Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 42

Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 42
 6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fermingar Fermingarundirbúningurinn er sjálfsagt langt á veg kominn á heimilum þeirra landsmanna sem láta ferma og þeir allra skipu- lögðustu búnir að kaupa föt og panta tíma í klippingu og greiðslu fyrir fermingarbarnið. Salurinn, skreytingarnar og veitingarnar frágengnar og einhverjir með fallega sálmabók í sigtinu. Sálmabækur þurfa flest fermingarbörn að eiga, að minnsta kosti þau sem stað- festa trú sína í kirkju. Sálmabækurnar fást bæði í svörtu og hvítu, annað hvort með eða án áletrunar. Þær má nálgast á ýmsum stöðum, þar á meðal í Kirkjuhúsinu, Blóma- vali og í Garðheimum, þar sem stykkið kostar frá 1.740 krón- um og upp úr. Borga þarf auka- lega fyrir áletrun í sálmabæk- urnar, en löng hefð er fyrir því að annað hvort nafn fermingar- barnsins eða valin orð úr bæn eða sálmi séu letruð á þær. - mmr Byggir á gamalli hefð Sálmabækur fást í hvítu og svörtu. Hægt er að fá áletrun á bækurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 32 7 02 /0 8 North Face Aleutian svefnpoki Þægilegur að -2C° Mesta kuldaþol -19C° fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 12.990 kr. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Fermingardagurinn er yndis- legur í allri sinni dýrð. Merkis- dagur í lífi barns og fjölskyldu þess, og ekkert til sparað í gleði, hátíðleika, veislu og feg- urð. Þetta veit María Másdóttir listfræðingur, blómaskreytir og eigandi Blómahönnunar í Listhúsinu í Laugardal, en hún á heiðurinn að fallegum ferm- ingarskreytingum sem sjást hér á myndum. „Mér finnst svo ánægjulegt hve margir foreldrar koma með ferm- ingarbörn sín til okkar og hve ákveðnar skoðanir unglingarnir hafa á því hvernig þeir vilja hafa veisluumgjörð fermingardags síns,“ segir María þar sem hún leggur lokahönd á fallega borð- skreytingu með grænum orkíd- eum. „Orkídeur eru vinsælar til skreytinga nú og notadrjúgar því af einu blómi má klippa niður blóm og lauf í mismunandi skreytingar. Þannig má setja hluta blómanna í vasa á veisluborðið og annan hluta í litla blómakubba á gestabókar- borðið, eða ofan í kertaluktir til skrauts með fermingarkertinu,“ segir María, sem í fórum sínum á glitrandi og litríkar glimmer kúlur sem unglingarnir heillast mjög af. „Það má segja að strákarnir vilji síst bleikan lit í sínar skreyt- ingar, en annars séu þeir opnir fyrir breiðu litavali og þar á meðal rauðu. Stelpurnar eru meira fyrir þema og vita upp á hár hvað þær vilja, um leið og þær eru opnar fyrir öllum litum og nýjungum,“ segir María samtímis því að hún setur kristilegt kerti ofan í fallega kertalukt. „Við lánum blómavasa, kerta- luktir og annað undirlag í fallegu úrvali, þannig að blóm, kerti og skrautkúlur eru það eina sem keypt er. Það nýtur aukinna vin- sælda því oft liggur mikill pen- ingur í slíkum munum sem svo detta úr tísku og fólk situr uppi með í stórum stíl. Kostnaður við gerð fermingarskreytinga er því miklu lægri en áður var, og þótt tíska í skreytingum sé nú fremur látlaus, er hún samt mjög ákveð- in yfirlýsing með glamúr og feg- urð.“ - þlg Unglingar vita hvað þeir vilja Bleikar orkídeur í glærum vasa sem einnig nýtast í lítinn blómakubb og fallegt ferm- ingarkerti í glitrandi steinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dásamleg kertaskreyting fyrir fermingar- drenginn í fallegri lukt með hvítri rós og hvítum perlum, ásamt silfruðum og bláum glimmerkúlum. Bleikar orkídeur með perluskrauti í litlum vasa á gestabókarborðið. Hluti smáatriða í skvísulegri kerta- skreytingu fyrir fermingarstúlkuna með bleikum og silfruðum glimmerkúlum og bleikum orkídeum. Grænar orkídeur falla að smekk beggja kynja og fallegt að sjá litlar blómakúlur fljóta um í stóra vasanum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.