Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 2
2 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR Laxasneiðar 47% afsláttur 598 kr.kg. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á þriðjudegi UTANRÍKISMÁL „Ég hef þungar áhyggjur af framvindu mála og harma það mikla mannfall óbreyttra borgara sem orðið hefur á Gaza- svæðinu undanfarna daga,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Ingibjörg sendi Tzipi Livni, utanríkisráð- herra Ísraels, bréf á föstudag og lýsti þar yfir áhyggjum vegna ummæla aðstoðarvarnar- málaráðherra landsins, sem hótaði Palestínu- mönnum „meiri helför“ í útvarpsviðtali í síðustu viku. Aðstoðarráðherrann hefur síðan leitast við að draga úr ummælunum og bent á að orðið sem hann notaði þýði einnig „hörmungar“. „Ég tek undir það sem aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, sagði um að aðgerðir Ísraela hefðu meðalhófs- regluna að engu. Málið verður ekki leyst með hernaðaraðgerðum,“ segir Ingibjörg. Ráðherra er ekki á landinu og hefur því ekki tekið afstöðu til áskorunar samtakanna Íslands-Palestínu, sem barst ráðuneytinu í gær, um að slíta stjórnmálasambandi við Ísraelsmenn. Ögmundur Jónasson VG spurði forsætisráð- herra út í málið á Alþingi í gær og gat þess jafnframt að sér þætti koma til álita að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið. Ögmundur sagði óumdeilt að Genfarsátt- málinn, sem kveður á um vörn almennings í stríði, hafi verið margbrotinn og það eitt ætti að vera íslenskum stjórnvöldum ástæða til að bregðast við. Ísland bæri enda siðferðilegar skyldur. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði ástandið hörmulegt og framferði Ísraels- manna óafsakanlegt en slit á stjórnmálasam- bandi hafi ekki verið rædd. Geir sagði Ísrael gamalt vinaríki „sem því miður hefur leiðst út í þær ógöngur sem við fordæmum“. Geir gerði Ögmundi og þingheimi þó ljóst að fráleitt væri að spyrja hvernig Íslendingar ætluðu að koma í veg fyrir ástandið. - kóþ / bþs Utanríkisráðherra hefur sent utanríkisráðherra Ísraels bréf vegna helfararhótunar: Hefur þungar áhyggjur af Palestínu TZIPI LIVNI INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR DÓMSMÁL Tuttugu hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í fjársvika- máli hjá Tryggingastofnun sem uppgötvaðist í júní 2006 og var í kjölfarið kært til Ríkislögreglu- stjóra. Kona á fimmtugsaldri er ákærð fyrir alvarlegustu brotin en hún starfaði sem þjónustufulltrúi hjá Tryggingastofnunun um árabil. Hún er ákærð fyrir brot í opinberu starfi og fjársvik. Hin nítján, níu konur og tíu karlmenn, eru ákærð fyrir að hylma yfir fjársvikin og til vara fyrir peningaþvætti. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu 1. nóvember í fyrra dró konan sér fé með því að taka það úr bótasjóðum stofnunarinnar og bók- færa það inn á nöfn ýmissa ein- staklinga í formi endurgreidds útlagðs kostnaðar. Fjármunirnir fóru aldrei inn á reikninga þeirra sem nafngreindir voru í bókhaldinu heldur inn á reikninga vitorðs- manna hennar, þeirra sem ákærðir eru í málinu. Með þessu blekkti konan gjald- kera stofnunarinnar til að greiða fólki að tilefnislausu tæplega 76 milljónir króna með samtals tæp- lega 800 tilhæfulausum reikning- um. Brotin sem ákært er vegna voru framin frá 2. janúar 2002 fram að því að þau komust upp, 9. júní 2006. Fjórir, meðal annars sonur kon- unnar, eru ákærðir fyrir að taka þátt í fjársvikunum og fá hina fimmtán til þess að samþykkja að peningar yrðu lagðir inn á reikn- inga þeirra. Sumir þeirra fengu greidda þóknun fyrir að leyfa kon- unni að nota bankareikningana. Málið komst upp við hefðbundið innanhússeftirlit hjá Trygginga- stofnun. Fljótlega kom í ljós að málið var mjög umfangsmikið og var það kært til Ríkislögreglu- stjóra í kjölfarið. Björn Þorvaldsson, fulltrúi hjá saksóknara efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um í hvað peningarnir fóru sem sviknir höfðu verið út þar sem ekki hefur náðst að birta öllum ákæru vegna málsins. Ákæran verður þingfest 14. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur. magnush@frettabladid.is Tuttugu manns sæta ákæru í fjársvikamáli Kona á fimmtugsaldri er ákærð fyrir að svíkja út tæplega 76 milljónir króna hjá Tryggingastofnun ríkisins. Nítján eru ákærðir fyrir að hylma yfir svikin, taka þátt í þeim og þvætta peninga. Málið var nítján mánuði í rannsókn. VENESÚELA, AP Ráðamenn bæði í Venesúela og Ekvador sendu í gær fjölmennt herlið að landamær- unum að Kólumbíu og mögnuðu þar með spennuna í kjölfar þess að kólumbískir stjórnarhermenn vógu einn af forsprökkum kólumbískrar uppreisnar- hreyfingar innan landamæra Ekvador. Hugo Chavez Venesúelaforseti hét því á sunnudag að her Venesúela myndi bregðast hart við ef Kólumbíumenn reyndu hliðstæða aðgerð við landamærin að Venesúela. Hann sendi þúsundir hermanna og skriðdreka að landamærunum, sagði flughernum að vera í viðbragðsstöðu og boðaði lokun sendiráðsins í Bogota. Rafael Correa, forseti Ekvador, fyrirskipaði sömuleiðis herliði að landamærunum og kallaði sendiherra Ekvador heim frá Kólumbíu auk þess að vísa kólumbíska sendiherranum úr landi. „Við viljum ekki stríð, en við munum ekki líða bandaríska heimsveldinu, sem er herra Kólumbíu, ... að sundra okkur,“ sagði Chavez í vikulegu sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar á sunnudag. Fídel Kastró, vinur Chavez á Kúbu, bætti um betur í gær og lýsti yfir þessu: „Við heyrum skýrt stríðslúðra hljóma í suðri álfu vorrar, sem afleið- ingu þjóðarmorðsáforma Kanaheimsveldisins.“ - aa VOPNAGLAMUR Ekvadorskir hermenn skunda um borð í herþyrlu í Lago Agrio í NA-Ekvador í gær til að fljúga að landa- mærum Kólumbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Spenna eykst á milli grannríkja í norðanverðri Suður-Ameríku: Herliði fylkt að landamærum TRYGGGINGASTOFNUN Viðlíka mál hefur aldrei komið upp áður hjá Trygginga- stofnun. Tryggingasvik hafa verið þekkt og komið öðru hvoru en ekki þannig að starfsfólk stofnunarinnar eigi hlut að máli, að sögn Gunnars Þ. Andersen, forstöðumanns eftirlits hjá Tryggingastofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VERKLAGI BREYTT EFTIR ATVIKIÐ „Eftir að málið kom upp voru allar verklagsreglur innan stofnunarinnar endurskoðaðar,“ segir Gunnar Þ. Andersen, forstöðumaður eftirlits hjá Tryggingastofnun. Starfshópur fór yfir hvað mætti betur fara og skilaði skýrslu um málið til stjórnenda. Annar starfs- hópur var síðan skipaður til þess að koma þeim tillögum í framkvæmd sem lagðar voru til. „Þessi vinna hefur gengið vel en vitaskuld má alltaf gera betur í þessu eins og öðru. Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir að svona svik séu möguleg. En skjót viðbrögð stofn- unarinnar í kjölfar þessa máls hafa fært hlutina til betra horfs.“ Nýtt kerfi hefur verið tekið í notkun hjá Tryggingastofnun sem eflt hefur öryggi verklags starfs- manna og bætt vinnuskilyrði, að sögn Gunnars. NOREGUR Verði sumarið í ár álíka hlýtt á norðurheimskautssvæðinu og það var í fyrra er útlit fyrir að hægt verði að sigla skemmtiferða- skipi í fyrsta sinn alla leið á Norðurpólinn. Þetta hefur norska blaðið Aftenposten eftir Olav Orheim, fyrrverandi yfirmanni norsku heimskautarannsókna- stofnunarinnar í Tromsö. „Það er ekki svo að Norður- Íshaf verði alveg íslaust. En verði sumarið í ár álíka hlýtt og í fyrra verður það trúlega íslaust alveg frá Síberíu norður að pólnum,“ segir Orheim. Að hans mati eru það samanlögð áhrif loftslags- hlýnunar af mannavöldum og hlýrra sumra sem valda hinni hröðu ísbráðnun. - aa Bráðnun norðurskautsíssins: Hægt að sigla á pólinn í sumar ÍSINN HOPAR Norskur heimskautafræð- ingur spáir siglingum á norðurpólinn. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUR „Nú erum við færir í flestan snjó,“ sagði Elliði Vignis- son, bæjarstjóri Vestmannaeyja- bæjar, kíminn þegar snjóblásari og hjólaskófla komu til Eyja í gær. Þótt hlutverk þeirra verði að halda flugvellinum í góðu ástandi þó snjó kyngi niður segir bæjar- stjórinn að einnig muni hann verða notaður til að ryðja vegi og önnur svæði en eins og menn vita lágu samgöngur niðri í Heimaey í gær sökum snjóþyngsla. - jse Snjóruðningstæki til Eyja: Eyjamenn færir í flestan snjó VIÐSKIPTI Fyrirtækið Icelandic Global Water áformar að reisa vatnstanka í Helguvík á Reykja- nesi og flytja vatn út með tankskipum. Sótt hefur verið um lóð í Helguvík, en atvinnu- og hafnar- ráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið áður en erindi Icelandic Global Water verði svarað. Guðjón G. Engilbertsson, einn forsvars- manna fyrirtækisins, segir þetta engin áhrif hafa á fyrirhugaðan vatnsútflutning frá Vestmanna- eyjum. Hann vildi að öðru leyti lítið segja um fyrirætlanir með lóðina í Helguvík. - bj Vilja vatnstanka í Helguvík: Áforma útflutn- ing í skipum Jón Viðar, er leikhúsið að fara í hundana? „Nei, en ef hún tekur köttinn sinn með líka þá gæti leikhúsið farið í hund og kött.“ Ragnheiður Elín Clausen, fyrrverandi sjónvarpsþula, fer með hlutverk í leik- ritinu L`effet de serge sem sýnt verður á leiklistarhátíðinni Lókal í mars. Hund- urinn hennar fer með henni á sviðið, en hann leikur stórt hlutverk í sýningunni. Jón Viðar Jónsson er leikhúsgagnrýnandi. VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í Decode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 14,6 prósent á bandaríska hlutabréfa- markaðnum Nasdaq í gær og endaði í 2,51. Gengið hefur ekki verið lægra í tæp fimm ár, eða frá því 20. maí 2003 þegar það var 2,30 dalir á hlut. Lækkunin í gær er rakin til uppsagna sextíu starfsmanna fyrir helgi og yfirlýsinga Kára Stefánssonar forstjóra um erfiðleika í fjármögnun vegna aðstæðna á mörkuðum. Kári segir þó Decode hafa tryggt rekstrarfé til tveggja ára og að áfram verði unnið að markmið- um félagsins. - gar Uppsagnir og lánsfjárkreppa: Gengi Decode ekki lægra frá því árið 2003 KÁRI STEFÁNSSON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.