Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 50
30 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Haukar verður haldinn á Ásvöllum þriðjudaginn 11. mars kl. 20. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins Félagar fjölmennið! Aðalstjórn Hauka FÓTBOLTI Vandræðagemlingurinn Antonio Cassano ætlar ekki að breytast. Nú er þessi 25 ára gamli sóknarmaður Sampdoria í vandræðum eftir leik gegn Torino um helgina. Cassano skoraði eitt marka síns liðs í 2-2 jafntefli en fagnaði með því að sparka niður hornfánann. Dómarinn Nicola Pierpaoli spjaldaði hann fyrir vikið en svo fékk Cassano annað gult spjald í lok leiksins og missti algjörlega stjórn á sér. Hann strunsaði út af vellinum, kastaði peysunni sinni í dómarann og kallaði: „Ég bíð eftir þér fyrir utan völlinn,“ eins og versta fótboltabulla. - óój Ítalinn Antonio Cassano: Henti peysunni í dómarann Á SKOTSKÓNUM Antonio Cassano fagn- ar einu marki sínu. NORDICPHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Yao Ming ætlar sér að vera orðinn klár fyrir Ólympíu- leikana í Peking í haust en hann gekkst í gær undir aðgerð á fæti sem hefur kostað hann tímabilið með Houston Rockets. Yao Ming þarf að hvíla í þrjá til fjóra mánuði eftir aðgerðina. Yao telur að þeir tveir mánuðir sem þá eru eftir séu nóg til að koma sér í form fyrir leikana. Miklar líkur eru taldar á því að þessi 27 ára og 229 cm miðherji muni kveikja Ólympíueldinn á opnunarhátíðinni en hann er ein allra skærasta íþróttastjarna Kína. - óój NBA-stjarna Kína í aðgerð: Yao Ming ætlar að spila á ÓL ÁHORFANDI Yao Ming leggur mikla áherslu á að vera með á ÓL í Peking. NORDICPHOTOS/GETTY MEISTARADEILDIN Leikir kvöldsins - Úrslit í fyrri leik Man. Utd - Lyon 1-1 AC Milan - Arsenal 0-0 Barcelona - Celtic 3-2 Sevilla - Fenerbahce 2-3 FÓTBOLTI Búast má við einhverri dramatík í kvöld er fjögur liða geta tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Flestra augu munu vafalítið bein- ast að Old Trafford, þar sem Manchester United fær Lyon í heimsókn, og San Siro þar sem Arsenal sækir Evrópumeistara AC Milan heim. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, játar það fúslega að hann óttist hinn tvítuga framherja Lyon, Karim Benzema, en hann skoraði frábært mark í fyrri við- ureign liðanna sem endaði með jafntefli, 1-1. „Benzema spilar einn frammi og er stórhættulegur. Hann sýndi í fyrri leiknum að hann getur skorað úr engu færi og eðlilega hefur maður áhyggjur af slíkum leik- manni. Við þurfum einnig að vara okkur á spyrnum Juninho, sem eru stórhættulegar,“ sagði Fergu- son en Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, er í smá deilu við stjórann eftir að hann ásakaði Ferguson um að koma Benzema úr jafnvægi með því að lýsa yfir áhuga á að kaupa hann. „Ég fór til Frakklands og sá leik, fékk mér svo að borða með honum og í kjölfarið fór hann í fjölmiðla og sagði að ég hefði verið að ræða um Benzema við hann. Ég minntist ekki einu orði á Benzema við hann. Mér sýnist hann nú vera í ein- hverjum leik sem á að vera Lyon til góða,“ sagði Ferguson. Arsenal á fyrir höndum sitt stærsta verkefni í vetur; að fara til Mílanó og ná að minnsta kosti í mark og jafntefli til þess að kom- ast áfram. Fyrri leik liðanna lykt- aði með markalausu jafntefli en Emmanuel Adebayor hefði getað tryggt Arsenal sigur í lokin er hann fékk dauðafæri. „Við settum mikla pressu á þá í síðari hálfleik en þá sá ég Kaladze og Maldini spjalla og hreinlega hlæja. Það segir meira en mörg orð um hversu öruggir þessir gaurar eru með sig,“ sagði Adebayor, sem hefur skorað nítján mörk í úrvalsdeildinni í vetur. „Munurinn á Meistaradeildinni og úrvalsdeildinni er helst sá að ef maður tapar boltanum á eigin vallarhelmingi er alltaf mikil hætta á ferðum í Meistaradeild- inni. Meistaradeildin er stundum eins og körfubolti, ef maður tapar boltanum er búið að skora á mann um leið,“ sagði Adebayor. henry@frettabladid.is Hræddur við Benzema Fjögur lið geta í kvöld tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu. Manchester United fær Lyon í heimsókn og Sir Alex Ferguson hefur miklar áhyggjur af Karim Benzema, framherja Lyon. Arsenal fer til Mílanó. ÞARF AÐ FINNA SKOT- SKÓNA Það er ljóst að Emmanuel Adebayor og félagar í Arsenal verða að skora á San Siro. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES STÓRHÆTTULEGUR Varnarmenn Manchester United verða að hafa góðar gætur á Karim Benzema, framherja Lyon, í kvöld en hann skoraði frábært mark í fyrri viður- eign liðanna. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Það er heldur betur farið að birta til hjá handbolta- kappanum Loga Geirssyni. Hann hefur verið mikið meiddur síðustu mánuði, var í engu leikformi á EM en er nú loksins á réttri leið. Hann er búinn að skora 21 mark í síðustu tveimur leikjum, fyrst 10 og síðan 11 sem er það mesta sem hann hefur skorað í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég er loksins orðinn heill heilsu og þá fer þetta að smella. Það er óhætt að segja að ég sé sjóðandi heitur þessa dagana og ég klikka varla á skoti. Það er langt síðan ég hafði svona gaman af þessu. Þarf ekki að eltast við meiðslin og get notið mín á æfingum sem og í leikjum. Það er frábært þegar gengur svona vel og ef ég á að segja eins og er finnst mér ég eiga þetta skilið eftir öll vandræðin sem hafa verið,“ sagði Logi kampakátur við Fréttablaðið í gær. Undir lok síðasta árs spurðist það út að Lemgo vildi losna við Loga og hann fann fyrir því sjálfur. Hann segir því ljúft að geta svarað almennilega fyrir sig nú á vellinum. „Ég var einmitt að hugsa um að segja við þá eftir síð- asta leik hvort þeir ætluðu ekki að láta mig fara núna,“ sagði Logi léttur. „Ég fékk mikið af fyrirspurnum eftir EM þar sem félögin vissu að ég var lítið að spila með Lemgo. Sá möguleiki var alveg í stöðunni. Félagið sagði aldrei neitt við mig en einhverra hluta vegna voru fyrirspurnirnar orðnar margar og mig grunaði svo sem af hverju það væri. Þess utan voru sífellt fréttir af því að þeir væru að skoða leikmenn í mínar stöður. Ég sagðist samt alltaf vilja spila á fullu fyrir Lemgo. Þeim fannst ég vera of dýr miðað við hvað ég spilaði lítið vegna meiðsla en ég sagði á móti að það kæmi af því ég væri að gera allt fyrir félagið. Eftir á að hyggja var þetta kannski ágætt fyrir mig. Menn hafa stundum gott af því að fá blauta tusku í andlitið. Mótlætið getur eflt mann mikið og það á við um mig í þessu tilviki,“ sagði Logi ákveðinn en hann segist ætla að gera eitthvað óvænt og brjálað ef hann nær þrem álíka leikjum í röð í viðbót. LOGI GEIRSSON: LOKSINS LAUS VIÐ MEIÐSLIN OG FER Á KOSTUM ÞESSA DAGANA MEÐ LEMGO Óhætt að segja að ég sé sjóðandi heitur HANDBOLTI Dagur Sigurðsson skrifaði í gær undir samning við austurríska handboltasambandið um þjálfun karlalandsliðs Austurríkis fram yfir EM 2010 sem fer einmitt fram í Austurríki. „Umgjörðin í kringum liðið er mjög flott. Ég held að það séu einir átta starfsmenn í fullu starfi í kringum þetta. Þetta er ekki mikið starf hjá mér þannig séð. Á þessu ári er viðveran um 40 dagar og á næsta ári um 60-70 dagar,“ sagði Dagur við Frétta- blaðið frá Vín í gær en hann veit nákvæmlega hvar hans lið stendur gegn þeim bestu um páskana er Austurríki tekur þátt í móti með Svíum, Þjóðverjum og Túnis. Þegar kemur að því að draga í riðla fær heimalandið að velja í hvaða riðli það spilar og Dagur gæti því vel ákveðið að fara í sama riðil og Ísland verði íslenska liðið meðal þáttakenda á mótinu. „Ég myndi vaða beint í þann riðil,“ sagði Dagur og hló létt. „Nei, annars veit ég ekki. Maður metur það er að kemur en vissulega væri það mjög skemmtilegt og ég get ekki alveg hugsað það til enda. Það væri annars gaman að fá æfingaleiki gegn Íslandi einhvern tímann.“ - hbg Dagur tekinn við Austurríki: Væri gaman að mæta Íslandi MÆTTUR Í SLAGINN Dagur sést hér með austurríska trefilinn eftir undirskriftina fyrir framan Ráðhúsið í Vín. FRÉTTABLAÐIÐ/HAGENPRESS > Hvar er stigið mitt? Íslandsmeistarar KR-inga unnu eins stigs sigur á Stjörnunni, 106-105, á föstudag í Iceland Express-deild- inni í körfubolta. Jovan Zdravevski átti góðan leik með Stjörnunni gegn sínum gömlu félögum og skoraði 26 stig. Makedóninn segist hafa verið svikinn um eitt stig í leiknum, taldi sig hafa skorað þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik sem hann fékk bara tvö stig fyrir. Dómari leiksins gaf merki um þriggja stiga skot en breytti því síðan skömmu síðar. Þegar Jovan horfði aftur á upptöku af leiknum sá hann ekki þegar dómararnir breyttu körfunni í tveggja stiga körfu heldur einungis þegar dómari leiksins gaf merki um þrjú stig. Jovan var augljóslega langt fyrir innan og úrslit leiksins standa; sárt eins stigs tap Stjörnumanna. HANDBOLTI Það bendir flest til þess að Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, verði ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari á allra næstu dögum. Óskar Bjarni staðfesti við Fréttablaðið í gær að HSÍ væri búið að hafa samband við hann og mun hann líklega hefja viðræður við sambandið í dag. „Við mig hefur verið haft samband og sú hug- mynd viðruð hvort ég vildi taka að mér starfið. Ég hef sagt það áður að ég hef mikinn áhuga á starfinu og er klár í viðræður enda finnst mér þetta vera verulega spennandi starf og verkefin framundan áhugaverð og krefjandi,“ sagði Óskar Bjarni við Fréttablaðið í gærkvöldi en hann þarf einnig að ræða málið við sína yfirmenn. „Þetta er spurning um að púsla þessu saman og ég þarf að fara yfir málin með Degi Sigurðssyni sem er erlendis. Sannast sagna sé ég engin stór ljón í veginum og geri ekki ráð fyrir því að þetta verði eitthvað vandamál. Ég býst fast- lega við því að verða aðstoðarþjálfari Guðmundar ef ég á að segja eins og er. Það þýðir ekkert að fara í graf- götur með það,“ sagði Óskar Bjarni. - hbg HSÍ er búið að bjóða Óskari Bjarna Óskarssyni í samningaviðræður: Býst við að verða aðstoðarþjálfari ÓSKAR BJARNI Fyrsti kostur Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfari um aðstoðar- mann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.