Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 20
[ ] Nýbakaðir foreldrar eiga oft erfitt með að aðlagast nýju hlutverki. Guðrún Ösp Theo dórsdóttir og Tinna Hall- dórsdóttir fjölluðu um aðlögun að móðurhlutverkinu í BS verk- efni sínu í hjúkrunarfræði. Líf fólks gjörbreytist við að eign- ast barn. Staðalímyndin segir okkur að við taki hamingjuríkir dagar og fjölmiðlar birta mynd af hraustri móður sem stundar heilsu- rækt og félagslíf ásamt því að sinna börnum og eiginmanni. Í raunveruleikanum getur verið erf- itt að standa undir þessari ímynd og útskriftarverkefni Tinnu og Guðrúnar úr hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, var fræðileg úttekt á því hvernig konur aðlagast móðurhlutverkinu. „Við höfum áhuga á líðan mæðra eftir fæðingu en við erum báðar mæður og okkur fannst skorta upp- lýsingar um þetta efni,“ segir Guð- rún. Tinna útskýrir að viðhorf sam- félagsins geri óraunhæfar kröfur á hina fullkomnu móður sem gagn- rýni sjálfa sig oft hart. „Það vantar vitundarvakningu fyrir því hvað lífið breytist mikið bæði hjá móðurinni og hjá parinu. Samskipti þess við vini og fjöl- skylduna breytast og líka kynlífið. Margar konur hafa sjálfar óraun- hæfar væntingar til þess hvernig fjölskyldulífið verður eftir fæðing- una, til dæmis til makans, og hlut- irnir verða ekki alveg eins og hún vildi,“ segir Tinna. Guðrún segir margar mæður tala um að erfiðleikar við að aðlag- ast nýju hlutverki sé eins og leynd- armál sem enginn tali um. „Konan upplifir tilfinningar sem hún kannski bjóst ekki við að vera með, jafnvel reiði og alls ekki eintóma gleði og göngutúra með barnið. Hún er þó ekki endilega þunglynd þó hún upplifi ekki þessa steríó- týpu sem sýnd er í fjölmiðlum en hún getur átt í erfiðleikum með að aðlagast móðurhlutverkinu og verið vansæl og það er mjög algengt,“ segir Guðrún. „Það eru svo margir sem viður- kenna ekki tilfinningar sínar sem eru þó alveg eðlilegar,“ bætir Tinna við. „Fólk þarf að vita að til dæmis er eðlilegt að lenda í vandræðum með kynlífið eftir fæðinguna og það þarf að vera viðbúið þessum erfiðleikum.“ Tinna segir þær hafa séð við rannsóknarvinnuna að það sem hjálpaði við aðlögun að móðurhlut- verki var stuðningur frá maka og móður hinnar nýbökuðu en konur litu oftast til sinna eigin mæðra eftir aðstoð. „Það sem stóð hins vegar í vegi fyrir aðlöguninni var slæm tengsla- myndun við barnið, upplifunin á fæðingunni sjálfri og svo lélegur stuðningur,“ segir Guðrún. „Við unnum með gögn frá ýmsum lönd- um og fólk er að upplifa sömu til- finningar svo þetta er sammann- legt að eiga erfitt með breytingar.“ Tinna og Guðrún sjá fyrir sér að koma efni ritgerðarinnar á fræðslu- form í framtíðinni jafnvel eins konar handbók sem nýbakaðir for- eldrar fái með sér heim af fæðing- ardeildinni. „Það er okkar von að það verði vitundarvakning í samfélaginu og fólk sýni þessari aðlögun að móð- urhlutverkinu skilning og að þetta verði eðlilegur hluti af eftirliti eftir fæðingu rétt eins og ung- barnaeftirlitið,“ heida@frettabladid.is Foreldrahlutverkið ekki bara gleði og göngutúrar Guðrún Ösp Theodórsdóttir og Tinna Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingar segja staðalímyndir gera mæðrum erfitt með að aðlagast móðurhlutverkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI jóga í hádeginu er gott fyrir þá sem vinna kyrrsetu- vinnu fyrir framan tölvuna allan daginn. Taktu frá nokkrar mínútur á dag til að sinna sjálfum þér. Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005 www.madurlifandi.is Næstu fyrirlestrar og námskeið 04. mars kl. 17:30-19:00 Erum við andleg og líkamleg eiturefna-úr- gangs-ruslaskrímsli? Edda Björgvins leikkona 13. mars kl. 18.00 - 21.00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Auður I. Konráðsdóttir meistarakokkur 19. mars kl. 20:00 - 22:00 Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir kennari 03. apríl kl. 18.00 - 21.00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Auður I. Konráðsdóttir meistarakokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.