Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2008, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 04.03.2008, Qupperneq 21
[ ]Hanskar halda hita á fingrum auk þess sem þeir gera mann að algjörri dömu á svipstundu. Ekki er verra ef veski, hálsklútur eða skór eru í sama lit og hanskarnir. Gydjan.is er glæný vefverslun með skó, töskur, og íþróttaföt. Eigandi hennar og hönnuður er Reykvíkingurinn Sigrún Lilja Guðjónsdóttir sem hóf um 13 ára aldur að sauma öll föt á sig og vinkonurnar. „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var stödd úti í Egyptalandi um ára- mótin 2005 og 2006 og rambaði þar inn í verslun sem reyndist vera með verksmiðju á bak við sig. Ég prófaði að teikna upp skó og tösku, spurði hvort hægt væri að fram- leiða það fyrir mig og þremur dögum síðar var það tilbúið. Þetta voru bleik og hvít stígvél úr lituðu úlfaldaleðri og taska í stíl. Hvar sem ég fór í skónum fékk ég rosa- lega góð viðbrögð svo ég ákvað að hanna meira og mennta mig líka í fyrirtækjarekstri.“ Þannig lýsir Sigrún Lilja upphafinu að því að hún stofnaði fyrirtæki kringum sína hönnun. Áhuginn á saumaskap og fatahönn- un kviknaði samt miklu fyrr, eða strax um fermingu að hennar sögn. „Ég byrjaði mjög ung að sauma og fyrir fermingarpeningana keypti ég mér owerlook saumavél. Fór á allskonar námskeið og frá 13-14 ára aldri saumaði ég öll föt á mig og vinkonur mínar. Var í Fjölbraut í Breiðholti og lauk þar námi á fatahönnunarsviði ásamt stúdents- prófi af viðskipta og hagfræði- braut. Svo hef ég lært af góðu fólki og það sem ég kann ekki sjálf það ræð ég fólk í.“ Það passaði til að Sigrún Lilja opn- aði fyrirtækið Gyðjuna sama dag og hún útskrifaðist af Brautar- gengisnámskeiði hjá Impru, fyrir konur með áhuga á atvinnurekstri. Það var 14. desember 2007. Nú er framleiðslan komin í fullan gang, skór, húfur, töskur og íþróttafatn- aður. Skórnir eru búnir til í Kína en íþróttafatnaðurinn hér á Íslandi. Fyrsta skólínan seldist upp á tveimur dögum, enda kveðst Sig- rún Lilja aðeins vera með fá pör af hverri týpu. Næsta sending er væntanleg eftir fjórar vikur. „Hönnunin mín er bara seld á vef- versluninni www.gydjan.is,“ tekur hún fram. „En ég stefni á að fara með hana í aðrar verslanir.“ gun@frettabladid.is Hvít stígvél úr hrosshúð með hári a ofan og krókódílaleðri að neðan. Ökklabandið er hægt að taka af.Gæðavörur fyrir gyðjur Íþróttafatnaðurinn er saumaður hjá Lilly klæðskera á Íslandi. Bronslituð stígvél úr krókódílaleðri (efri partur) og snákaskinni (neðri partur) með ökklabandi sem hægt er að taka af. Bandið er skreytt með semelíusteinum. Gulllitaðir skór úr snáka- skinni. „Ég hef lært af góðu fólki en það sem ég kann ekki sjálf ræð ég fólk í,“ segir Sigrún Lilja og kveðst leggja áherslu á góð efni í alla sína framleiðsluvöru. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leður og snáka- skinn. Taska úr leðri og snákaskinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.