Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2008 Stundum þarf maður hjálp til að halda áfram Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tm.is og fáðu skýr svör. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 41 09 8 02 /0 8 Áfallahjálp TM Áfallahjálp hjá TM Þeir sem eru vel tryggðir fá efnisleg verðmæti sín bætt, en eftir stendur oft tilfinningatjón sem ekki verður metið til fjár. Það er vel þekkt staðreynd að áföll eða slys geta haft í för með sér áfallastreitu og leitt til langvarandi áfallaröskunar ef ekki er gripið í taumana. TM gengur nú skrefinu lengra í þjónustu sinni og er eina tryggingafélagið á Íslandi sem býður tjónþolendum upp á áfallahjálp í sínum tryggingaskilmálum. Áfallahjálpin er veitt af sálfræðingi og er innifalin í Heimatryggingu TM. Þannig vinnum við saman úr áfallinu og stuðlum að því að það hafi ekki neikvæðar afleiðingar til lengri tíma fyrir viðskiptavini okkar. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra hefur orðið við tilmælum Hafrann- sóknastofnunar um að auka afla- mark á loðnu um 50 þúsund tonn. Heildaraflamarkið er því um 207 þúsund tonn og þar af koma 152 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa. Vertíðinni bjargað „Þetta er náttúrulega langt frá því að vera góð vertíð en nú er búið að bjarga þessu fyrir horn,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum. Hann segir að velta fyrirtækisins á loðnuvertíðinni í fyrra hafi verið um 1.300 milljónir en þá var afla- markið helmingi meira. Veltan nú verði þó rúmlega helmingurinn af því sem hún var í fyrra þar sem nýtingin sé betri í ár. Þór Vilhjálmsson, starfsmanna- stjóri Vinnslustöðvarinnar, hafði sagt þegar loðnuveiðibannið var sett á að ef því yrði ekki aflétt yrðu starfsmenn af um 700 þús- und krónum á þeim sex vikum sem loðnuvertíð varir venjulega. „Vissulega hefur þetta haft ein- hver áhrif á starfsfólk þó þetta hafi ekki farið á versta veg, þetta er verst fyrir lausafólk,“ segir Sigurgeir Brynjar. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri Nytjastofnasviðs, segir að um 56 þúsund tonn hefðu mælst austan við Ingólfshöfða þar af rúm 50 þúsund tonn af kynþroska loðnu og á þeim forsendum hefði ráðgjöf stofnunarinnar byggst. Draumur Línu í Túni Þó útlitið væri svart á tíma segir Sigurgeir Brynjar að ein manneskja hefði alltaf vitað að úr myndi rætast. „Það er hún Lína í Túni sem sér um kaffið hjá okkur,“ segir hann. „Mig dreymdi í janúar að varla væri nokkuð til að bjóða fólkinu upp á með kaffinu og voru allir ósköp leiðir út af því,“ segir Sigurlína Árnadóttir eða Lína í Túni. „Það var ekki hægt að bjóða upp á þetta en svo koma nokkrir jakkaklæddir menn af skrif- stofunni með þrjá eða fjóra bakka með nýbökuðum vöfflum og gátu þá allir fengið sér í svanginn þó ekki yrðu þeir pakksaddir. Ég réð þetta þannig að fyrst yrði ekkert veitt en síðan kæmu þrjár til fjórar göngur og vertíðin myndi bjargast fyrir horn þó ekki fengju menn jafn mikið og þeir vildu,“ segir hún og hlær við. Sagði hún sjávarútvegsráð- herra draum sinn þegar hann fundaði í Eyjum en gat þó ekki séð að honum létti. Hún stakk þeirri hugmynd að yfirmönnum sínum að hún yrði látin sofa í svítu svo hana dreymdi fyrir góðum tímum. jse@frettabladid.is Loðnukvótinn aukinn í gær Sjávarútvegsráðherra jók aflamark á loðnu um 50 þúsund tonn í gær. Vertíðin bjargast fyrir horn, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Lína í Túni reyndist draumspök um loðnuvertíðina. SJÓMENN KÆTAST Aflamarkið hefur verið aukið svo ræst hefur úr vertíðinni sem blásin var af um tíma. SIGURLÍNA ÁRNADÓTTIR Sagði sjávar- útvegsráðherra frá draumi sínum um loðnuvertíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.