Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 06.03.2008, Síða 42
 6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fermingar Fermingarundirbúningurinn er sjálfsagt langt á veg kominn á heimilum þeirra landsmanna sem láta ferma og þeir allra skipu- lögðustu búnir að kaupa föt og panta tíma í klippingu og greiðslu fyrir fermingarbarnið. Salurinn, skreytingarnar og veitingarnar frágengnar og einhverjir með fallega sálmabók í sigtinu. Sálmabækur þurfa flest fermingarbörn að eiga, að minnsta kosti þau sem stað- festa trú sína í kirkju. Sálmabækurnar fást bæði í svörtu og hvítu, annað hvort með eða án áletrunar. Þær má nálgast á ýmsum stöðum, þar á meðal í Kirkjuhúsinu, Blóma- vali og í Garðheimum, þar sem stykkið kostar frá 1.740 krón- um og upp úr. Borga þarf auka- lega fyrir áletrun í sálmabæk- urnar, en löng hefð er fyrir því að annað hvort nafn fermingar- barnsins eða valin orð úr bæn eða sálmi séu letruð á þær. - mmr Byggir á gamalli hefð Sálmabækur fást í hvítu og svörtu. Hægt er að fá áletrun á bækurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 32 7 02 /0 8 North Face Aleutian svefnpoki Þægilegur að -2C° Mesta kuldaþol -19C° fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 12.990 kr. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Fermingardagurinn er yndis- legur í allri sinni dýrð. Merkis- dagur í lífi barns og fjölskyldu þess, og ekkert til sparað í gleði, hátíðleika, veislu og feg- urð. Þetta veit María Másdóttir listfræðingur, blómaskreytir og eigandi Blómahönnunar í Listhúsinu í Laugardal, en hún á heiðurinn að fallegum ferm- ingarskreytingum sem sjást hér á myndum. „Mér finnst svo ánægjulegt hve margir foreldrar koma með ferm- ingarbörn sín til okkar og hve ákveðnar skoðanir unglingarnir hafa á því hvernig þeir vilja hafa veisluumgjörð fermingardags síns,“ segir María þar sem hún leggur lokahönd á fallega borð- skreytingu með grænum orkíd- eum. „Orkídeur eru vinsælar til skreytinga nú og notadrjúgar því af einu blómi má klippa niður blóm og lauf í mismunandi skreytingar. Þannig má setja hluta blómanna í vasa á veisluborðið og annan hluta í litla blómakubba á gestabókar- borðið, eða ofan í kertaluktir til skrauts með fermingarkertinu,“ segir María, sem í fórum sínum á glitrandi og litríkar glimmer kúlur sem unglingarnir heillast mjög af. „Það má segja að strákarnir vilji síst bleikan lit í sínar skreyt- ingar, en annars séu þeir opnir fyrir breiðu litavali og þar á meðal rauðu. Stelpurnar eru meira fyrir þema og vita upp á hár hvað þær vilja, um leið og þær eru opnar fyrir öllum litum og nýjungum,“ segir María samtímis því að hún setur kristilegt kerti ofan í fallega kertalukt. „Við lánum blómavasa, kerta- luktir og annað undirlag í fallegu úrvali, þannig að blóm, kerti og skrautkúlur eru það eina sem keypt er. Það nýtur aukinna vin- sælda því oft liggur mikill pen- ingur í slíkum munum sem svo detta úr tísku og fólk situr uppi með í stórum stíl. Kostnaður við gerð fermingarskreytinga er því miklu lægri en áður var, og þótt tíska í skreytingum sé nú fremur látlaus, er hún samt mjög ákveð- in yfirlýsing með glamúr og feg- urð.“ - þlg Unglingar vita hvað þeir vilja Bleikar orkídeur í glærum vasa sem einnig nýtast í lítinn blómakubb og fallegt ferm- ingarkerti í glitrandi steinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dásamleg kertaskreyting fyrir fermingar- drenginn í fallegri lukt með hvítri rós og hvítum perlum, ásamt silfruðum og bláum glimmerkúlum. Bleikar orkídeur með perluskrauti í litlum vasa á gestabókarborðið. Hluti smáatriða í skvísulegri kerta- skreytingu fyrir fermingarstúlkuna með bleikum og silfruðum glimmerkúlum og bleikum orkídeum. Grænar orkídeur falla að smekk beggja kynja og fallegt að sjá litlar blómakúlur fljóta um í stóra vasanum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.