Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 49
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars 2008 29 Hin ástralska Sophie Monk hefur vísað því á bug að fyrrverandi kærasti hennar, Benji Madden, hafi slitið trúlofun þeirra fyrir Paris Hilton. Madden og Hilton hafa verið afar náin upp á síðkastið, aðeins örfáum vikum eftir að sambandi Madden og Monk lauk. „Ég skal hafa þetta eins skýrt og ég get, Benji fór ekki frá mér fyrir Paris Hilton,“ segir Monk. „Ég ber engan kala til Benji eða Parisar og er mjög ánægð með lífið eins og það er.“ Tobey Maguire, sem hefur verið grænmetisæta í mörg ár, hefur bannað leður í húsinu sínu. Leikarinn biður gesti á heimili sínu í Los Angeles að fjarlægja allt sem gert er úr leðri áður en þeir ganga í bæinn, þar með talið skó, belti og leðurtöskur að andvirði allt að 250 þúsundum króna. Leikarinn segir lyktina af leðri valda honum ógleði. Kate Hudson segist ætla að klæðast eins litlu og hún mögulega getur eins lengi og hún mögulega getur, og þá helst bikiníi. „Ég veit að ég mun ekki vera með þennan líkama að eilífu, því ég myndi vilja eignast annað barn einhvern tíma,“ segir leikkonan. Hún á fjögurra ára gamlan son, Ryder, með rokkaranum Chris Robinson. Ofurfyrirsætan Heidi Klum vill að Victoria’s Secret hanni líka nærföt fyrir karlmenn. Henni finnst ósann- gjarnt að einungis konur geti klæðst flottum nærfötum og segir að eigin- maður hennar, Seal, myndi fagna slíkri línu. „Boxernærbuxur eru allt í lagi, en margt miklu kynþokkafyllra er til sem má hanna á karlmenn,“ segir hún. FRÉTTIR AF FÓLKI Harry Bretaprins sneri aftur heim frá Afganistan til Englands á laugardag. Talið er að hann muni ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum á erlendri grundu aftur í bráð, en prinsinn sagði við heimkomuna að hann vildi gjarnan snúa aftur. Hann sagðist jafnframt vera vonsvikinn yfir því að hafa þurft að stytta tíma sinn í Afganistan. „Ég hélt að ég gæti klárað þetta og komið aftur með strákunum okkar. Innst inni finnst mér svo sem ágætt að vera kominn aftur, og ég hlakka til að fara í bað… En nei, ég hefði viljað vera áfram með strákunum,“ segir prinsinn, sem vill ekkert með hetju- nafnbótina hafa. „Það voru tveir slasaðir menn sem voru í flugvélinni með okkur á leiðinni heim, og voru eiginlega í móki alla leiðina. Einn hafði misst tvo útlimi – vinstri og hægri handlegg – og annar lifði af því að líkami félaga hans var fyrir honum, en fékk sprengjubrot í hálsinn. Þeir eru hetjurnar,“ segir Harry. Faðir hans, Karl Bretaprins, kvaðst einnig vera vonsvikinn að Harry hefði ekki getað snúið heim með hersveit sinni, eins og upphaflega hefði verið áætlað. Hann leit þó einnig á björtu hliðarnar. „Eins og þið getið ímyndað ykkur er það mikill léttir hvað mig varðar að fá hann heim í heilu lagi,“ sagði hann við fjölmiðla. „Ég hef verið mjög stoltur af Harry,“ bætti hann við. Segist ekki vera hetja VILDI VERA LENGUR Harry Bretaprins kveðst vonsvikinn yfir því að hafa þurft að snúa heim á undan áætlun, en hann var fluttur frá Afganistan eftir að fjölmiðlar greindu frá staðsetningu hans þar í landi. Á mánudaginn næsta, 10. mars, verða liðin tuttugu ár frá því að Sálin hans Jóns míns kom fram í fyrsta skipti. Tímamótanna verður minnst á ýmsan máta og má með sanni segja að nú séu jólin hjá Sálaraðdáendum. Hljómsveitin spilar á stórtónleikum í Laugar- dalshöllinni föstudagskvöldið 14. mars. Sala hefur gengið frábær- lega á tónleikana, samtals hafa nú selst 4300 miðar og eru bara örfáir eftir. Heimasíða sveitarinnar – salinhansjonsmins.is – mun opna eftir umfangsmiklar endurbætur á afmælinu. Síðast en ekki síst koma svo út tveir Sálarkassar þar sem allar útgefnar plötur sveitar- innar verða að finna í bestu hugs- anlegu hljómgæðum og í mjúkum pappaumbúðum, ekki ósvipað snið og á nýja Þursakassanum, en frá- gangur á þeim kassa þykir hafa heppnast glæsilega. Kassar Sálarinnar heita Vatna- skil 1988-2008, kassi eitt og tvö. Í fyrri kassanum verða sex Sálarplötur - Syngj- andi sveittir, Hvar er draumurinn, Sálin hans Jóns míns, Garg, Þessi þungu högg og Sól um nótt – en sjö plötur verða í þeim seinni – 12. ágúst ’99, Annar máni, Logandi ljós, Sálin & Sinfó - Vatnið, Undir þínum áhrifum, Sálin & Gospel – Lifandi í Laugardalshöll og svo ný plata, Arg. Sú plata inniheldur öll safnplötulög Sálarinnar frá því að safnplatan Garg kom út árið 1992. Á Arginu verður að finna ellefu lög, þeirra á meðal „Þú fullkomnar mig“ og orginal útgáfuna af „Orginal“. Með í kassunum verða plötubæk- lingar með lagatextum og Stefán Hilmarsson rekur sögu hverrar plötu fyrir sig. Þessi veglega kassa- gerð Sálarinnar stendur nú yfir í verksmiðju erlendis, en stefnt er að því að kassarnir verði komnir út fyrir Laugardalshallartón- leikana. - glh Sálin í kassagerð Blindi gítarleikarinn Jeff Healey, sem var þekktur fyrir að spila með gítarinn í kjöltunni, er látinn, 41 árs gamall. Lést hann á sjúkrahúsi í Toronto eftir baráttu við krabba- mein. Healey, sem var kanadískur, var tilnefndur til Grammy- verðlaun- anna 1988 fyrir plötuna See the Light. Seldist hún í einni milljón eintaka í Bandaríkj- unum. Hans nýjasta plata, Mess of Blues, er væntanleg í búðir víðsvegar um heiminn á næstu vikum. Á meðal tónlistarmanna sem Healey spilaði með á ferlinum voru BB King, Mark Knopfler og George Harrison. Jeff Healey látinn JEFF HEALEY Gítarleikar- inn Jeff Healey er látinn, 41 árs gamall. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES KOMNIR AF UNGLINGSALDRINUM Sálin hans Jóns míns er að verða tvítug. VATNASKIL 1988 - 2008 Sálarkassarnir hafa að geyma 13 plötur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.