Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 24
24 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR FIM Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 404 4.850 +0,69% Velta: 6.526 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,00 -0,62% ... Bakkavör 40,50 +1,12% ... Eimskipafélagið 29,10 +0,35% ... Exista 11,95 +0,59% ... FL Group 9,16 -0,22% ... Glitnir 17,00 +0,59% ... Icelandair 24,90 -0,40% ... Kaupþing 735,00 +1,10% ... Landsbankinn 26,50 +1,34% ... Marel 88,50 -1,45% ... SPRON 5,29 +0,57% ... Straumur- Burðarás 11,17 -1,15% ... Teymi 5,04 +1,00% ... Össur 91,00 -1,19% MESTA HÆKKUN LANDSBANKINN +1,34% BAKKAVÖR +1,12% KAUPÞING +1,10% MESTA LÆKKUN MAREL -1,45% ÖSSUR -1,19% STRAUMUR-B.ÁS -1,15% Hagnaður Royal Unibrew í Danmörku nam 155 milljónum danskra króna eftir skatt í fyrra, eða tæplega 2,1 milljarði króna, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. FL Group á 25,6 prósenta hlut í félaginu. Fram kemur að tekjur félagsins hafi aukist um 13 prósent milli ára, en á sama tíma dróst hagnaður saman um þriðjung. Stjórn Royal Unibrew leggur til fyrir aðalfund arðgreiðslu upp á 10 danskar krónur á hlut, eða heildararð upp á 59 milljónir dankra króna. Það jafngildir tæplega 797 milljónum íslenskra króna, sem greiddar verða út 6. maí næstkom- andi. Í hlut FL Group koma því væntanlega um 204 milljónir króna. - óká FRAMLEIÐSLAN Royal Unibrew framleiðir meðal annars Faxe-bjór. Hagnaður minnkar um þriðjung milli ára FL Group fær 204 milljónir í arð frá Royal Unibrew. Hagnaður dróst saman um 60 prósent milli ára hjá Sparisjóðn- um í Keflavík (SpKef) samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Eftir skatta nam hagnaður sjóðsins árið 2007 tæplega 1,9 milljörðum króna, en var 4,8 milljarðar árið áður. Mikill viðsnúningur varð í rekstri sjóðsins á seinni hluta ársins, en fyrstu sex mánuðina hafði verið methagnaður í rekstrinum upp á rúma 4,6 milljarða króna, en árið endaði sem fyrr segir tæplega 1,9 milljörðum. Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri SpKef, segir afkomu ársins viðunandi miðað við erfiðar markaðsaðstæður, en því sé ekki að neita að töluvert tap hafi verið á seinni hluta ársins. „Við eigum það stóra stöðu í Exista að það hafði mikil áhrif eftir að markaðir hrundu,“ segir hann. Eignin var færð á markaðs- virði í hálfsársuppgjöri. „Þetta truflar auðvitað eitthvað en horfir öðruvísi við hjá okkur sem á sínum tíma stofnuðum félagið og áttum. Þá hét þetta Scandin- avian Holding, varð síðan Meiður og svo Exista. Út af fyrir sig höfum við bara notað eignarhlut- inn sem við fengum út úr Kaupþingi á sínum tíma, en höfum ekki verið að fjárfesta neitt.“ Geirmundur segir stöðu sparisjóðsins góða. „CAD-hlutfall sjóðsins er fyrir 20 prósent,“ segir hann og kveður lausafjár- stöðu sjóðsins líka góða og fjármögnunarþörf ekki mikla. „Við höfum engar áhyggur. Ástandið í fjármálaheiminum er vitanlega ekki gott, en kemur verr niður á mörgum öðrum en okkur.“ Fram kemur í ársreikningi SpKef að stjórn sjóðsins leggi til að greiddur verði 25 prósenta arður til stofnfjáreigenda af endurmetnu stofnfé sjóðsins. Stofnféð nemur tæpum 13,6 milljörðum króna. Arður til stofnfjáreigendanna 1.626 næmi því um 3,4 milljörðum króna. Aðalfundur SpKef verður haldinn 11. mars. - óká SpKef tapar á seinni hluta ársins GEIRMUNDUR KRISTINSSON Vinsæll Skífukóngur Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar á þriðju- dag. Jón höfðaði mál gegn Hannesi árið 2004 en Hannes hafði gefið í skyn í ræðu og á heimasíðu sinni að Jón hefði efnast á ólöglegan hátt. Var hann í kjölfarið dæmdur til að greiða Jóni átta milljónir króna í skaðabætur auk kostnaðar og vaxta. Áhugi fólks hefur greinilega vaknað á Jóni síðustu misserin en heyrst hefur að ævisaga hans frá árinu 2005 sé einkar vinsæl á bókamarkaðnum í Perlunni um þessar mundir. Bókin er á tæpar 700 krónur, sem er frekar lítið fyrir 500 blaðsíðna doðrant. Toppmenn í vatninu Jón hefur slegið í gegn á fleiri stöðum en á bóka- markaðnum í Perlunni. Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem Jón og Kristján sonur hans eiga að mestu og stýra og selur margverðlaunað átappað vatn úr Ölfusinu í flöskum undir merkjum Icelandic Glacial hefur verið á rjúkandi ferð upp á síðkastið. Fyrirtækið hefur fengið heilmikla athygli víða um heim, nú síðast á Óskarsverðlaunahátíðinni en þar svöluðu heimsþekktar en þorstlátar kvikmynda- stjörnur sér á vatni feðganna úr Ölfusinu. Svo virðist sem hrakspár um efnahagssamdrátt hafi ekki ratað inn fyrir dyr Icelandic Water Holdings því fyrirtækið hefur fjölgað fólki á sama tíma og aðrir standa í upp- sögnum. Á meðal nýráðinna starfsmanna eru tveir stórjaxlar úr bandarískum drykkjavörugeira. Þeir eru Daniel Stepper, frá Coke, og James Harris, sem áður var einn af markaðsstjórum Fiji Waters, helsta keppi- nauti Icelandic Glacial vestanhafs. Munu þeir eiga að hjálpa til við stóraukna markaðshlutdeild úti í hinum stóra og harða heimi vatnsbransans. Peningaskápurinn ... ÍS LE N SK A S IA .I S U TI 4 12 62 0 2. 20 08 Komið á frábæra opn Höfum opnað nýja og stórglæsilega verslun í Holtagörðum. Fjöldi opnunartilboða, vörukynningar frá Adidas, Nike og Asics. Kristall Plús að drekka og blöðrur fyrir börnin. Opið: Fim. 11-21 Fös. 11-18 Lau. 10-18 Sun. 13-18 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 MARKAÐSPUNKTAR FL Group hefur selt 13,3 prósenta hlut sinn í norska innheimtufyr- irtækinu Aktiv Kapital. Söluverð- mætið nemur 6,3 milljörðum króna. Bókfært tap á fyrsta fjórðungi vegna sölunnar nemur 400 milljónum, að því er segir í tilkynningu. Verðbólga mældist 3,5 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar. Verðbólgan var mest í Tyrklandi, 8,2 prósent. Hún var 5,8 prósent hér á sama tíma en lang- minnst í Japan, 0,7 prósent. Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu nam 635,2 milljónum króna í fyrra samanborið við 1.458 milljónir í hitteðfyrra. Þetta er 56 prósenta samdráttur á milli ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.