Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 12
12 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR EVRÓPUMÁL Sem aðili að tollabanda- lagi Evrópusambandsins getur ríki náð stærri hagsmunamálum fram í samningum um verslun og viðskipti við lönd utan sambandsins en það gæti náð upp á eigin spýtur utan sambandsins. Þetta er álit Percys Westerlunds, sendiherra fram- kvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, en fyrr á ferli sínum sem embættismaður fram- kvæmdastjórnarinnar í Brussel annaðist hann slíka samninga fyrir hönd ESB. „Það er vissulega rétt að þar sem ESB er tollabandalag geta einstök aðildarríki ekki sjálf gert fríversl- unarsamninga. Annað mál er hins vegar hvort það er ókostur eða ekki,“ segir Westerlund. Tilefni þess að hann kýs nú að tjá sig um þetta eru nýleg ummæli Geirs H. Haarde forsætisráðherra í Frétta- blaðinu um þá kosti sem fylgdu því að hans mati fyrir Ísland að vera frjálst um að gera samninga á borð við fríverslunarsamninginn sem nú er í undirbúningi milli Íslands og Kína. Westerlund bendir á, að það sé almennt viðurkennt af hagfræðing- um að aðild að myntbandalagi auki viðskipti. Vísar hann í þessu sam- bandi til rannsóknar sem Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur Seðla- banka Íslands, og breski hag- fræðingurinn Francis Breedon birtu í desember 2004. Í henni er komist að þeirri niðurstöðu að líkur séu á að viðskipti Íslands við önnur ríki á evrusvæðinu gætu aukist um 60 prósent við að Ísland gengi í mynt- bandalagið. Westerlund telur þetta vera eina af mörgum ástæðum til að ætla að Ísland geti aukið utanríkis- viðskipti sín til muna með inngöngu í ESB, í samanburði við það sem það getur nýtt samningafrelsið utan sambandsins til. Um þá samninga sem Ísland er nú að vinna að við Kína segir West- erlund, að það kæmi sér á óvart ef annað og meira kæmi út úr þeim en hefðbundinn fríverslunar samn- ingur, sem tekur til fárra annarra viðskiptahindrana en tolla. Sér sýn- ist að tollar á íslenskan fisk í Kína séu á bilinu 5 til 12 prósent. „Það væri örugglega til bóta að fá þessa tolla lækkaða, en fyrir flest þróuð hagkerfi eru stærstu vanda- málin ekki tollar, heldur aðrar viðskiptahindranir. Hindranir á fjárfestingum, ýmislegt sem tor- veldar fjármálaviðskipti, vandamál með hugverkarétt, alls konar vanda- mál sem ekki er hægt að fá lausn á í hefðbundnum fríverslunar samn- ingi,“ segir Westerlund. Af þessum ástæðum leggi Evrópusambandið nú mesta áherslu á gerð víðtækra samninga um lausnir á þessum flóknari vandamálum, sem til lengri tíma litið varði stærri hagsmuni fyrir öll aðildarríkin, stór sem smá, í stað þess að leggja út í tímafrekar samningaviðræður um einstaka tollalækkanir. audunn@frettabladid.is Stærri hags- munir tryggð- ir með aðild Að mati sendiherra framkvæmdastjórnar ESB getur ríki fengið mikilvægari hagsmunum sínum fram- gengt gagnvart ríkjum á borð við Kína með því að vera aðili að ESB en með því frelsi sem það hefur utan þess til að gera viðskiptasamninga við slík ríki. TOLLABANDALAG Þar sem Evrópusambandið er tollabandalag sér framkvæmdastjórn þess um utanríkisviðskiptasamninga fyrir hönd aðildarríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SERBÍA, AP Klofningur í Serbíustjórn varðandi afstöðuna til framtíðar- tengsla við Evrópusam- bandið stefnir í að geta valdið öðru pólitísku upp- gjöri í Belgrad, hálfum mánuði eftir að sjálfstæði Kosovo var lýst yfir. Að mati stjórnmála- skýrenda mun fyrr en síðar verða úr því skorið hvor verði ofan á, stefna þjóðernissinnans Vojislavs Kostunicas forsætis- ráðherra eða Boris Tadic forseta, sem vill að Serbar stefni áfram inn í vestrænar sam- starfsstofnanir á borð við ESB þrátt fyrir ágreininginn um Kos- ovo. Verði stefna Kost- unicas ofan á þýðir það að Serbar skeri á tengsl við Vesturlönd og halli sér þeim mun nánar að Rússum. - aa Stjórnmálaskýrendur í Serbíu: Klofningur ógnar ríkisstjórninni VOJISLAV KOSTUNICA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.