Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 8
 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR SVEITARSTJÓRNARMÁL „Mér finnst þetta nú fyrst og fremst vera pólit- ískt moldviðri. Borgin fylgdist nákvæmlega með öllum þáttum þessa verkefnis og það ætti ekki að koma neinum á óvart hvernig það er,“ sagði Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður Knatt- spyrnusambands Íslands (KSÍ) og byggingarnefndar um stúkubygg- ingu við Laugardalsvöll. Nefndin fundaði tvisvar sinnum frá því samningur um bygginguna var undirritaður 15. september 2005; fyrst í nóvember sama ár og svo í apríl 2006. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður borgarráðs, hefur beðið endurskoðendur borgarinnar að fara yfir öll samskipti borgaryfir- valda og KSÍ vegna framkvæmd- anna í Laugardal. Lokauppgjör vegna framkvæmdanna er rúm- lega 1.600 milljónir króna en hlut- ur borgarinnar þar af er um 400 milljónir. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir kostnaði upp á um 1.100 millj- ónir króna en þær voru gallaðar, að sögn Geirs Þorsteinssonar, for- manns KSÍ. „Í þeirri áætlun var töluverð skekkja þar sem virðis- aukaskattinn vantaði inn í áætlun- ina. Þetta var upphafið að vand- ræðunum ef svo má segja. Síðan kom í ljós að áætlunin var ekki í takt við markaðsaðstæður þar sem tilboð í útboðinu voru miklu hærri í allt verkið en áætlanir höfðu gert ráð fyrir,“ sagði Geir. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta hefur legið fyrir frá því framkvæmdirnar hófust.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, átti sæti í byggingarnefndinni fyrir hönd borgarinnar þegar framkvæmdirnar fóru af stað. Þegar hann varð borgarstjóri í okt- óber í fyrra fékk hann fréttir af því að lokauppgjör vegna fram- kvæmdanna væri á leiðinni. „Ég fékk spurnir af því fljótlega eftir að ég varð borgarstjóri að viðræð- ur væru í gangi um lokauppgjör á þessum málum. Á síðasta fundi sem ég sat í byggingarnefndinni var gert ráð fyrir því að verkið væri á áætlun en síðan virðast hlutirnir hafa breyst.“ Sverrir Þór Kristjánsson, umsjónarmaður verksins fyrir hönd verktakans Ístaks, segir bygginguna hafa gengið vel í alla staði og ekkert óeðlilegt hafi komið upp. Hann vildi ekki tjá sig um ástæður kostnaðaraukningar við framkvæmdirnar. magnush@frettabladid.is Framúrkeyrsla vegna gallaðra áætlana Í upphaflegri kostnaðaráætlun vegna stúkubyggingar í Laugardal gleymdist að gera ráð fyrir virðisaukaskatti. Áætlunin ekki í takt við markaðsaðstæður. Pólitískt moldviðri, segir Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ. STÚKAN Á LAUGARDALSVELLI Bygging stúkunnar á Laugardalsvelli hefur verið dýrari en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt lokauppgjöri er kostnaðurinn rúmlega 1.600 milljónir króna og framúrkeyrslan frá upphaflegu áætlunum er því um sex hundruð milljónir. Fljótlega var ljóst að kostnaðurinn færi töluvert fram úr upp- haflegum kostnaðaráætlunum þar sem áætlanirnar voru óraunhæfar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samningur um stúkubyggingu á Laugardalsvelli var undirritaður 15. september 2005. Í þriðju grein samningsins kemur fram að KSÍ sjái um hönnun, útboð, framkvæmdir og fjármögnun við nýbyggingu við eldri áhorfenda- stúkuna. Framkvæmdin sjálf sem samið var um snýst í meginatriðum um fimm þætti. ■ Nýbygging við starfsemi KSÍ ■ Stækkun eldri stúku vestan Laug- ardalsvallar til norðurs og suðurs fyrir allt að 2.600 manns. ■ Ný sæti framan við eldri stúku fyrir allt að 470 manns. ■ Endurbygging á þaki eldri stúku vestan Laugardalsvallar. ■ Breyting og lagfæring á eldri stúku, inngangur og snyrtingar og fleira. Reykjavíkurborg átti að greiða 398 milljónir, ríkissjóður 200 milljónir og Knattspyrnusamband Íslands 440 milljónir. Samtals 1.038 milljónir. Við bætast svo þrjátíu milljónir vegna framkvæmda við lóð og bif- reiðastæði. Reykjavíkurborg greiðir það. Upphæðirnar eru vísitölu- tengdar samkvæmt samningnum og geta því sveiflast lítillega þegar kemur til greiðslu. SAMNINGSATRIÐI BORGAR OG KSÍ NORÐUR-ÍRLAND, AP Ian Paisley, hinn litríki roskni leiðtogi sam- bandssinna sem fer fyrir sam- stjórn sambands- og lýðveldis- sinna á Norður-Írlandi, boðaði á þriðjudag að hann hygðist fljót- lega draga sig í hlé af heilsufars- ástæðum. Afsögn hans hefur vakið ugg um að eftirmaður hans kunni að verða minna áhugasamur um – eða minna fær um – að stjórna í félagi við kaþólska. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á að arftakinn verði Peter Robinson, fjármálaráðherra í samstjórninni, sem í þrjá áratugi hefur þjónað sem staðgengill Paisleys í Lýðræð- isflokki sambandssinna, DUU. Ekki þykir vafi leika á því að Robinson sé trúr friðarsamkomu- laginu sem kennt er við föstudag- inn langa, enda var hann lengi aðalsamningamaður DUU í friðar- viðræðunum og sem slíkur fékk hann ítrekað Paisley til að brjóta odd af oflæti sínu og taka þátt í málamiðlunum. En sumir norður- írskir stjórnmálamenn óttast að hvers kyns mannabreytingar í brúnni muni óhjákvæmilega raska jafnvæginu í stjórninni þar sem margir sambandssinnar séu enn mótfallnir því yfirleitt að deila völdum með kaþólskum. - aa TEKINN AÐ RESKJAST Ian Paisley mætir til vinnu í Stormont-kastala í Belfast í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ian Paisley, sem fer fyrir samstjórninni á Norður-Írlandi, hyggst draga sig í hlé: Rask á viðkvæmu jafnvægi SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgarfulltrúar tókust harka- lega á um málefni Reykjavík Energy Invest, REI, á borgarstjórnarfundi fram til klukkan tvö aðfaranótt miðvikudags. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, sagði Svandísi Svavarsdóttur, Vinstri grænum, og Dag B. Eggertsson og Sigrúnu Elsu Smáradóttur, Samfylkingunni, hafa komið með bein- um hætti að kaupréttarsamningum sem útvaldir starfsmenn REI áttu að fá. „Það dregur óneitanlega úr trúverðugleika skýrslu starfshóps um málefni REI, og þá sérstaklega kaflanum um þessa kauprétt- arsamninga.“ Júlíus sagði uppröðun starfsfólks á kaupréttarlista hafa átt sér stað á stjórnarfundi Orkuveitu Reykja- víkur 3. október og þann fund hefðu Svandís og Sig- rún Elsa setið. Dagur B. Eggertsson sagði málflutning Júlíusar Vífils með ólíkindum og rangan í öllum meginatrið- um. „Júlíus er að segja ósatt. Hann segir að ég og Svandís höfum samþykkt þessa kaupréttarsamninga í stjórn Orkuveitunnar. Í fyrsta lagi kom þetta fram í stjórn REI og var dregið til baka nokkrum dögum síðar. Ég var heldur ekki á stjórnarfundi Orkuveit- unnar 3. október, þannig að þetta er bara bull í Júlíusi Vífli.“ - mh Borgarstjórnarfundur stóð til klukkan þrjú aðfaranótt miðvikudags: Tókust á um REI fram á nótt REI ENN DEILUEFNI Í BORGINNI Kjörnir fulltrúar í Reykjavík hafa nú tekist á um málefni Reykjavík Energy Invest, útrásararm Orkuveitu Reykja- víkur, nánast sleitulaust frá því í byrjun október. Tvisvar sinnum hefur verið skipt um meirihluta í borginni frá því málið kom upp. Ekki sér fyrir endann á rifrildi fulltrúanna fimmtán.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.