Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 21
[ ]Hanskar halda hita á fingrum auk þess sem þeir gera mann að algjörri dömu á svipstundu. Ekki er verra ef veski, hálsklútur eða skór eru í sama lit og hanskarnir. Gydjan.is er glæný vefverslun með skó, töskur, og íþróttaföt. Eigandi hennar og hönnuður er Reykvíkingurinn Sigrún Lilja Guðjónsdóttir sem hóf um 13 ára aldur að sauma öll föt á sig og vinkonurnar. „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var stödd úti í Egyptalandi um ára- mótin 2005 og 2006 og rambaði þar inn í verslun sem reyndist vera með verksmiðju á bak við sig. Ég prófaði að teikna upp skó og tösku, spurði hvort hægt væri að fram- leiða það fyrir mig og þremur dögum síðar var það tilbúið. Þetta voru bleik og hvít stígvél úr lituðu úlfaldaleðri og taska í stíl. Hvar sem ég fór í skónum fékk ég rosa- lega góð viðbrögð svo ég ákvað að hanna meira og mennta mig líka í fyrirtækjarekstri.“ Þannig lýsir Sigrún Lilja upphafinu að því að hún stofnaði fyrirtæki kringum sína hönnun. Áhuginn á saumaskap og fatahönn- un kviknaði samt miklu fyrr, eða strax um fermingu að hennar sögn. „Ég byrjaði mjög ung að sauma og fyrir fermingarpeningana keypti ég mér owerlook saumavél. Fór á allskonar námskeið og frá 13-14 ára aldri saumaði ég öll föt á mig og vinkonur mínar. Var í Fjölbraut í Breiðholti og lauk þar námi á fatahönnunarsviði ásamt stúdents- prófi af viðskipta og hagfræði- braut. Svo hef ég lært af góðu fólki og það sem ég kann ekki sjálf það ræð ég fólk í.“ Það passaði til að Sigrún Lilja opn- aði fyrirtækið Gyðjuna sama dag og hún útskrifaðist af Brautar- gengisnámskeiði hjá Impru, fyrir konur með áhuga á atvinnurekstri. Það var 14. desember 2007. Nú er framleiðslan komin í fullan gang, skór, húfur, töskur og íþróttafatn- aður. Skórnir eru búnir til í Kína en íþróttafatnaðurinn hér á Íslandi. Fyrsta skólínan seldist upp á tveimur dögum, enda kveðst Sig- rún Lilja aðeins vera með fá pör af hverri týpu. Næsta sending er væntanleg eftir fjórar vikur. „Hönnunin mín er bara seld á vef- versluninni www.gydjan.is,“ tekur hún fram. „En ég stefni á að fara með hana í aðrar verslanir.“ gun@frettabladid.is Hvít stígvél úr hrosshúð með hári a ofan og krókódílaleðri að neðan. Ökklabandið er hægt að taka af.Gæðavörur fyrir gyðjur Íþróttafatnaðurinn er saumaður hjá Lilly klæðskera á Íslandi. Bronslituð stígvél úr krókódílaleðri (efri partur) og snákaskinni (neðri partur) með ökklabandi sem hægt er að taka af. Bandið er skreytt með semelíusteinum. Gulllitaðir skór úr snáka- skinni. „Ég hef lært af góðu fólki en það sem ég kann ekki sjálf ræð ég fólk í,“ segir Sigrún Lilja og kveðst leggja áherslu á góð efni í alla sína framleiðsluvöru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leður og snáka- skinn. Taska úr leðri og snákaskinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.