Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 26
 4. MARS 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● verktakar Verkefnin hjá Umhverfisprýði eru fjölbreytt, allt frá hellu- lögnum, vegghleðslum og sólpallasmíði til almennrar jarðvegsvinnu. „Á vetrum jafnt sem sumrum smíðum við sólpalla og grind- verk,“ segir Kristinn Ólafsson hjá Umhverfisprýði, sem sér um allt sem snýr að umhverfinu í kring- um húsbyggingar fyrirtækja, stofnana og heimila. Kristinn segir að garðvinna sé langt frá því að vera bara sumarvinna. Starfs- menn fyrirtækisins séu fjölhæfir enda hafa þeir mikla reynslu á sviði garðvinnu. Hellulagnir, tré- verk, útiljós og allur frágangur er þeirra sérsvið. Fyrirtækið Umhverfisprýði á sér 25 ára sögu, en á heimasíðunni www.umhverfisprydi.is er hægt að nálgast myndir af verkum fyrirtækisins. Húsdýragarðurinn í Laugardal er eitt þeirra. „Við getum boðið viðskiptavinum okkar að sjá um „allan pakkann“. Allt frá því að skipta um jarðveg fyrir hellulagnir eða útvega sér- hæfða aðila, eins og pípulagn- ingamenn, garðhönnuði og arki- tekta. Við gerum fólki tilboð og það að sjálfsögðu án allra skuld- bindinga.“ Stanislas Bohic er sá garðhönn- uður sem þeir hjá Umhverfis- prýði hafa starfað mikið með um árin. Ef um er að ræða teikningar frá garðhönnuðum og arkitektum getur tilboðsgerðin tekið aðeins lengri tíma. Kristinn tekur fram að þeir í Garðdeildinni í Mest hafi einnig verið hugmyndaríkir hvað varðar allar nýjungar á markaðn- um. „Margar nýjungar hafa komið á markaðinn undanfarin ár, eins og ýmis lögun og gerð af hellum. Eitt af því eru forsteyptar eining- ar eins og forsteyptir sökklar, út- veggir, stoðveggir og kantsteinar. Skrautsteinar úr marmara geta verið skemmtileg viðbót í garðinn og henta þeir vel í blómabeð.“ „En að mörgu þarf að huga þegar leggja á hellur fyrir framan mann- virki. Huga þarf að niðurföllum og réttum halla í landinu. Undirlag eins og möl og sandur þarf að vera í réttum hlutfjöllum.“ Kristinn nefnir sérstaklega að mikilvægt sé að jarðvegurinn sé frostfrír áður en sjónbræðslukerfið er lagt. „Allur frágangur, eins og rétt útfærsla á lýsingu, getur skipt sköpum þegar á heildina er litið,“ bendir Kristinn á að lokum. - vg Garðvinna um vetur Kristinn Ólafsson hjá Umhverfisprýði segir garðvinnu stundaða allan ársins hring. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Burðarbitar frá Kerto-límtrjám eru notaðir í margar nýbygg- ingar í dag. Meðal annars í þak Grand Hótels. Burðarbitar eiga það til að taka allt of mikið pláss við húsbygg- ingar og gjarnan reynist þraut- in þyngri að koma þeim fyrir, sér- staklega þar sem erfitt er að koma fyrir krana. „Kerto-límtréð er svo mikið meðfærilegra en stálbit- ar eða aðrir sambærilegir burð- arbitar,“ segir Steingrímur Ólafs- son, markaðsstjóri hjá TM Mos- fell sem flytur inn og selur efnið. „Þegar burðarbitarnir eru þetta mikið léttari þá losna húsbyggj- endur líka við óþarfa burðarsúl- ur og klæðningu sem stálbitarnir þurfa á að halda.“ Samkvæmt heimasíðu TM Mos- fell er Kerto-límtréð byggingar- efni framtíðarinnar og kannski er það ekki orðum aukið því kostirn- ir eru margir. Samkvæmt Stein- grími er brunaþol efnisins mun hærra en á sambærilegum bitum, eins er umgengni og öll vinna með það auðveldari. „Við seljum öllum stærstu verktökunum og þetta er notað í flestar nýbyggingar í dag, þetta er til dæmis í húsi KB banka og er notað í öllu þakinu á hinu nýja Grand Hóteli í Reykjavík svo fátt eitt sé nefnt.“ Kerto er framleitt hjá Finnforest í Finnlandi og hefur þá eiginleika fram yfir annað límtré að trefjarn- ar í viðnum liggja allar eftir lengd bitans sem kallar fram hámarks- burðarþol efnisins. Með því að nota þriggja millimetra límingar- lög verður tréð kvistalaust sem er enn ein ástæða þess að efnið heldur þeim styrk sem lýst er. Að auki er hægt að nota efnið í milligólf. Kost- irnir við það er að Kerto er þunnt og tekur þannig minna pláss í uppsetn- ingu sem er mikill kostur við lagn- ingu milligólfa. Frá árinu 1995 hefur TM Mosfell haft efnið nánast stöðugt á lager. „Það er alltaf hægt að nálgast efnið hjá okkur því við höfum nóg af því í vöruskemmu okkar í Sandgerði, það er ekki nema í örfáum tilfell- um sem við sérpöntum ef um um- talsvert magn er að ræða.“ Stein- grímur telur að í nánast öllum til- fellum skili efnið sínu hlutverki eins vel og mögulegt er og að allir þeir sem reynslu hafa af notkun þess séu hæstánægðir. „Það er erf- itt að benda á eitthvað slæmt því að í flestum tilfellum kemur Kerto betur út í samanburði við alla sam- bærilega vöru.“ Lengdin getur verið allt að 23 metrar sem gerir það að verkum að hægt er að byggja yfir lengra svæði og auk þess getur miðjufjarlægðin verið meiri, bæði í burðar- og þak- grindum. Efnið er sagt hafa tuttugu prósenta meira brotþol og sextán prósenta meira eldþol en hefðbund- ið límtré samkvæmt heimasíðu TM Mosfell. Svo er einnig athugandi fyrir húseigendur að það lítur tals- vert betur út en hinir fyrirferðar- miklu stálbitar. - kik Finnsk gæðavara í burðinn Kerto-límtré var meðal annars notað við byggingu á þaki Grand Hótels í Reykjavík. Trefjarnar í viðnum liggja allar eftir lengd bitans sem kallar fram hámarks- burð efnisins. Steingrímur Ólafsson, markaðsstjóri TM Mosfell, og Pavel Landry fara yfir lagerstöð- una. MYND/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.