Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 20
20 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR nám, fróðleikur og vísindi Íslensk tvítyngd börn sem búið hafa lengi erlendis mæta skilningsleysi þegar þau hefja skólagöngu hér á landi. Þetta segir Hulda Kristín Jónsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Hún segir að gert sé ráð fyrir að börnin tali, lesi, skrifi og skilji íslensku fullkomlega um leið og þau setjast á skólabekk hér á landi. „Á Íslandi er gert ráð fyrir að íslensk börn sem alast upp í öðrum löndum standi jafnfætis jafnöldrum sínum í íslenskukunnáttu þegar þau flytja heim og hefja skólagöngu. Þetta er algjörlega óraunhæf krafa jafnvel þó að báðir foreldrar séu íslenskir. Barnið lifir og hrærist í heimi þar sem annað tungumál en móðurmálið er í aðalhlutverki. Það sækir skóla, leikur við vini, horfir á sjónvarp og sinnir heima- námi svo eitthvað sé nefnt og allt fer fram á erlenda tungumálinu. Flestir foreldrar eru í námi eða vinnu og þar af leiðandi er ekki mikill tími til að sinna tungumála- kennslu. Barnið er þreytt eftir langan dag og sömuleiðis foreldrarnir. Það eru því fáir sem hafa úthald til að sitja yfir markvissri íslenskukennslu þegar skyldum dagsins lýkur. Einu samskipti barnsins á íslensku eru við foreldrana. Á heimilum er notað sérstakt málsnið sem aðallega snýst um dag- legar athafnir. Það dugar því engan veginn til þess að barnið nái að þroska með sér fullkomna málvitund, orðaforða og skilning. Ekkert er því eðlilegra en að barn sem kemur heim eftir langa dvöl erlendis þurfi meiri kennslu í íslensku en jafnaldri þess sem lifir og hrærist í íslensku samfélagi. Þegar við komum heim lentum við í miklum vandræðum vegna eldri sonar okkar. Hann náði ekki að fylgja jafnöldrum sínum í náminu þar sem hann hafði ekki nægan málskilning. Hann lærði fljótt lestæknina en vantaði lesskilning. Þegar ég fór fram á að hann fengi stuðningskennslu var eina svarið sem ég fékk að ekki væru til peningar til að sinna þessu.“ Hulda Kristín segir að reynsla hennar og annara sýni að fordómar ríki í garð þeirra sem koma heim með börn sem tala ekki lýtalausa íslensku. „Það er fátt verra í augum landans en Íslendingur sem ekki talar íslensku. Foreldrar finna fyrir skömm og sektarkennd þegar þeir koma heim. Svo sterk eru skilaboðin í samfélaginu. Margir láta í ljós hneykslun og þegar skólakerfið tekur í sama streng fallast manni hendur. Foreldrar fá á tilfinninguna að þeir hafi vanrækt börnin og ekki staðið sig í foreldrahlut- verkinu. Það er kominn tími til að viðurkenna vanda þessara barna og taka því sem eðlilegum hlut að þau séu eftirbátar jafnaldra sinna í íslenskukunnáttu.“ - aá Fátt verra en Íslendingur sem ekki talar íslensku HULDA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Það er erfitt að koma heim með börn eftir langa dvöl erlendis. Slakri íslenskukunnáttu er sýndur lítill skilningur. Barnaheill halda málþing miðviku- daginn 12. mars, undir yfirskriftinni „Bætum framtíð barna í stríðshrjáðum löndum: Menntun og friður“ í samstarfi við Snælandsskóla. Nemendur 8. bekkj- ar skólans munu kynna verkefni um menntun og frið sem þeir hafa unnið að. Þá munu Amal Tamimi, starfsmaður Alþjóðahúss, Guðrún Helga Jóhanns- dóttir, meistaranemi í þróunarfræðum, og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmda- stjóri Barnaheilla, halda stutt erindi. Fundarstjóri verður Sigmundur Ernir Rúnarsson. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að tilgangur málþingsins sé að vekja athygli á aðstæðum barna í stríðshrjáðum löndum. Meðal þess sem rætt verð- ur um er hvernig menntun getur stuðlað að friði og hvað Íslendingar geta lagt af mörkum í þeim málum. Málþingið verður haldið í Snælandsskóla í Kópavogi og hefst klukkan 14. Þingið er öllum opið, en skráning fer fram á netfanginu birna@barnaheill.is ■ Málþing Menntun og friður Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar mun halda erindi á málstofu Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands þriðjudaginn 11. mars. Þar mun hún fara yfir helstu áherslur í markmiði Reykjanesbæjar í Framtíðarsýn 2006-2010, sem er undir yfirskriftinni „Tími til að lifa og njóta“ þar sem sérstök áhersla er lögð á forvarnir og þróunarstarf. Hjördís mun sérstaklega ræða áherslur er varða börn og ungmenni til 18 ára aldurs. Málstofan hefst klukkan 12.00 í stofu 101 í Odda. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ■ Málstofa Forvarnir í Reykjanesbæ Landsvirkjun úthlutaði í gær rúmum 40 milljónum í styrki til rannsóknarverk- efna á sviði orku - og umhverfismála. Styrkirnir koma frá Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Það voru 10 meistara - og doktornemar sem hlutu námsstyrki að upphæð 500 þúsund eða ein milljón. Þá voru rannsóknarverkefni á vegum rannsókna og menntastofnana styrkt um 35 milljónir. Sveinbjörn Björnsson, formaður Orkurannsóknasjóðs Landsvirkjunar og fyrr- verandi rektor Háskóla Íslands afhenti styrkin. Þá flutti Árni Mathiesen fjármála- ráðherra ávarp. Í því lagði Árni áherslu á að styrkir af þessu tagi séu mikilvægt framlag til að efla þekkingu og laða hæfileikafólk að menntun og rannsóknum á sviði orkumála. Landsvirkjun stofnaði Orkurannsóknasjóðinn árið 2007 og í stjórn hans sitja fulltrúar háskólasamfélagsins auk kunnáttufólks frá Landsvirkjun. Sjóðurinn úthlutar alls um 100 milljónum króna í styrki og til grunnrannsókna á þessu ári. ■ Námsstyrkir 40 milljónir til orku- og umhverfisrannsókna Kjarni málsins > Fjöldi grunnskólanemenda með erlent móðurmál Kristinn Schram er í doktorsnámi við Edin- borgarháskóla auk þess sem hann sinnir stundakennslu við Háskóla Íslands og er sjálfstætt starfandi fræðimaður við Reykjavík- urakademíuna. Kristinn lauk einnig meistara- námi frá Edinborgarháskóla en lokaverkefni hans fjallaði um sögusagnir meðal leigubíl- stjóra þar í borg. „Mastersrannsóknin mín fjallaði sérstaklega um það hvernig hverdags- legar frásagnir okkar gefa okkur atbeina til að móta bæði ímynd okkar og umhverfi – það er, við gefum sjálfum okkur og umhverfi okkar merkingu með frásögnum. Þjóðernisímynd er að vissu leyti mótuð sem sama hætti. Þjóðernisímyndir Skota geta verið nokkuð sérstakar og um margt flóknar. Þeir geta verið bæði breskir og skoskir en hafa ekki í þeim skilningi þjóð- ríki og ég vildi skoða það. Sögur skosku leigubílstjóranna eru af mörgum toga enda fjölbreyttur hópur en þá má skipta þeim í þær sögur sem þeir segja farþegum, og þá ekki síst erlendum ferðamönnum, og sögur sem þeir segja sín á milli. Niðurstaðan er sú að þessir einstaklingar eru mjög skapandi í ímyndarmótun sinni, sem hangir saman það við hvernig þeir móta umhverfi sitt og standa í hverdagslegri valdabaráttu.“ Í doktorsrannsókn sinni beinir Kristinn sjónum að nútíma framsetningu á Íslending- um. „Þar mætast kvikmyndun og vettvangs- rannsóknir á því hvernig Íslendingar tileinka sér framandi ímyndir af afskekktri náttúru og meintri norðlægri sérvisku og færa sér í nyt með ýmsum hætti.“ Rannsóknin er hluti af þverfaglega verkefninu „Ísland og ímyndir norðursins“. FRÆÐIMAÐURINN: KRISTINN SCHRAM ÞJÓÐFRÆÐINGUR Skyggnst í sögusarp skoskra leigubílstjóra 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 1.039 1.731 1.369
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.