Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2008 13 SÓMALÍA, AP Níu fréttamenn í Sómalíu hafa verið drepnir frá því í febrúar 2007. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International um ástandið þar í landi. Í skýrslunni er greint frá því að fréttamenn séu skipulega drepnir, þeim rænt eða fyrirskipað af öllum stjórnmálaöflum í Sómalíu að stöðva fréttaflutning út úr landinu. Yfir fimmtíu fréttamenn hafa flúið landið á undanförnum árum. Stjórn Sómalíu hefur verið í upplausn allt frá því einræðisherr- anum Mohamed Siad Barre var steypt af stóli árið 1991. - rat Mannréttindi í Sómalíu: Skipuleg dráp á blaðamönnum SKIPULAGSMÁL Til stendur að loka vinstri- beygju af Bústaðavegi til norðurs inn á Reykjanesbraut. Við þetta eru íbúar í Bústaða- hverfi afar ósáttir og segja að bílaumferð um hverfið muni aukast til muna. Á íbúafundi var samþykkt ályktun íbúanna sem telja að samhliða lokun beygjunnar verði að leggja í verulegar mótvægisaðgerðir við Réttarholtsveg. Setja íbúarnir það skilyrði að lokið verði við mótvægisaðgerðirnar áður en til frekari framkvæmda kemur enda sé erfitt að sjá að Réttarholtsvegurinn þoli aukið álag bílaumferðar eins og staðan er í dag. Við Réttarholtsveg eru leikskólar, tveir grunnskólar og félagsstarf eldri borgara. Anna Kristinsdóttir, formaður íbúasamtaka Bústaðahverfis, segir hugmyndir um undir- göng fyrir gangandi vegfarendur á móts við skólana ekki nægar aðgerðir. Frekari aðgerðir gætu falið í sér að grafa Réttarholtsveginn allan í stokk á 30 kílómetra svæði. „Ef það er mögulegt, og það myndi gefa okkur möguleika á að gera meira fyrir svæðið,“ segir Anna. Hún segir rúmlega 2.000 bíla aka Bústaða- veginn og umrædda beygju daglega. Ætla megi að um 600 bílanna færu Réttarholtsveg- inn og fram hjá skólanum. „Við erum auðvitað dauðhrædd um að undirgöngin verði til að búa til falskt öryggi,“ segir Anna. - ovd Undirgöng við skólana ekki nægar aðgerðir að mati íbúasamtaka Bústaðahverfis: Íbúarnir óttast aukna bílaumferð VIÐ RÉTTARHOLTSSKÓLA Áætlað er að setja undirgöng við skólann en íbúar telja slíkt ekki nægjanlegt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KÚBA Utanríkisráðherra Kúbu, Felipe Pérez Roque, hefur undirritað tvo lykilsáttmála Sameinuðu þjóðanna um ýmis borgaraleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi síðan Fídel Kastró lét af völdum Elizardo Sanchez, formaður mannréttindasamtaka á Kúbu, fagnar þessu, enda hafi undir- ritun þessara samninga lengi verið krafa Kúbverja. Hann er þó efins um efndirnar. „Ég vona að þeir haldi í heiðri bæði bókstaf sáttmálanna og anda þeirra en ég er ekki viss um að svo verði,“ segir hann. Ríkið eigi jú eftir að fullgilda þá. - kóþ Kúbversk yfirvöld eftir Kastró: Sáttmálar um meiri réttindi SKAGAFJÖRÐUR Samtök um náttúru- vernd á Norðurlandi (SUNN) styðja þingsályktunartillögu um friðlýsingu Austari- og Vestari- Jökulsár í Skagafirði. Kom þetta fram í ályktun á stjórnarfundi samtakanna sem haldinn var 27. febrúar síðast- liðinn. Þar segir enn frekar að jökulárnar í Skagafirði hafi markað sér sérstöðu sem eitt besta svæði Evrópu til fljóta- siglinga og umtalsverð atvinnu- starfsemi nýti afl og umhverfi jökulánna með sjálfbærum hætti. Telur stjórn SUNN „eðlilegt að friða svæðið og stjórna því á þann hátt að landslag, náttúrufar og menningarminjar séu varðveitt, ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundinna landbúnaðar- nytja.“ - ovd Friðun jökulánna í Skagafirði: Styðja friðun jökulánna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.