Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 15

Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 15
15 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR SKANDINAVÍA Veturinn hefur verið óvenjuheitur í héruðunum nyrst í Skandinavíu og Finnlandi. Finnska dagblaðið Helsingin Sanomat segir að í flestum héruðum Finnlands hafi veturinn verið heitastur frá því mælingar hófust og einni gráðu heitari en metveturinn 1924-1925. Sé miðað við tímabilið 1971-2000 sé veturinn nú fjórum til sjö gráðum heitari. Hitastig hefur einnig verið óvenjuhátt nyrst í Noregi og Svíþjóð. Á sama tíma hefur verið afar kalt á vesturhluta Grænlands. Veturinn hefur verið aðeins yfir meðallagi á Íslandi, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Desember var einni og hálfri gráðu hlýrri en meðaltalið 1961-1990, janúar var nærri meðallagi en 0,3 gráðu yfir meðaltali í Reykjavík og í febrúar var hitastigið lítið eitt undir meðallagi. „Að samanlögðu er veturinn aðeins heitari en í meðallagi og munar þar mestu um hlýjan desember en bæði janúar og febrúar eru í járnum,“ segir hann. „Ekki hefur heldur verið neitt sérlega snjóþungt en þó hefur verið meiri snjór núna en undanfarna vetur. Þeir þóttu mjög snjóléttir.“ Einar rifjar upp að desember hafi verið óvenjulegur veðurfarslega séð. Meðan lægðagangurinn hafi verið hvað mestur hér við land hafi sterkir vestlægir vindar náð að berast yfir fjallgarðana í norðurhluta Noregs og inn á slétturnar og þannig haldið kuldunum frá. Vormánuðirnir geti hins vegar verið kaldir í Skandinavíu. Ef kalt loft streymir frá Íshafinu „rétta leið yfir Skandinvíu“ kólnar þar verulega. Vetrinum lýkur formlega 1. mars í Skandin- avíu en marsmánuður telst til vetrarmánaða hér á landi. - ghs Veturinn hefur verið óvenjuheitur í Skandinavíu og Finnlandi: Örlítið heitari hér á landi AÐEINS HEITARI „Að samanlögðu er veturinn aðeins heitari en í með- allagi,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. EKKERT SÉRLEGA SNJÓÞUNGT Ekki hefur verið neitt sérlega snjóþungt hér á landi, að sögn Einars Svein- björnssonar veðurfræðings, en þó óvenjumikill snjór í ár miðað við síðustu vetur. HAFNARFJÖRÐUR Hafnfirðingar náðu þeim áfanga að verða 25 þúsund talsins á hlaupársdag 29. febrúar og er Kristófer Máni Sveinsson 25 þúsundasti Hafnfirðingurinn. Kristófer Máni er eins og hálfs árs og er nýfluttur úr Garðabæ í Hafn- arfjörð. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri afhenti Kristófer Mána og föður hans, Sveini Jónassyni, sérstakt heiðursskjal í tilefni þessa merka áfanga ásamt góðum gjöfum en bæjarbúum var nýverið boðið upp á kaffi og kökur í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í ráðhúsi bæj- arins við Strandgötu. Hafnfirðingum hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu átta árum en árið 2000 voru þeir 19.640 talsins. Mest hefur fjölgunin verið síðustu tvö árin eða um fimm til sex prósent. Það jafngildir því að íbúum fjölgi um liðlega hundrað í hverjum mánuði. Til samanburðar má nefna að íbúum á höfuðborgar- svæðinu öllu fjölgaði um tólf pró- sent á árunum 2000 til 2007 og í Kópavogi um rúman fimmtung. Hafnarfjarðarkaupstaður fagnar aldarafmæli sínu á þessu ári og hafa framkvæmdir aldrei verið meiri en þær nema nú um 6,7 millj- örðum króna. Eftirspurn eftir atvinnu- og íbúðalóðum hefur verið mikil undanfarin ár og hefur upp- bygging nýrra hverfa sett svip sinn á bæjarlífið, að því er segir í til- kynningu frá bæjaryfirvöldum. - ghs Hafnfirðingum hefur fjölgað um tæpan þriðjung á síðustu átta árum: Orðnir tuttugu og fimm þúsund talsins FÉKK GÓÐAR GJAFIR Kristófer Máni Sveinsson er 25 þúsundasti Hafnfirð- ingurinn. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri afhenti honum og föður hans, Sveini Jónassyni, nýlega heiðursskjal og góðar gjafir. HAFNARFJÖRÐUR Óánægja hefur verið meðal kennara Iðnskólans í Hafnarfirði með meinta launa- skerðingu vegna samkomulags um styttri vinnutíma sem gert var fyrir nokkrum árum. Málið er nú í vinnslu hjá Félagi framhalds- skólakennara, kennurum sjálfum og fulltrúa skólans. Jóhannes Einarsson skólameist- ari segir að fundað hafi verið í þessari viku og aftur verði fundað í næstu viku. Hann vonast til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega. „Vonandi liggur niðurstaða fljótlega fyrir. Það er verið að skoða þetta mál frá ýmsum hliðum,“ segir hann. - ghs Iðnskólinn í Hafnarfirði: Launamálið er enn í vinnslu SVEITASTJÓRNARMÁL Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum 4. mars að starfsmenn sveitarfélagsins sem eru í fullu starfi fái 75 þúsund króna álagsgreiðslur fyrsta apríl næstkomandi. Aðrir starfsmenn fái greitt í hlutfalli við starfshlutfall sitt. Segir á heimasíðu sveitarfé- lagsins að sveitarstjórn hafi fylgst með þróun launamála annarra sveitarfélaga að undanförnu. Sé ákvörðunin tekin vegna mikils álags vegna breytinga hjá stofnunum sveitarfélagsins og til að umbuna starfsfólki sem vinnur hjá sveitarfélaginu. Er það von sveitarstjórnar að þetta efli enn frekar starfsanda í stofnunum sveitarfélagsins. - ovd Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Starfsmenn fái álagsgreiðslur HEKLA Laugavegi 172–174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi FÆST MEÐ TDI® DÍSILVÉL Passat kostar aðeins frá 2.650.000 kr. Eða 41.600 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,4%. Volkswagen Passat skarar fram úr hvernig sem á hann er litið DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU HLAUT GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 5,6 l/100 KM Fáir bílar sameina jafn vel kraft, þægindi og magnaða akstursupplifun og Passat. Og enginn þeirra fæst á sambærilegu verði. Volkswagen Passat færir þér búnaðinn, plássið og útlitið sem þig hefur alltaf dreymt um. Allt sem þú þarft að gera er að leggja blaðið frá þér, koma til okkar og prófa þennan frábæra lúxus. Veldu á milli kraftmikillar 2.0 FSI® 150 ha bensínvél ar sem er 9,4 sek að skila þér í 100 km eða sparneytinnar 1.9 TDI® vélar sem eyðir aðeins 5,6 l/100 km í blönduðum ak stri með CO2 148 g/km útblæstri . Heildarverð er aðeins 2.9 90.000 kr. Einnig færðu með í pakka num, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, aðko muljós, hita í sætum, 16" álfelgur, leður pakka og regnhlíf með í p akkanum. Uppfærðu þinn Passat fy rir aðeins 340.000 kr. Das Auto. ÚTBLÁSTUR AÐEINS 177 G/KM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.