Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 4
4 4. mars 2008 ÞRIÐJUDAGUR Ferðaskrifstofa Ranghermt var í blaðinu í gær hver fór með hlutverk Búa Árland í Atóm- stöðinni. Gunnar Eyjólfsson lék Búa. Tölur víxluðust í grafi sem fylgdi frétt blaðsins í gær um hlutfall vanskila á Íslandi. Karlar lenda þrefalt oftar í vanskilum en konur. LEIÐRÉTT BANDARÍKIN, AP Hillary Rodham Clinton lagði allt í sölurnar í kosningabaráttunni fyrir forkosn- ingar dagsins í dag í hinum fjöl- mennu ríkjum Texas og Ohio enda hafa menn úr hennar eigin her- búðum viðurkennt að vinni hún þau ekki sé barátta hennar um forseta- framboðsútnefningu Demókrata- flokksins svo gott sem töpuð. Keppinautur hennar, Barack Obama, hefur haft betur í síðustu ellefu prófkjörum og hefur nú tryggt sér stuðning nokkru fleiri kjörmanna en Clinton. Forkosningar fara fram í fjórum ríkjum í dag, en kappið um atkvæð- in í Vermont og Rhode Island hefur fallið alveg í skuggann af barátt- unni í Texas og Ohio. Alls stendur slagurinn um 370 kjörmenn. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum er Clinton með smá- vægilegt forskot á Obama í Ohio, en það gríðarstóra forskot sem hún naut áður í Texas hefur skroppið saman og útlit var fyrir að mjög mjótt yrði á mununum þar. Tónninn í kosningaauglýsingum og -ræðum Clinton í garð keppi- nautarins varð hvassari eftir því sem nær dró kjördegi. Hún gagn- rýndi meðal annars áherslur Obama í utanríkis- og öryggismál- um og skort á reynslu á því sviði. Í Ohio hét hún íbúunum lausnum á efnahagsvandanum sem við er að stríða á því mikla iðnaðarsvæði. Obama, sem vonast til að verða fyrsti þeldökki forseti Bandaríkj- anna, eyddi síðustu dögum í að verjast gagnrýni Clinton í sinn garð. Þessi hvassi tónn Clinton í garð Obama varð öðrum forystu- mönnum demókrata, þar á meðal Bill Richardson, ríkisstjóra Nýju- Mexíkó, tilefni til að segja að útkljá yrði hið snarasta hvern flokkurinn ætti að fylkja sér um í baráttunni um Hvíta húsið, því það sé vatn á myllu repúblikana að barátta Clinton og Obama dragist á langinn og verði óvægnari. Í herbúðum repúblikana var fastlega búist við því að prófkjörin í dag geri útslagið með að John McCain tryggi sér endanlega fram- boðsútnefninguna. audunn@frettabladid.is BARIST Í TEXAS Hillary Clinton stappar hér stálinu í stuðningsmenn í Dallas í Texas. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Úrslitaviðureign í slag Clinton og Obama Forkosningar fara fram í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í dag. Hillary Clinton er talin verða að vinna góða sigra, sérstaklega í fjölmennu ríkjunum Texas og Ohio, eða eftirláta annars Barack Obama forsetaframboðið fyrir Demókrataflokkinn. Aðstoð við skattframtal Verkalýðsfélag Akraness býður félagsmönnum sínum aðstoð við gerð einfaldra skattframtala og hefst aðstoðin í dag. Panta þarf aðstoð og er takmarkaður fjöldi tíma í boði. VINNUMARKAÐUR SKIPULAGSMÁL Eigandi iðnaðarhús- næðis í Súðarvogi 44 til 48 hefur fengið leyfi byggingarfulltrúans í Reykjavík til að innrétta þar sex íbúðir. Íbúðirnar verða á 2. og 3. hæð og byggja á sérstakar stigagangs- svalir fyrir þær. Byggingarfull- trúinn segir samþykkið ekki þýða breytingu á gildandi skipulagi svæðisins sem vinnusvæðis: „Íbúar í þeim íbúðum sem hér eru samþykktar geta því ekki vænst þeirrar þjónustu borgaryfirvalda sem veitt er á skipulögðum íbúðarsvæðum, né þess að njóta þeirrar kyrrðar og umhverfis sem almennt er á íbúðarsvæðum, heldur sitja hagsmunir atvinnu- starfsemi í fyrirrúmi.“ - gar Nýir íbúar í Súðarvoginn: Mega búa á iðnaðarsvæði Í SÚÐARVOGI Sex nýjar íbúðir hafa verið samþykktar í iðnaðarhverfi. KÝPUR, AP Leiðtogar bæði Kýpur- Grikkja og Kýpur-Tyrkja áforma að hittast fyrir lok þessa mánaðar til þess að hefja á ný viðræður um endursameiningu eyjarinnar. Frá þessu greindi æðsti fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Kýpur, Michael Möller, í gær. „Við erum að hefja undir- búning þessa fundar sem gæti átt sér stað í lok síðari helmings mánaðarins,“ sagði Möller eftir viðræður við nýkjörinn Kýpur- forseta, Dimitris Christofias. Ofarlega á dagskránni verður að opna á ný landamærastöðina á Ledrastræti í hinni skiptu höfuðborg Nikósíu. - aa Kýpur-Grikkir og Kýpur-Tyrkir: Boða viðræður HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir varar við ljósabekkjanotkun ungmenna í átaki undir heitinu Hættan er ljós. Átaki landlæknis er beint að fermingarbörnum og forráða- mönnum þeirra og þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. „Vakin er athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól,“ segir um átakið á heimasíðu landlæknis. „Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mikið á síðustu árum, eink- um tíðni svonefndra sortuæxla, en þau eru alvarlegasta tegund húð- krabbameins og algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum frá 15 til 34 ára.“ Landlæknir hvetur foreldra og forráðamenn fermingarbarna til að hafa í huga tilmæli alþjóðastofnana um að börn og unglingar fari ekki í ljósabekki. „Leitað verður til presta landsins um að leggja málefninu lið eins og undanfarin ár,“ segir embætti landlæknis sem nú stendur að þessu átaki fimmta árið í röð ásamt Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabba- meinsfélaginu og Lýðheilsustöð. Að sögn landlæknisembættsins hefur dregið úr ljósabekkjanotkun ungs fólks á undanförnum árum og nokkrar sveitarstjórnir hætt að bjóða upp á ljósabekki í íþrótta- mannvirkjum sínum. Nú er stefnt að því að minnka ljósabekkjanotk- unina enn frekar. - gar Landlæknir varar við ljósabekkjanotkun unglinga með liðsinni frá prestum: Fermingarbörn fari ekki í ljós LJÓSABAÐ Sérstaklega hættulegt er fyrir ungmenni að verða fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum segir landlæknir. DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ítrekað verið tekinn með amfetamín og hass í fórum sínum. Hinn 25. janúar í fyrra fannst lítilræði af amfetamíni og hassi í fórum mannsins við Efstasund. Tæplega hálfu ári seinna fannst einnig amfetamín og hass í fórum mannsins. Viku seinna var maðurinn tekinn undir áhrifum fíkniefna eftir að hafa ekið bifreiðinni frá „Skipholti 55 norður og suður Kringlumýrar- braut, þar sem lögreglan stöðvaði akstur bifreiðarinnar skammt sunnan við Háleitisbraut“, eins og orðrétt segir í ákæru. - mh Ákært fyrir fíkniefnabrot: Oft með hass og amfetamín VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 3° 3° -4° 1° 3° 6° 5° 3° 1° 5° 18° 16° 2° 5° 21° 15° 29° 17° Á MORGUN 8-15 m/s norðan til á Vestfjörðum og við austurströndina. FIMMTUDAGUR 8-15 m/s 1 0 0 -3 0 2 2 5 3 2 -3 8 5 5 5 5 6 5 14 13 13 15 -5 -5 -2 33 -4 -5 -4 -20 SNJÓR - SLYDDA -RIGNING Mikil úrkoma er í kortum dagsins. Sunnan og vestan til byrjar þetta með snjókomu og síðar slyddu en nálægt hádegi sýnist mér að komin verði rigning um megin- hluta Suðurlands. Vestan til fer að rigna síðar í dag. Norðan til og austan mun snjóa í dag en horfur á slyddu í kvöld. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur AFGANISTAN Trúarleiðtogar múslima í Afganistan kröfðust þess í gær að hermenn frá Danmörku og Hollandi færu frá landinu. Krafan kom fram í fjöldamótmælum vegna endur- birtingar danskra fjölmiðla á skopteikningu af Múhameð spámanni og væntanlegrar kvikmyndar frá Hollandi þar sem Kóraninn er gagnrýndur. Endurbirtingu skopteikningar- innar hefur verið mótmælt í Súdan, Indónesíu, Jórdaníu og víðar um lönd múslima síðustu vikur. Í Afganistan liggur dauðarefsing við því að sverta Kóraninn eða Múhameð spámann. - rat/aa Afganar mótmæla: Vilja danska hermenn brott REIÐI Fjöldamótmæli gegn Dönum og Hollendingum í Mazar-i-Sharif í Norður- Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 03.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 131,3773 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,29 66,61 131,59 132,23 100,49 101,05 13,487 13,565 12,708 12,782 10,716 10,778 0,6429 0,6467 106,77 107,41 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.