Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 21

Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 21
21 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR Fjórir sérkennarar hafa þýtt og staðlað lestrargreiningarforritið Logos sem upphaflega var þróað af Torleiv Hoien, prófessor við Lestrarrannsóknarstöðina í Sta- fangri. Sérkennararnir hafa hald- ið námskeið fyrir íslenska kenn- ara og er notkun forritsins nú að hefjast í íslenskum skólum. Guðlaug Snorradóttir, sérkenn- ari við Hjallaskóla, er ein fjór- menninganna. Hún segir að for- ritið sé nýtt og betra greiningartæki til þess að greina lestrarerfiðleika ásamt því að koma með tillögur að árangurs- ríkum úrræðum fyrir börn, ungl- inga og fullorðna. Það sé byggt þannig upp að hægt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana fyrir nemendur í þeim prófhlutum sem hafi verið prófaðir. Guðlaug fór ásamt Bjarnfríði Jónsdóttur, Guðbjörgu Ingimund- ardóttur og Gyðu M. Arnmunds- dóttur á alheimsráðstefnu um les- blindu í Stokkhólmi í árslok 2005 og heyrðu þær þá fyrst um forrit- ið. Guðlaug segir að það hafi vakið mikla athygli hjá þeim. „Við sáum að það gæti komið að góðum notum fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir hún. Fjórmenningarnir höfðu sam- band við prófessor Hoien og hann tók málaleitan þeirra vel. „Við sáum strax að við myndum vilja róa að því öllum árum koma þessu tæki inn í íslenskt skólakerfi þar sem það væri til bóta fyrir hinn almenna nemanda. Við gætum notað það í miklu víðari tilgangi en bara fyrir nemendur með les- blindu, þetta væri líka athugunar- tæki til að skoða hópa og fylgjast með framvindunni. . „Við sáum strax að þetta tæki myndi valda byltingu í lestrar- greiningu í skólum hér á landi.“ - ghs Fjórir sérkennarar hafa þýtt og staðlað lestrargreiningarforrit: Bylting í lestrargreiningu MEÐ HÖFUNDINUM Sérkennararnir Bjarnfríður Jónsdóttir, Gyða M. Arnmundsdóttir, Guðbjörg Ingimundardóttir og Guðlaug Snorradóttir ásamt prófessor Torleif Höien. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI Íslensk málnefnd og Tungutækni- setur Háskólans í Reykjavík boða til málþings um tungutækni og hug- búnaðarþýðingar. Meðal gesta á málþinginu verður Trond Trosterud frá Háskólanum í Tromsø. „Hann mun segja okkur hvað hefur verið gert fyrir sam- ísku,“ segir Hrafn Loftsson, lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og stjórnarmaður í Tungutæknisetri. Hrafn segir mik- ilvægt að lítið málsvæði standi sig eins og þau stóru og vísar þar helst til ensku, þýsku og frönsku. Einnig segir hann litlu málsvæðin jafnvel enn fremur þurfa að standa sig. „Notkunin á stóru málunum í upp- lýsingatækninni sækir að litlu mál- unum.“ Meðal umfjöllunarefna eru spurningarnar hvort Íslendingar vilji ekki tölvuhugbúnað á íslensku, hvað þurfi til að tölvur geti lagfært stafsetningu og málfar á íslensku, hvernig fyrirtæki geti nýtt sér íslenska tungutækni, hvort tölvur geti talað og skilið íslensku, hvern- ig staðan sé í litlum málsamfélög- um og hvernig tryggja megi stöðu íslenskunnar innan upplýsinga- tækninnar. Sex frummælendur verða á fund- inum og verða stuttar fyrirspurnir leyfðar að loknu hverju erindi. Meðal frummælenda má nefna Sig- rúnu Helgadóttur, formann Orða- nefndar Skýrslutæknifélags Íslands, Eirík Rögnvaldsson, stjórn- arformann Tungutækniseturs, Hjálmar Gíslason frá Símanum, Halldór Jörgensson, Microsoft Íslandi, og Boga Örn Emilsson, Skjali þýðingastofu. Þá verða almennar umræður um efni erind- anna og annað sem tengist við- fangsefni málþingsins í lokin. Er málþingið hið fjórða í röð ell- efu málþinga sem Íslensk málnefnd stendur fyrir á vormisseri um ýmsar hliðar íslenskrar málstefnu, en nefndin vinnur nú að tillögu að málstefnu fyrir menntamálaráðu- neytið. Málþingið er öllum opið og stend- ur það milli klukkan 14 og 17 á föstudaginn í stofu 231b í Háskól- anum í Reykjavík. - ovd Stóru málin enska, þýska og franska sækja að þeim litlu í upplýsingatækninni: Íslenskan í upplýsingatækni OFURTÖLVA Geta tölvur talað og skilið íslensku? er meðal umfjöllunarefna málþingsins. Í kvöld mun Guðrún Kvaran, prófessor og skrifstofustjóri orðfræðasviðs Stofn- unar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytja erindi á rannsóknarkvöldi Íslenskra fræða. Erindið nefnir hún Biblía 21. aldar: Verklag og viðtökur – gagnrýni svarað, og hefst það klukkan 20 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Ætlar Guðrún í fyrirlestri sínum að segja frá erindisbréfi þýðingarnefnda beggja testamenta og mikilvægi þess að það sé rétt túlkað. Þá verður rætt um tvær breytingar sem snertu allt ritið, kynningarheftin og viðbrögð við þeim. Loks verður snúið að þeirri gagnrýni sem fram hefur komið í fjölmiðlum, einkum lesbók Morgunblaðsins og í fyrirlestrum Jóns G. Friðjónssonar prófessors. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ Biblía 21. aldar Verklag og viðtökur – gagnrýni svarað Frestur til að sækja um styrki fyrir sumarið 2008 hjá Nýsköpunarsjóði náms- manna rennur út 10. mars. Styrkir verða veittir til rannsókna og þróunarverk- efna sem þykja líkleg til að stuðla að nýsköpun og auknum tenglsum háskóla, stofnana og fyrirtækja. Umsóknir um styrki eru metnar með hlíðsjón af mögu- leikum til hagnýtingar og nýnæmi í viðkomandi fræðigrein. Tekið er fram að þessir styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna en heimilt er að veita forgang verkefnum þar sem fyrirtæki eða aðrir aðilar taka þátt í kostnaði. Upplýsingar um sjóðinn og styrkina er að finna á vefsíðunni nsn.is ■ Nýsköpunarsjóður námsmanna Frestur rennur út á mánudag Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg, hefur skrifað ritið „Lögskýringar: kenn- ingar, aðferðir og sjónarmið við skýringu og beitingu laga“. Það er JPV útgáfa sem gefur bókina út. Þegar lögum er beitt þarf að skýra ákvæði þeirra eða túlka. Því er mikilvægur hluti lögfræðilegr- ar aðferðarfræði að viðurkenndar aðferðir séu við skýringu og beitingu þeirra. Í bókinni er að finna yfirlit um kenningar, aðferðir og sjónarmið við lögskýringar, sérstaklega með hliðsjón af framkvæmd laga hér á landi. Sérstök áhersla er lögð á þýðingu þjóðréttarsamninga við skýringu og beitingu ákvæða í íslenskum lögum. ■ Bókaútgáfa Lög þarf að skýra eða túlka Ástríður Stefánsdóttir heldur fyrirlestur í dag klukkan 17 á Amtsbókasafninu á Akureyri. Erindið kallar hún „Mynd mannsins í augum læknisfræðinnar“, þar sem hún leitar í smiðju heimspekingsins og trúfræðingsins Alberts Jonsen, sem rekur rætur læknisfræðinnar annars vegar til kristinna hugmynda sem birtast í sögunni um miskunnsama Samverjann og hins vegar til grískra hugmynda sem kenndar eru við Hippókrates. Starf lækna enn þann dag í dag er mótað af þeirri gömlu hefð sem þessar rætur birta. Ástríður gengur út frá því að í ljósi þeirrar hugmyndafræði sem læknisfræðin byggir á megi skilja betur sambandið á milli læknis og sjúklings og þá jafnframt gera sér grein fyrir þeirri sýn sem læknirinn hefur á manninn. Ástríður Stefánsdóttir lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1987 og hlaut almennt lækningaleyfi 1989. Í framhaldi af því tók hún BA-prófi í heimspeki frá HÍ 1992 og MA-gráðu frá Dalhousie University í Halifax, í sömu grein, 1993. Hún var ráðin lektor við Kennaraháskóla Íslands 1998 og hefur verið dósent í heilbrigðisfræðum og siðfræði við skólann frá hausti 1999. Ástríður hefur flutt fjölda fyrirlestra um siðferðileg álitamál í starfi lækna og annarra heilbrigðis- stétta. ■ Fyrirlestur Mynd mannsins í fræðum og vísindum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.