Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 06.03.2008, Qupperneq 40
 6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● fermingar Fermingarkyrtillinn hefur bæði táknræna og praktíska merkingu. Hvíti liturinn og sniðið minnir á skírnarkjólinn, enda ferming stað- festing á skírn. Klæðnaður fermingarbarna áður fyrr var hlutlaus sparifatnað- ur. Stúlkur í einföldum hvítum kjól- um. Gjarnan með litlum kraga og krossi utanklæða og með hanska. Drengir í sínu fínasta pússi. Gjarn- an í jakkafötum sem síðan voru notuð við hátíðleg tilefni þangað til þau urðu of lítil. Klæðnaður barn- anna fór þó alltaf eftir efnahag for- eldra. Þau efnameiri voru fínni í tauinu en börn efnaminni foreldra þurftu jafnvel að láta sér nægja föt af öðrum. Þessi munur var mjög sýnilegur á þriðja og fjórða ára- tug síðustu aldar á Ís- landi. Ferm- ingarkyrtlarn- ir voru því inn- leiddir í kjölfarið svo að öll börn gætu staðið jöfn fyrir Guði á ferming- ardaginn. Hefðin fyrir ferm- ingarhönskunum er hins vegar nokkuð óljós. Hanskana bera að- eins stúlkur og þeir eru alltaf hvít- ir. Sumir tengja hanskana við hrein- leika sem á rætur sínar að rekja frá kaþólskri fermingarhefð. Enn aðrir nefna tískustrauma þar sem flestar konur báru hanska utan húss fram á sjötta áratuginn. Þess vegna eru líkur á að hansk- arnir séu sam- blanda af trúarlegri hefð og tískustraumum. Algengast er að hanskarnir séu úr satíni eða heklaðir. Sumar stúlkur bera jafnvel hanska frá móður eða ömmu. Fermingar- hanskarnir hafa fylgt tískustraum- um eins og fermingarfötin. Þar má sjá ýmis tilbrigði á borð við blúndur og grifflur. Sumar eru stúlkurnar þó hanska lausar eða leyfa sér nýjar leiðir með hönskum í lit. Hvítt á kyrtli og hönd Þegar Jesús stofnaði til kvöld- máltíðarinnar notaði hann brauð og vín. Brauðið táknar líkama Krists og vínið blóð hans. Saman myndar þetta eina heild sem er Kristur allur. Kirkjan hefur allar götur síðan notað þessi tákn við altaris göngur. Ekki þarf að neyta nema annars til að njóta alls þess sem fylgir sakramentinu og er vel hægt að láta brauðið duga. Á síðustu árum hefur vínið ekki haft sömu merkingu lífs og gleði og áður og hjá mörgum táknar það hið gagnstæða. Kristján Valur Ingólfsson, formaður helgisiða- nefndar, sem ályktar um hvaða vín megi nota við guðsþjónustur, segir að af þeim sökum hafi fyrir mörg- um árum verið heimilað að nota áfengisskert vín við altarisgöng- ur en áfengismagnið í því er ein- ungis um 0,05 prósent og fæst það í matvöruverslunum. „Þetta vín er engu að síður unnið úr ávöxtum vínviðarins líkt og vínið sem Jesús notaði,“ segir hann. Á árum áður framleiddi Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins svokallað messuvín. Það var tölu- vert sterkara en venjulegt rauð- vín. Ástæðan fyrir því er sú að í gamla daga sigldu skip með vín frá meginlandinu á norðurslóðir en til að auka geymsluþol vínsins var það styrkt. Í messuvíninu frá ÁTVR var sérríi blandað í rauð- vínið til að viðhalda hefðinni og til að auka geymsluþol. „Eftir að framleiðslu messu- vínsins var hætt hafa flestar kirkj- ur notað rautt púrtvín en geymslu- þol þess er mun meira en rauðvíns. Ég hef líka ráðlagt prestum að nota sérrí en í því er minna áfeng- ismagn en í púrtvíni. Flestir nota þó púrtvín,“ segir Kristján Valur en bætir því við að það sé yfirleitt blandað að minnsta kosti til helm- inga með vatni. Í kringum fermingar vaknar oft sú umræða að börnin fái fyrst að bragða áfengi í altarisgöngunni. Þó að magnið sé yfirleitt óveru- legt, þar sem brauðinu er dýft í kaleikinn en ekki er dreypt á honum, þá finnst sumum það mót- sagnakennt. „Ég hugsa að það væri einfald- ast að nota einungis óáfengt vín við altarisgöngur fermingarbarna til að koma í veg fyrir það að altaris- sakramentinu og áfengisneyslu sé blandað saman, því þetta er tvennt ólíkt. Vínið táknar það sama þó að það sé óáfengt og því ekkert því til fyrirstöðu.“ Kristján segir vand- ann við óáfenga vínið hins vegar þann að það fæst einungis í stór- um flöskum. Geymsluþol þess er lítið og því fer mikið til spillis. Í Laugarneskirkju hefur lengi verið boðið upp á óáfengt vín í öllum guðsþjónustum. „Það getur verið útilokandi fyrir þá sem glíma við fíkn að bjóða upp á áfengt vín og því var þessi ákvörðun tekin,“ segir Hildur Eir Bolladóttir prestur í Laugarneskirkju. - ve Messuvín ýmist óáfengt eða vatnsþynnt púrtvín Í Laugarneskirkju, þar sem Hildur Eir Bolladóttir þjónar fyrir altari, er einungis boðið upp á óáfengt vín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristján Valur Ingólfsson, formaður helgisiðanefndar, segir vínið tákna það sama hvort sem það er óáfengt eða ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenskt handverk Tákn heilagrar þrenningar til styrktar blindum 7” Mikið úrval fermingargjafa á elo.is www.elo.is Netverslun - Hlíðasmára 13, Kóp - Sími 554-0400 Spilar stafrænar myndir, video og tónlist. Innbyggt dagatal og klukka, vekjari og 2 hátalarar. Fjarstýring, tekur flest minniskort Kr.12. 900 Verð á ður kr . 22.90 010.000 kr. afs l Stafrænn LCD myndarammi með fjarstýringu Skólavörðustíg 12 & Smiðjuveg 4, Kópavogi litirogfondur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.