Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 16
16 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Kosningaúrslitin í Rússlandi Sjötíu prósent Rússa greiddu Dimitrí Medvedev atkvæði sitt. Aðrir fram- bjóðendur áttu aldrei mögu- leika. Forsetakosningarnar í Rússlandi á sunnudaginn hafa verið harðlega gagnrýndar, sagðar ólýðræðisleg- ar og ótrúverðugar. Sjötíu prósenta sigur Dimitrís Medvedevs, manns- ins sem Vladimír Pútín hafði fyrir- fram útnefnt arftaka sinn í forseta- embættinu, þykir mörgum ótvíræð staðfesting á þeim efasemdum sem fyrirfram voru um framkvæmd kosninganna. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sá sér ekki fært að sinna neinu eftirliti með framkvæmd kosninganna, vegna þess hve ströng skilyrði Rússar settu slíku eftirliti, en Evrópuráðsþingið sendi á hinn bóginn 22 manna kosninga- eftirlitssveit á vettvang og sú nefnd gaf blendnar yfirlýsingar um það sem fyrir augu bar. „Það væri of einfalt að segja nið- urstöður kosninganna falsaðar,“ sagði Andreas Gross, yfirmaður kosningaeftirlitssveitar Evrópu- ráðsþingsins. Hann sagði niður- stöður kosninganna vissulega „end- urspegla vilja kjósenda“, en þær voru „samt hvorki frjálsar né sann- gjarnar.“ Hann orðaði það þannig að „töluvert skorti því miður upp á að lýðræðislegir möguleikar rúss- neskra kjósenda séu tæmdir“ og sagði kosningarnar frekar líkjast opinberri skoðanakönnun en eigin- legum kosningum. Fyrirfram gefin úrslit Fyrirfram var vitað að enginn hinna þriggja mótframbjóðenda Medvedevs ætti raunhæfan mögu- leika á sigri. Gennadí Sjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, þótti þó ná óvæntum árangri með því að tryggja sér nærri 18 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn kjaft- fori, Vladimír Sjírinovskí, náði tæpum tíu prósentum eins og fyr- irfram var spáð. Sá fjórði, sem reyndar er yfirlýstur stuðnings- maður Pútíns rétt eins og Medved- ev, komst varla á blað. Hann heitir Andrei Bogdanov. Gagnrýni á kosn- ingarnar beinist einkum að því að stjórnvöld hafi fyrirfram séð ræki- lega til þess að enginn ætti í raun möguleika gegn Medvedev. Nánast allir fjölmiðlar, sem meira og minna eru undir stjórn eða áhrif- um ríkisins, hafi gefið Medvedev miklu meira vægi en öðrum fram- bjóðendum. Auk þess hafi meira og minna allir stjórnmálamenn, sem hugsanlega hefðu átt raunhæfan möguleika gegn Medvedev þrátt fyrir óhlutdrægni fjölmiðla, verið útilokaðir frá framboði löngu fyrir kosningar. Þrýstingur á kjósendur „Þessar kosningar eru mikið auglýst embættisskipun sérút- valins arftaka,“ sagði Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeist- ari í skák, sem hefur undanfarin misseri haft uppi harðorða gagn- rýni á stjórnarhætti Pútíns en fékk ekki að bjóða sig fram. Mikill þrýstingur var á fólk um allt Rússland að kjósa. Jafnt ríkis- fyrirtæki sem einkafyrirtæki eru sögð hafa hótað því starfsfólki upp- sögn sem ekki mætti á kjörstað. Í afskekktari héruðum landsins var hreinlega gengið með kjörkassa hús úr húsi til að safna atkvæðum. Þrátt fyrir þetta varð kosninga- þátttakan ekki nema 65 prósent, sem þó þykir nokkuð góður árang- ur í svo stóru landi. Sömu stefnu fylgt áfram Strax og fyrstu niðurstöður úr kosningum birtust skömmu fyrir miðnætti og staðfestu yfirburða- sigur Medvedevs stigu þeir Pútín saman á svið á útitónleikum sem haldnir voru í beinni sjónvarpsút- sendingu á Rauða torginu í Moskvu, þar sem Pútín óskaði arftaka sínum til hamingju, en tók jafnframt fram að þvílíkur sigur feli í sér ýmsar skyldur: „Sigurinn tryggir að þeirri stefnu, sem við höfum tekið, þeirri árangursríku stefnu sem fylgt hefur verið síðustu átta árin, verð- ur fylgt áfram.“ Medvedev tók undir þetta og hét því að fylgja stefnu Pútíns á kjör- tímabilinu, sem nú fer í hönd. Formlega tekur hann við af Pútín 7. maí og eftir það líður væntan- lega ekki á löngu þar til Pútín tekur við forsætisráðherraembættinu af Viktori Zubkov, sem hefur þó aðeins gegnt því starfi í nokkra mánuði. Sá góði og sá grimmi Medvedev hefur ekki þótt svip sterkur stjórnmálamaður og fátt sem bendir til annars en að hann ætli sér að vera Pútín auð- sveipur. Það kemur þó varla í ljós fyrr en líða tekur á kjörtímabilið hvernig honum vinnst úr stöðu sinni. Stjórnmálaskýrendur hafa sumir hverjir sagt að þeir Medved- ev og Pútín ætli sér að leika hlut- verk „góðu löggunnar“ og „grimmu löggunnar“ í rússneskum stjórn- málum. Pútín geti nú óhræddur berað tennurnar og gelt grimmilega meðan Medvev lofar öllu fögru og reynir að sigla milli skers og báru – en Pútín fái að stjórna í reynd því sem hann vill. Medvedev lætur Pútín ráða stefnunni Bakgrunnur Bæði Dmitrí Medvedev og Vladimir Pútín lærðu lögfræði í borginni Leníngrad, sem nú heitir Pétursborg. Að loknu námi valdi Pútín sér starfs- vettvang innan leyniþjónustunnar KGB en Medvedev hélt sig áfram innan háskólans og gerðist kennari. Medvedev hefur starfsreynslu úr einkageiranum sem Pútín vantar. Stíll Í samanburði við Pútín virðist Med- vedev hógvær og ljúflyndur. Pútín grípur oft til grófgerðs götuorð- bragðs en Medvedev er bóklegri í tali - þótt hann sé reyndar byrjaður að herma eftir talsmáta Pútíns, að því er virðist til að hljóma valds- mannlegri og forsetalegri. Stefna Rætur Pútíns í KGB styrkja þá ímynd að hann sé harður leiðtogi sem fyrst og fremst hugsar um öryggi og styrkleika Rússlands. Bakgrunnur Medvedevs í lögfræðinni hefur á hinn bóginn orðið til þess að hann leggur áherslu á réttarríkið og sjálfstæði dómstólanna. Medvedev hefur einbeitt sér að því að efla viðskiptalífið og styrkja velferðar- kerfið, en hefur aðeins nýlega byrjað að tala opinberlega um utanríkismál og víkur þar í engu frá línu Pútíns. TVÍEYKIÐ PÚTÍN OG MEDVEDEV 575 1221 Renault Kerax Nýskr: 08/06, 420.40, 8x4 Ekinn 31.000 km. Tilboðsverð: 8.500.000 án vsk. Renault Mascott Nýskr: 04/01, 130.65 Ekinn 130.000 km. Tilboðsverð: 1.390.000 án vsk. M.B. Atego Nýskr: 09/02, 815 Ekinn 151.355 km. Tilboðsverð: 1.950.000 án vsk. Stórir og sterkir á tilboði EINS OG STJÖRNUR TVÆR Pútín og Medvedev stigu upp á svið á útitónleikum í Moskvu þegar fyrstu tölur staðfestu yfirburða sigur að kvöldi kjördags. NORDICPHOTOS/AFP GAMAN Á KJÖRDAG Eftir að hafa greitt atkvæði á sunnudaginn settust þeir saman að snæðingi flestir helstu ráðamenn Rússlands: Viktor Zubkov, sem enn er forsætis- ráðherra Rússlands, situr lengst til vinstri á myndinni, við hlið hans er Sergei Mironov þingforseti, þá Boris Gryzlov, leiðtogi stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands, en hinum megin borðsins brosa breitt þeir Dimitrí Medvedev, nýkjörinn forseti, og Vladimír Pútín, fráfarandi forseti og verðandi forsætisráðherra. NORDICPHOTOS/AFP ÆSKA PÚTÍNS Daginn eftir kosningar fjölmenntu ungir stuðningsmenn Pútíns út á götur Moskvuborgar til að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.