Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2008 19 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 433 4.832 -1,12% Velta: 5.935 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,08 -0,98% ... Bakkavör 40,20 -1,11% ... Eimskipafé- lagið 29,20 -2,34% ... Exista 11,90 -1,25% ... FL Group 9,30 -1,59% ... Glitnir 16,80 -0,89% ... Icelandair 25,00 -0,79% ... Kaupþing 726,00 -0,68% ... Landsbankinn 26,40 -1,49% ... Marel 90,10 -0,99% ... SPRON 5,29 -2,40% ... Straumur-Burðarás 11,53 -2,04% ... Teymi 5,13 -1,35% ... Össur 92,50 -0,22% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. 4,63% EIK BANKI 2,97% SPRON 2,40% Umsjón: nánar á visir.is Enn stækkar Iðnaðargeirinn með skráningu Morphic Technologies omxgroup.com/nordicexchange Fjarskipti UpplýsingatækniVeiturHráefni Nauðsynjavörur Neysluvörur Orkuvinnsla Heilbrigðisgeiri Iðnaður Fjármálaþjónusta Við bjóðum Morphic Technologies velkomið í Nordic Exchange. Morphic Technologies er ört vaxandi sænsk iðnaðarsamstæða með áherslu á endurnýtanlega orkugjafa svo sem efnarafala, vind- og vatnsafl. Morphic Technologies verður skráð í Nordic Exchange í Stokkhólmi þann 4. mars. Morphic Technologies flokkast sem meðalstórt félag og tilheyrir Iðnaðargeira. Það gæti verið góður kost- ur fyrir Íslendinga að taka upp svissneskan franka, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingis- manns. „Ég hef reyndar verið hrifinn af því að taka upp annan gjaldmiðil eða skoða þá leið,“ sagði Sigurður Kári í viðtali við Markaðinn í þættinum „Í lok dags“ á Vísi.is í gær. „Það eru fleiri gjaldmiðlar til í heiminum heldur en evran. Ég nefni sem dæmi sviss- neskan franka. Það er sterkur gjaldmiðill sem sveiflast í takt við evruna og gæti verið valkostur,“ bætti Sigurður Kári við. Þá sagði Sigurður Kári að ríki og sveitarfélög þyrftu að líta í eigin barm og draga úr kostnaði núna þegar slaki væri kominn á efnahagslífið og fyrir- séð væri að tekjur ríkis- ins myndu dragast saman. „Ég veit að það er ekki vinsælt en þetta þarf að gera. Ríkið er ekkert öðruvísi en heimilin. Það getur ekki eytt um efni fram,“ sagði hann. Þá benti Sigurður Kári á að nauðsyn- legt væri að stjórnvöld lækkuðu álögur á fyrirtæki til að örva hag- kerfið og rétta af niðursveifluna. - ss Svissneskur franki væri góður kostur SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Slóvensk yfirvöld höfn- uðu 120 milljarða tilboði Skipta í slóvenska land- símann og hafa hætt við sölu að sinni. Til stóð að selja tæplega helmingshlut í Telekom Slovenije, en einkavæð- ingarnefnd Slóveníu til- kynnti í gær að ekkert yrði af sölu að sinni. Skipti, móðurfélag Símans, voru annar tveggja bjóðenda. Einkavæðingarnefndin bauð Skiptum og keppinaut þeirra, Bain Capital, Axos Capital og BT, sem áttu sameiginlegt tilboð, að senda sér endurskoðuð tilboð á föstudag. Eftir því sem næst verður komist endurskoðuðu báðir tilboð sín. Slóvenska einkavæðingarnefndin sagði hins vegar að til- boðin hefðu ekki verið fullnægjandi. Við einkavæðingu Landsímans árið 2005, var meðal skilyrða að fyr- irtækið yrði sett á almennan hlutabréfa- markað, eigi síðar en um síðustu áramót. Fjármála- ráðherra heimilaði að því yrði frestað vegna tilboðsins í Slóveníu. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, segir að skráning Skipta í Kauphöll sé vel á veg komin og stefnt sé að henni í þessum mánuði. - ikh Slóvenar hættu við BRYNJÓLFUR BJARNASON Íslandspóstur hagnaðist um 230 milljónir króna á síðasta ári sem var um tíu milljónum króna minni hagnaður en árið 2006. Hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjár- magnsliði var 563 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að heildartekjur þess hafi aukist um 11 prósent á milli ára og námu þær 6,3 milljörðum í fyrra. Heildareignir voru 4,3 milljarðar króna í árslok 2007 og nam eigið fé 2,6 milljörðum króna. Félagið greiddi 90 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á árinu. Greiða 90 millj- ónir til ríkisins Stjórnendur Close Brothers, elsta fjármálafyrirtækis Bretlands, hafa ákveðið að taka hann úr söluferli þar sem fullnægjandi tilboð hafi ekki borist í hann. Landsbankinn bauð 950 pens á hlut í bankann ásamt verðbréfa- fyrirtækinu Cenkos Securities. Stefnt var á að skipta honum upp á milli kaupenda. Viðræður munu hafa verið komnar langt á veg þegar ákveðið var að draga tilboðið til baka í enda janúar. Bandaríski fjárfestingarrisinn Blackstone og japanski kollegi þeirra hjá Orix drógu tilboð sín til baka á fimmtudag. - jab Vilja ekki selja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.