Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 6. mars 2008 23 Hveitikorn er samsett úr þremur hlutum, kjarna, hýði og kími. Í kjarnanum eru aðallega kolvetni (sterkja eða mjölvi), prótein (glúten) og vatn en í hýði og kími er mest af trefjum, steinefnum og bætiefnum. Auk þess inniheldur kímið svolítið af mjúkri fitu. Í heilu hveitikorni eru um það bil 11,1 prósent prótein, 57 prósent sterkja, 10,4 prósent vatn, 16,9 prósent trefjar, 2 prósent fita og 2,3 prósent steinefni. Heilmalað hveiti er því ákjósanleg uppspretta trefjaefna og ýmissa bætiefna. Hveiti inniheldur mun meira glúten en aðrar korntegundir sem veldur því að hveiti hefur mun betri baksturseiginleika en til dæmis, rúgur, bygg og hafrar. Þegar brauðdeig er hnoðað myndast loftbólur sem verða til fyrir til- stuðlan gers. Utan um þessar loftbólur myndast nokkurs konar glútenhimnur sem stífna við baksturinn og halda loftinu inni þannig að brauðið verður svampkennt. Hveiti er malað og sigtað í mismunandi afurðir áður en hægt er að nota það í bakstur. Hægt er að mala hveitikornið eins og það kemur fyrir, og kallast það heilmalað hveiti, en algengast er að sigta hluta af hýði og kími frá við mölunina. Hveitið verður léttara í sér og baksturseiginleik- ar þess batna eftir því sem meira ar hreinsað frá af hýði og kími. Í hvítu hveiti hafa um 30 prósent af korninu verið sigtuð frá, aðallega hýði og kím, en þá er eftir prótein- og sterkju- ríkasti hlutinn. Venjulegt heil- hveiti er aftur á móti um 80-90 pró- sent af heila korninu. Hýði og kím eru líka oft skilin sérstaklega frá og notuð til íblönd- unar í bökunarvörur til að auka trefjainnihald þeirra. Það sem af gengur við hveitimölun er notað í skepnufóður þannig að enginn hluti kornsins fer til spillis. Baksturseiginleikar hveitis ráðast að miklu leyti af próteininnihaldi þess. Hveiti þarf að hafa hátt próteininnihald til að það henti í brauðbakstur en hveiti með minna próteininnihaldi hentar betur í kökur og enn minna í kex. Til venjulegra heimilisnota er einfaldast að nota hveiti með miðlungsmiklu próteininnihaldi eins og til dæmis venjulegt Kornaxhveiti. Hveiti er best að geyma á þurrum, dimmum stað þar sem ekki er of heitt. Mikilvægt er að geyma það í vel lokuðu íláti svo það taki ekki í sig raka eða bragð af öðrum matvælum. Hveiti, eins og aðrar kornvörur, hefur nokkuð langt geymsluþol en geymist þó ekki enda- laust. Fitan í hveitinu er mjúk og þránar með tímanum. Heilhveiti geymist skemur en fínmal- að hveiti vegna þess að í því er meira af fitu. mni.is MATUR & NÆRING RAGNHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR Heilmalað hveiti ákjósanleg uppspretta trefjaefna Rúmlega níu þúsund fyrirspurnir bárust Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neyt- endasamtakanna síðastliðið ár og er það 24 prósenta aukning frá fyrra ári. Flestar eru fyrirspurnirnar vegna raftækja og ferða- laga. Ástæða þess að heildarfjöldi fyrirspurna jókst á árinu er rakin til þess að fólk sé að verða æ meðvitaðra um rétt sinn. „Vakningin sem átti sér stað meðal fólks vegna virðis- aukaskattslækkunarinnar hafði sín áhrif en svo eru samtökin alltaf að verða sýnilegri líka,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, stjórnandi Leiðbeininga- og kvörtunarþjón- ustu Neytendasamtakanna. Hún segir enn fremur að fólk sé einfaldlega orðið duglegra að láta heyra í sér og ákveðin straumhvörf hafi orðið í fyrra. Bróðurpartur erindanna er einfaldar fyrirspurnir um rétt neytenda. Oftast komu fyrirspurnir vegna kaupa á raftækjum eða ferðalögum, en einnig var mikið spurt um verðlag og auglýsingar. Voru fyrirspurnir vegna þess síðastnefnda um 500, sem er sjötíu prósentum meira en á síðasta ári. Orsökin er talin vera aukin verðlagsvitund vegna lækkunar virðisauka- skatts á matvælum fyrir ári. Kvörtunum fækkaði nokkuð á árinu og voru þær 153 en lækkunin stafar af breytt- um skráningarreglum. Í kvörtunarmálum hafa Neytendasamtökin milligöngu milli neytanda og seljanda til að komast að málamiðlun sem allir eru sáttir við. Flestar voru kvartanirnar vegna pósts og fjarskipta. Athygli vekur að fyrirtæki nota sér Neytendasamtökin í auknum mæli og leituðu 540 fyrirtæki til samtakanna en í fyrra voru þau 462. Hildigunnur sagði að þetta væru fyrirtæki sem vildu fara að lögum og væru að spyrja um rétt neytenda. Væri þetta yfirleitt í tengslum við afgreiðsluskilmála fyrirtækjanna, útsölur og almenn deilumál. Oft væri neytandi kominn til þeirra með kvörtun og fyrirtækin væru að kanna hver réttur hans væri. Sagði hún það vera mjög jákvætt að fyrirtæki sem og einstaklingar bæru mikið traust til samtakanna. Níu þúsund fyrirspurnir bárust Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna á síðasta ári: Spurt um rétt vegna raftækja og ferðalaga Kaupþing hefur afturkallað nýja kreditkortaskilmála bankans sem taka áttu gildi 10. mars. Breytingarnar lutu að því að bankinn áskildi sér rétt til að safna upplýsingum um hvernig kortin voru notuð, til að bankinn og samstarfsaðilar gætu boðið viðskipta- vinum sérvalin tilboð. Í tilkynningu frá Kaupþingi kemur fram að nýir skilmálar hafi valdið misskilningi og óánægju og hafi því verið afturkallað- ir. Kaupþing, sem útgefandi kortanna, vilji hins vegar bera ábyrgð gagnvart sínum viðskiptavinum á þeim skilmál- um sem í gildi séu. Í lok febrúar sendu Neytendasam- tökin erindi til Persónuverndar vegna skilmálanna, þar sem farið var fram á að breytingarnar á skilmálunum yrðu skoðaðar. ■ Skilmálar afturkallaðir: Ollu misskilningi og óánægju HILDIGUNNUR HAFSTEINSDÓTTIR Segir fólk orðið duglegra við að láta í sér heyra. Asics Kayano 13 hlaupaskór Verð: 18.300 kr. Opnunartilboð: 12.990 kr. Heelys hjólaskór Verð: 9.990 kr. Opnunartilboð: 7.990kr. silega verslun í Holtagörðum! Stórglæsileg North Face deild Opnunartilboð: 20% afsláttur af öllum North Face vörum Jamis barnahjól Árgerð 2008 Opnunartilboð: 20%afsláttur – Byltingarkenndir fótboltaskór sem allir knattspyrnumenn verða að prófa – kynning á laugardag. Adidas hlaupaskór og footscan greining – skokkarar vilja ekki missa af þessu – kynning á sunnudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.