er á Condoleezzu Rice, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, til
Ísraels í dag. Hún hafði ætlað sér
að ýta undir frekari friðarviðræður,
en óljóst er hverju hún getur feng-
ið áorkað í þeim efnum nú. - gb
Ísraelar gera hlé á landhernaði á Gazasvæðinu:
Hörðum átökum linnir ekki
BÖRN Á GAZA Nokkur palestínsk börn
í Khan Younis vöfðu sig í gær hvítum
klæðum og ötuðu sig rauðum blóðlit til
að mótmæla hernaði Ísraela, sem hefur
kostað á annað hundrað manns lífið.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP