Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. RITGERÐ UM FRUMBYRJUR Aðlögun að móðurhlutverkinu var umfjöll- unarefni Guðrúnar Aspar Theodórsdóttur og Tinnu Hall- dórsdóttur í BS-verkefni þeirra í hjúkr- unarfræði. HEILSA 2 Að hjóla einn um hálendi Íslands í öllum veðr- um er ekki allra en Magnús Bergsson rafvirki segir það einstaka upplifun. Magnús stofnaði Fjallahjólaklúbbinn árið 1989 en hann hafði þá átt fjallahjól í þrjú ár. Hann hefur hjólað bæði í útlöndum og um Ísland og kann best við sig einn á hjóli uppi á hálendinu. „Það eru eflaust til nokkrar gerðir af hjólreiða- mönnum, annars vegar einfarar og hins vegar þeir sem vilja vera í hóp, ætli ég teljist ekki til þeirra sem vilja fara einförum,“ segir Magnús. „En það er nú vegna þess að það að vera einn úti í náttúrunni með allt það sem heldur manni gangandi er einhvern veg- inn svo hrífandi. Maður getur sokkið í eitthvert algleymi þegar maður er svona einn með sjálfum sér á hjólinu.“ Magnús hefur hjólað hvern spotta og slóða sem finnst á Íslandskortinu á fjallahjóli og átti sér uppá- haldsstað norðan Vatnajökuls áður en Kárahnjúka- virkjun kom þar. Hann ferðast með allan sinn farangur á hjólinu og segir gott að fara að byggja upp þol og þrek fyrir lengri ferðir með mánaðar fyrir- vara. „Farangurinn er ekkert mál, maður útbýr bara hjólið og ég hef hann ekki meiri en svo að ég geti borið hjólið með farangrinum í einni ferð yfir ár sem ég þarf að vaða. Ef maður getur ekki haldið á hjólinu er farangurinn orðinn of mikill. Svo er ágætt að spretta svolítið úr spori svona mánuði áður en maður fer í langferð og þá nær maður þolinu upp. En svona ferðir geta verið svolítið lýjandi.“ Magnús segir að bestu ferðirnar fari hann einn og ekki skemmi fyrir ef veðrið versni því þá upplifi hann eitthvað spennandi. „Það er það sem fær mig til að hjóla úti í náttúrunni og það að vera ekki upptekinn af neinu öðru en stað og stund. Þá skiptir veðrið engu máli. Því verra sem það er, því meira hrífandi er það einhvern veginn,“ segir Magnús og rifjar upp ógleym- anlega ferð yfir Arnarvatnsheiði. „Einu sinni gerði svo vitlaust veður uppi á Arnarvatnsheiði að sandur- inn varð hvítur af endurkastinu frá regndropunum. Rokið bylgjaði þetta til svo langt sem augað eygði og ég stóð varla í rokinu. Þetta var skyndilegt áhlaup sem gerði en ég komst í gangnamannaskála sem bjargaði mér. Það var gaman að upplifa það að hafa tekist á við þetta veður. Þótt maður hafi verið blautur og hrakinn gleymi ég þessu líklega aldrei.“ Magnús ætlar að halda áfram að hjóla upp um fjöll og firnindi svo lengi sem hann getur. „Ég er ekkert hættur, það eru til svo margar gerðir af hjólum að jafnvel þó maður missi fætur eða hendur getur maður alltaf haldið áfram að hjóla.“ heida@frettabladid.is Magnús Bergsson hjólar um fjöll og firnindi í öllum veðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Best að vera einn að hjólaLaukst flú burtfararprófi í ljósmyndun frá I›nskólanum í Reykjavík 2006 e›a fyrr? Áttu eftir a› ljúka vinnusta›anáminu? Hefur flú áhuga á a› ljúka sveinsprófi í ljósmyndun? Bættu um betur – vinnusta›anám ljósmyndunar er tilrauna- verkefni sem mi›ar a› flví a› meta færni sem vi›komandi hefur og jafnast á vi› vinnusta›anámi›, óhá› flví hvernig færninnar hefur veri› afla›. Markmi›i› er a› flátttakendur í verkefninu ljúki sveinsprófi. Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA-fræ›slu- setur í síma 590-6400 og fá frekari uppl‡singar um verkefni›. Nánari uppl‡singar er a› finna á www.idan.is. Einnig er hægt a› senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is. Hófst flú nám í ljósmyndun en átt eftir vinnusta›anámi›? Ei n n t v ei r o g þ r ír 4 26 .0 0 7 HANNAR FÖT OG FYLGIHLUTI Sigrún Lilja Guðjónsdóttir rekur netverslunina gydjan.is þar sem hún selur sína eigin hönnun en hún hefur saumað á sig föt sjálf síðan hún var þrettán ára gömul. TÍSKA 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.