Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 40
20 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ RÍMNASKÁLD FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1798 „Hamingjan býr í hjarta manns, höpp eru ytri gæði.“ Sigurður kynntist skáld- skap í Danmörku þar sem hann var við nám. Hann orti geysimikið um ævina, einkum rímur. Þennan dag árið 1980 vann Robert Mugabe stór- sigur í þingkosningum í Zimbabwe. Mugabe er umdeildur maður. Hann lét fyrst að sér kveða í Lýðræðis- flokknum árið 1960. Síðar færði hann sig yfir í flokk sem kallaðist Zimbabwe Afríku- ráðið (Zanu), sem stofnaður var árið 1963, og stundaði skæruliða- hernað gegn hvíta minnihlutanum sem réði ríkjum í Rhodesíu (eins og Zimbabwe var kallað áður). Mugabe var handtekinn árið 1964 og dæmdur í tíu ára fangelsi. Á meðan hann sat bak við lás og slá lagði hann stund á lögfræði og stjórnun. Hann er með BS-gráðu í hagfræði frá University of London og fimm aðrar háskólagráður í stjórnun frá Háskólanum í Suður- Afríku. Úr fangelsinu stýrði hann einni deild innan Zanu og þannig barst hróður hann víða. Þegar út var komið hélt Mugabe baráttunni áfram. Hann bauð sig svo fram fyrir Zanu í kosningunum árið 1980. Margir telja að kosningarnar hafi verið ein stór svikamylla. Samkvæmt opin- berum tölum fékk Zanu 57 af 80 þingsætum og var Mugabe gerð- ur að forsætisráðherra. Hann hefur gegnt forsetaembættinu í Zimbabwe frá 1987 og er enn afar umdeildur. ÞETTA GERÐIST: 4. MARS ÁRIÐ 1980 Mugabe verður forsætisráðherra Menningarmiðstöðin Gerðuberg fagnar 25 ára afmæli sínu í dag. Elísa- bet Bjarklind Þórisdóttir hefur verið framkvæmdastjóri frá upphafi og átt veigamikinn þátt í því að móta starfið. Hún segist í fyrstu hafa byggt mið- stöðina upp á eigin hugmyndum enda var engin fyrirmynd til. „Hugmyndin var að leggja jafna áherslu á starf fyrir alla aldurshópa og hefur það einkennt menningarmiðstöð- ina í gegnum árin. Við höfum gert mikið með börnum og fyrir börn en ekki síður sinnt þeim sem hafa lagt grunninn að því góða samfélagi sem við búum í með vinnuframlagi sínu og menningu. Svo beinum við að sjálfsögðu sjónum að þeim sem rísa hæst hverju sinni í rit- list, myndlist og sjónlist,“ segir Elísa- bet og rifjar upp söguna: „Við einbeittum okkur mikið að tón- list fyrstu árin en þá var Jónas Ingi- mundarson okkar helsti tónlistarráð- gjafi og samverkamaður. Gerðuberg gaf út fjölda geisladiska með einsöngs- lögum sem hljóma enn nánast daglega á öldum ljósvakans.“ Elísabet nefnir einnig listasmiðj- urnar Gagn og gaman sem voru starf- ræktar í ein sautján ár. Þær voru hugs- aðar sem mótvægi við þau keppnis- námskeið og þær íþróttir sem boðið var upp á fyrir börn í borginni. Í lista- smiðjunum kepptu börnin bara við sig sjálf og fengu frekar leiðsögn en kennslu. Myndlistarmenn voru svo fengnir til að velja myndir af nám- skeiðunum og úr varð eina myndlist- arsafn eftir börn á landinu, en í því eru hátt í þúsund myndir. „Við höfum lagt mikla vinnu í að merkja og skrá- setja myndirnar og í september verð- ur haldin sýning með verkunum í Ráð- húsinu,“ segir Elísabet. Sýningin mun svo fara víðar enda er markmiðið að vekja athygli á því hversu skapandi börn eru. Um þessar mundir stendur yfir sýning sem ber heitið Hið breiða holt en Elísabet segir starfsfólk Gerðu- bergs lengi hafa gengið með þá sýn- ingu í maganum. „Við fengum unglinga til að mynda einhvern nákominn sem var kominn yfir 67 ára aldurinn og sú manneskja myndaði síðan unglinginn. Báðir að- ilar fengu smá kennslu í ljósmynd- un og síðan var tekin mynd af þeim saman. Myndirnar eru síðan settar upp saman og erum við afskaplega ánægð með útkomuna.“ segir Elísabet og bætir við að markmið Gerðubergs sé að vera uppbyggjandi, fræðandi, leiðandi á sínu sviði sviði og skemmti- legt. „Við höfum verið óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og erum stundum á jaðrinum. Við höfum lagt áherslu á að starfa þar sem okkur finnst eitt- hvað vanta í litrófið og hjálpað fólki að láta hugmyndir og drauma rætast,“ segir hún. Á afmælisárinu verða margvísleg- ar uppákomur í Gerðubergi en í dag verða opnaðar tvær sýningar. Annars vegar er það sýningin Stefnumót við safnara III: Hljómfagurt stefnumót við tónlistarfólk og hljóðfæraleikara og hins vegar Vatnslitastemmningar Maríu Loftsdóttur alþýðulistakonu frá ferðalögum vítt og breitt um heiminn. vera@frettabladid.is MENNINGARMIÐSTÖÐIN GERÐUBERG: TUTTUGU OG FIMM ÁRA AFMÆLI Fyrir unga jafnt sem aldna Elísabet Bjarklind Þórisdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Gerðubergs frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug vegna andláts Arnóru Friðrikku Salóme Guðjónsdóttir síðast til heimilis að Sléttuvegi 13 Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Skjóli 3. hæð. Eiríkur Valdimarsson Arnfríður H. Valdimarsdóttir Ólafur Árnason Magnúsína G. Valdimarsdóttir Þór G. Þórarinsson Sigurjóna Valdimarsdóttir Kristjón Sigurðsson Arnór V. Valdimarsson Guðlaug Jónsdóttir Páll G. Valdimarsson Soffía Gísladóttir Sigurborg Valdimarsdóttir Jón Egilsson Guðjón Valdimarsson Ólafía G. Einarsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar J. Pálssonar Gullsmára 7, Kópavogi. Salbjörg Matthíasdóttir Páll Hermann Guðmundsson Monica Guðmundsson Jón Guðmundsson Ágústa Karlsdóttir Sólfríður Guðmundsdóttir Guðmundur Þór Guðmundsson Steinunn Fjóla Ólafsdóttir Svanhvít Guðmundsdóttir Kjartan Harðarson Matthías Guðmundsson Ólöf Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað- ir, afi og langafi, Rögnvaldur Ó. Johnsen Háteigsvegi 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 15.00. Dóra Johnsen Ástríður Johnsen Gunnar V. Johnsen Bergþóra Sigmundsdóttir Guðni Ingi Johnsen Helga Sæmundsdóttir Inga Dóra Sigvaldadóttir barnabörn og barnabarnabörn. r minn, faðir okkar, tengda- fi teinsson maður Loftleiða/Flugleiða Vogatungu 45, Kópavogi ars. t Anna Jónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, J. Sigurður Gunnsteinsson fyrrverandi starfsmaður Loftleiða/ Flugleiða, lést á heimili sínu, Vogatungu 45 Kópavogi, laugardag- inn 1. mars. Margrét Anna Jónsdóttir Gunnsteinn Sigurðsson Dýrleif Egilsdóttir Þorgerður Ester Sigurðardóttir Einar Ólafsson Jón Grétar Sigurðsson Sveinbjörg Eggertsdóttir Anna Sigríður Sigurðardóttir Guðni Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Kristín Erlendsdóttir Háaleitisbraut 36, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 7. mars. kl. 13.00. Margrét Guðjónsdóttir Ingunn Kristín Guðjónsdóttir Guðrún Guðjónsdóttir Björn Stefánsson Guðjón Erlendur Guðjónsson Freyja Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir, frænka og fyrrum eiginkona, Hafdís Þórarinsdóttir sjúkraliði á Akureyri, er látin. Útförin verður auglýst síðar. Þórdís Brynjólfsdóttir Þórarinn Jakob Þórisson Maren Óla Hjaltadóttir Hanna Bryndís Þórisdóttir Gunnar Jón Eysteinsson Brynjar Davíðsson Gréta Björk Halldórsdóttir Sigurður Heiðar Davíðsson Sylvía Dögg Tómasdóttir Dröfn Þórarinsdóttir barnabörn og aðrir aðstandendur Davíð Hauksson timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.