Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 10
10 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR
KONUR Í KABÚL Tvær búrkuklæddar
konur speglast ásamt ungum pilti í
menguðu vatni í Kabúl, höfuðborg
Afganistans. Óvenjumikið er í vatninu
vegna þess hve rignt hefur mikið
undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP
Griffin Road Trip 6.990 kr.
Þráðlaus mús 6.990 kr.
Þráðlaust lyklaborð 7.990 kr.
USB sjónvarpsmóttakari
12.990 kr.
Griffin iTrip 4.990 kr.
Apple iPod USB 3.490 kr.
Fí
to
n
/
S
ÍA
Apple IMC
Apple IMC | Humac ehf.
Sími 534 3400
www.apple.is
Laugavegi 182
105 Reykjavík
Kringlunni
103 Reykjavík
Fermingartilboðið gildir til 31. mars 2008
Tomma fyrir hvert ár!
MacBook hvít
2,0 GHz
Intel Core 2 Duo
80 GB HD / 1 GB vinnsluminni
13,3” hágljáa skjár
1280 x 800 díla upplausn
Combo Drive geisladrif
iSight myndavél
Fjarstýring
Íslenskt hnappaborð
2 ára neytendaábyrgð
13” MacBook á fermingartilboði
Þunn, þægileg og örugg. MacBook er ein af
þeim öflugustu. Með 2,0 GHz Intel Core 2 Duo
örgjörva og 1 GB vinnsluminni vinnur hún jafn
ljúflega með Mac OS X og Windows.
Með skínandi björtum 13,3” hágljáa breið-
tjaldsskjá er hún fullkomin fyrir þá sem vilja
almennilegan kraft í fallegri, einnar tommu
þykkri fullorðinni tölvu.
Áður 119.990 kr.99.990 kr.
TILBOÐ
99.990 kr.
VINNUMARKAÐUR Öldubrjótur,
íslensku-, samfélags- og verk-
menntaskóli Hrafnistu, hefur
hafið göngu sína. Í skólanum eru
sautján konur á aldrinum 22 til 52
ára frá átta þjóðlöndum. Hundrað
umsóknir bárust og voru 25 konur
teknar í viðtöl. Konurnar sautján
voru valdar úr þeim hópi.
Hrönn Ljótsdóttir verkefna-
stjóri segir að upphaflega hafi
meiningin verið að taka fimmtán
umsækjendur í skólann en ákveð-
ið hafi verið að fjölga þeim í
sautján vegna þess hve hæfir
umsækjendurnir hafi verið.
Margar kvennanna eru með
háskólamenntun frá sínu heima-
landi. Hrönn segir að ein sé til
dæmis með meistarapróf í ensku,
tveir hjúkrunarfræðingar séu í
hópnum, tölvunarfræðingur og
ferðamálafræðingur. Konurnar
séu mislangt á veg komnar með
íslenskuna, sumar rétt að byrja og
aðrar hafi lokið námskeiðum hjá
Mími, en þær hafi ekki getað
starfað við sitt fag hér vegna
þess.
„Við erum búnar með tvær vikur
núna og þetta gengur ótrúlega vel.
Konurnar eru allar mjög áhuga-
samar,“ segir Hrönn. „Það er ótrú-
legur munur á þeim nú eða fyrir
tveimur vikum. Það er greinilegt
að þær eru komnar til að læra.“
Öldubrjótur stendur í átta vikur
og læra konurnar íslensku og
íslenska menningu á þeim tíma
auk þess sem þær hljóta starfs-
þjálfun til starfa á Hrafnistu. Þær
hafa skuldbundið sig til að taka
þar til starfa þegar náminu lýkur.
- ghs
Sautján konur af erlendum uppruna taka þátt í starfsmenntanámi Hrafnistu:
Stór munur á tveimur vikum
HUNDRAÐ UMSÓKNIR Hrönn Ljótsdóttir, verkefnastjóri Öldubrjóts, segir að hundrað
umsóknir hafi borist um starfsþjálfun hjá Hrafnistu. Með henni er Lovísa A. Jónsdóttir
sem einnig stendur að verkefninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
RÍKISFJÁRMÁL „Það liggur fyrir að við erum ekkert sátt
við þá aðferð sem viðhöfð var við söluna á Baldri,“
segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Stofnunin telji hins vegar nóg að gert, eftir að hafa
vakið athygli á málinu í endurskoðun ríkisreiknings.
Einnig hafi Fréttablaðið fjallað vel um málið, sem
teljist nú upplýst.
„Við höfum kannski ekki farið eins nákvæmlega í
þessa sölu og hægt er. En við erum engir dómstólar,“
segir hann.
Ferjan Baldur var seld fyrirtækinu Sæferðum árið
2006 fyrir 37,8 milljónir, en norskir skipamiðlarar
mátu það á þrjátíu til áttatíu milljónir, einn fyrir
fjármálaráðuneytið og annar fyrir Sæferðir.
Fyrir milligöngu norrænna skipamiðlara seldi
fyrirtækið svo ferjuna til Finnlands, tveimur vikum
síðar, fyrir rúmar 100 milljónir. Sex milljónir fóru í
sölulaun skipamiðlarans.
Ferjan var ekki seld hæstbjóðanda heldur seld
framhjá Ríkiskaupum og var notast við undanþágu-
heimild í lögum er vísar til „sérstakra aðstæðna“.
Sæferðir þurftu ekkert að greiða út í skipinu,
heldur er það niðurgreitt með ríkisstyrkjum fyrir-
tækisins. - kóþ
Ríkisendurskoðandi aðhefst ekki frekar vegna óvenjulegrar sölu ríkiseignar:
Er ósáttur við söluna á Baldri
JAFNRÉTTISMÁL Stjórn Kvenna-
hreyfingar Samfylkingarinnar
hefur sent frá sér ályktun um
nýju jafnréttislögin. Í henni
fagnar stjórnin því að nýtt
jafnréttisfrumvarp sé orðið að
lögum og gleðst yfir því „veiga-
mikla skrefi sem nú hefur verið
stigið í þágu jafnréttis,“ eins og
segir í ályktuninni.
„Sérstaklega ber að fagna
nýjum ákvæðum í lögunum um
rétt einstaklinga til að segja
þriðja aðila frá launum sínum,
auknu umboði og eftirlits-
heimildum Jafnréttisstofu og því
að úrskurður kærunefndar
jafnréttismála er nú bindandi
fyrir málsaðila,“ segir þar.
„Þá er ánægjulegt að þing-
heimur allur skuli hafa stutt
frumvarpið, sem er sögulegur
áfangi í jafnréttisbaráttu
kynjanna.“ - ghs
Kvennahreyfing Samfylkingar:
Fagnar nýjum
jafnréttislögum
PÁSKAR Í ár verður ekki boðið upp
á púkapáskaegg frá Nóa-Síríusi,
heldur snúa strumparnir aftur.
Arnar Ottesen, fjármálastjóri
fyrirtækisins, segir að þetta
tengist ekki þrýstingi frá
kristnum mönnum, sem hafa haft
horn í síðu púkanna.
Ástæðan sé einfaldlega sú að
Nói hafi aftur náð samningum um
að setja strumpa ofan á eggin og
vilji einbeita sér að þeim.
Fyrirtækinu hafa meðal annars
borist kvörtunarbréf um að með
því að skreyta páskaegg púkum
væri verið væri að tengja hina
kristnu hátíð illum og yfirnátt-
úrulegum öflum. - kóþ
Strumparnir komnir aftur:
Púkarnir hverfa
af páskaeggjum
UM BORÐ Í BALDRI
Samgöngur á legi
hafa verið ómissandi
fyrir allan almenn-
ing á Breiðafirði.
Nú er áformað að
vegakerfið verði
bætt þannig að
einkabíllinn geti
hlaup ið í skarðið að
mestu.