Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 6

Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 6
6 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR Ferðaskrifstofa Playa Flamingo 20. maí. Flug og gisting í 7 nætur m eð íslenskri fararstjórn. Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára. Ef 2 ferðast: 47.535 kr. STJÓRNSÝSLA „Forstöðumenn ríkis- stofnana gegna mikilvægum störf- um og eðlilegt að tekið sé tillit til þess í eftirlaunum,“ segir Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Stjórn félagsins vill að félagsmenn þess njóti sambærilegs eftirlauna- réttar og forseti Íslands, ráðherr- ar, alþingismenn og hæstaréttar- dómarar. Fyrir Alþingi liggur frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, Samfylk- ingunni, sem kveður á um afnám sérréttinda ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara í lífeyris- málum en þau fengust með lögum sem sett voru í desember 2003 og vöktu ólgu í samfélaginu. Réttindi þessara stétta og forseta eru betri og rýmri en annarra starfs- manna ríkisins. Í umsögn Félags forstöðumanna ríkisstofnana um frumvarp Val- gerðar er ekki tekin afstaða til efnis þess en lögð áhersla á að forstöðu- menn njóti sambærislegs eftir- launaréttar og þeir hópar sem frum- varpið tekur til. Haukur Ingibergsson segir starf- semi ríkisstofnana umfangsmikla og ábyrgð forstöðumanna mikla; um 22 þúsund starfsmenn gegni 17- 18 þúsund ársverkum og reksturinn nemi háum fjárhæðum. Forstöðu- menn ríkisstofnana eru um 200. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja fagnar frumvarpi Valgerðar og telur að umræddir hópar eigi ekki að njóta sérstakra forréttinda í lífeyriskjörum umfram annað launafólk. Alþýðusamband Íslands styður líka málið og hvetur Alþingi til að hefja heildarendurskoðun á lífeyr- ismálum þjóðarinnar. Í sinni umsögn segist stjórn Prestafélags Íslands styðja frum- varpið heilshugar og telja eðlilegt að um þessa hópa æðstu embættis- manna gildi sömu reglur um líf- eyrisréttindi og hjá ríkisstarfs- mönnum almennt. Kjararáð, Hagstofan og Viðskiptaráð hafa einnig sent allsherjarnefnd við- brögð við ósk um umsögn en gera ekki athugasemdir, ætla ekki að tjá sig eða telja frumvarpið ekki tengjast verksviði sínu. Nefndin óskaði umsagna ellefu aðila til viðbótar, þar á meðal Bandalags háskólamanna, Dóm- arafélags Íslands, Landssamtaka lífeyrissjóða, Sambands sveitarfé- laga og Þjóðarhreyfingarinnar en hefur ekki fengið viðbrögð. bjorn@frettabladid.is Vilja sömu eftirlaun og þingmenn njóta Forstöðumenn ríkisstofnana vilja sama eftirlaunarétt og forsetinn, ráðherrar, alþingismenn og hæstaréttardómarar. BSRB, ASÍ og prestar vilja samræma eft- irlaunarétt æðstu embættismanna því sem almennir ríkisstarfsmenn njóta. HAUKUR INGI- BERGSSON MÓTMÆLT Fjölmenni var við mótmæli Alþýðusambandsins á Austurvelli í desember 2003 þegar eftirlaunafrumvarpið var til meðferðar á Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hefur þú hlaðið höfundarrétt- arvörðu efni niður af netinu á síðustu tólf mánuðum án þess að greiða fyrir það? Já 31,4% Nei 68,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að eitt eða fleiri álver rísi hér á landi fyrir árslok 2012? Segðu þína skoðun á visir.is UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segist ekki átta sig á mögulegum ávinn- ingi af því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Aldrei sé skynsamlegt að slíta öll tengsl. Hún telji þó atburðina í Palestínu óafsakanlega hóprefsingu, sem hvorki standist lög né reglur. „En það væri nær að alþjóðasamfélagið beitti sér sem heild í gegnum stofnanir eins og Öryggisráðið. Það verður að fullreyna þá möguleika,“ segir hún. Spurð hvort þetta sé ekki nú þegar fullreynt, segir ráðherra Annapolis-friðarferlið nýhafið og að ekki megi afskrifa það, þótt illa horfi til árangurs. Ábyrgð Bandaríkjanna sé þar mikil. Íslendingar hafi aldrei slitið stjórnmálasambandi af ástæðum sem þessum og séu ekki beinir samningsað- ilar í Palestínu. „En það skiptir máli að við látum rödd okkar heyrast. Ég er nú þegar byrjuð að beita þessum tækjum sem við höfum,“ segir hún og minnir á bréf sem hún sendi utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni, á föstudag. Einnig hafi hún átt við Livni fjölmörg sam- töl í síma um þetta. - kóþ Utanríkisráðherra vill halda áfram að beita hefðbundnum leiðum: Slítur ekki sambandi við Ísrael STJÓRNMÁLASAMBANDI VAR SLITIÐ Í ÞORSKASTRÍÐINU 1976 Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins segir að slit stjórn- málasambands séu einkum viðhöfð, ef ríki telji að fram- ferði annars ríkis valdi sér beinu tjóni. En stundum séu stjórnmálasambandsslit framkvæmd sem mótmæli gegn stefnu annars ríkis í einhverju málefni á alþjóðasviði. Í þorskastríðnu, í febrúar árið 1976, slitu íslensk stjórnvöld stjórnmálasambandi við breska heimsveldið. Fastaráð NATO fundaði um málið, enda ekki lítið mál að tvær aðildarþjóðir bandalagsins ættu ekki í stjórnmála- sambandi. Ráðherrar þjóðanna hittust í Osló í maí 1976 og 1. júní var samkomulagi náð og stjórnmálasambandi komið á að nýju. Heimild: Utanríkisráðuneytið og nat.is MÓTMÆLI Á LÆKJARTORGI Í gær safnaðist fjöldi manns saman á Lækjartorgi og mótmælti hernaði og hernámi Ísraela. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á um 400 grömm af hassi í húsleit sem framkvæmd var í heimahúsi á Ísafirði í fyrradag. Húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Maðurinn var í haldi lögreglunnar þar til í gær en þá var honum sleppt. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Af magninu að ráða má ætla að efnið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta er mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á í einu lagi á Vestfjörðum til þessa. - jss Lögreglan á Vestfjörðum: Tók 400 grömm af hassi KJÖRKASSINN DANMÖRK Danska dagblaðið Ekstra Bladet sló því upp í gær að And- ers Fogh Rasmussen forsætisráð- herra myndi innan árs segja skilið við stjórnmál í heimalandinu og taka fyrstur manna við embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusam- bandsins, en það embætti verður til er hinn nýi Lissabonsáttmáli ESB gengur í gildi. Skipað verður í það til tveggja og hálfs árs í senn. Að sögn blaðsins nýtur Fogh svo mikilla vinsælda í mörgum höfuðborgum ESB-landa, að „sterk öfl“ vinna hart að því hann veljist til að gegna embættinu. Helsti keppinautur Foghs um þetta áhrifamikla embætti er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, en að sögn Ekstra Bladet á hann minni möguleika en Fogh þar sem ráðamenn í Berlín vilji beita neitunarvaldi gegn Blair. Fastur pistlahöfundur Polit- iken.dk lét þessa keppni milli Fogh og Blair verða sér tilefni til að álykta að „Bush 2“ og „Bush 3“ bit- ust nú um að verða forseti Evr- ópu. Gangi það eftir að Fogh setjist í forsetastól hjá ESB mun Lars Lökke Rasmussen, núverandi fjármálaráðherra, taka við for- ystu dönsku ríkisstjórnarinnar. Hann yrði þar með þriðji Rasm- usseninn í röð sem gegnir því embætti, eftir Anders Fogh og Poul Nyrup. - aa KEPPINAUTAR Anders Fogh Rasmussen og Tony Blair eru sagðir eiga mesta möguleika á að verða fyrsti forseti leið- togaráðs ESB. NORDICPHOTOS/AFP Samkvæmt heimildum Ekstra Bladet styttist í forsætisráðherraskipti í Danmörku: Fogh sagður á leið í forsæti ESB

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.