Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 56
 6. MARS 2008 FIMMTUDAGUR20 ● fréttablaðið ● fermingar 41.310 KETTLER PRIMUS LYFTINGABEKKUR SCOTT VOLTAGE 44.90021 gíra Shimano, super stíft álstell með framdempara BOXSETT púði, hanskar, sippuband og teljari. 13.990 Boxpúðar verð frá 12.500 Boxhanskar verð frá 3.500 Handlóðasett 10 kg. 3.990 kr. Lóðasett 50 kg. 18.700 kr. Bretti, bindingar og skór NITRO SMJÓBRETTI 37.660 Verð frá SKÍÐASKÓR 13.500 Verð frá SKÍÐAGLERAUGU 2.690 Verð frá TILBOÐ Verð frá 21 gíra fj allahjól með framdempara 29.900 GIANT ROCK 26” Verð aðeins 16.800 SKÍÐI OG BINDINGAR Verð fráSkíðaúlpur, buxur, hanskar, húfur, nærföt o.fl . Fjölskylda Maríu Tamimi aðhyllist ólík trúarbrögð. Hún fermdist ekki sjálf en styður dóttur sína í þeirri ákvörðun að fermast í vor. Það er óhætt að segja að María Tamimi sé umvafin trú. Eiginmaður hennar, Hallur Ing- ólfsson, er prestssonur. Faðir hennar, Sal- mann Tamimi, er formaður Félags múslima. Móðurbróðir hennar, Gunnar Þorsteins- son, er forstöðumaður hins kristna safnað- ar Krossins. Móðir hennar, Þórstína Björg Þorsteinsdóttir, er skráð í þjóðkirkjuna og María er skírð og er þar með einnig skráð í þjóðkirkjuna en hún hefur aldrei staðfest þá skráningu. „Kristinfræðsla í skólanum samræmd- ist ekki mínum skoðunum, það fór ekki vel í mig þegar talað var um Jesú sem eina son Guðs. Þá fannst mér eins og það væri kom- inn milliliður milli mín og Guðs. Ég held að ég sé í milliliðalausu sambandi við Guð. Guð er nefnilega í okkur öllum. Þegar kom að fermingu kom það einhvern veginn ekki til greina að fermast. Vinir mínir og skóla- félagar fermdust held ég allir en það var ekki mín leið. Ef borgaraleg ferming hefði verið í boði þegar ég var fjórtán ára hefði ég kannski valið þá leið en hún var ekki í boði. Það var aldrei talað um fermingu á heimil- inu og ég hugsaði í raun lítið út í það,“ segir María, sem stendur nú á öðrum tímamótum í sínu lífi. Frumburðurinn, Hera Hallsdóttir, ætlar að staðfesta sína trú. Hún hefur valið að fermast og mun fara með sín ritningarorð í Langholtskirkju. Eftir athöfnina í kirkj- unni verður fjölskyldu og vinum boðið upp á heimalagaðar veitingar í sal hjá ömmu og afa. Fermingarbarnið valdi að hafa veisluna í japönskum stíl og hennar orð og vilji fá að ráða þennan dag. „Við ræðum ekki mikið um trú og túar- brögð á heimilinu. Engu að síður vita krakk- arnir okkar ýmislegt um íslam og Kóran- inn til jafns við Biblíuna og sitthvað um önnur trúarbrögð. Þau eru öll skírð en þegar kemur að fermingu er það þeirra að velja hvað þau gera. Hera valdi sjálf að fermast og staðfesta kristna trú og þá styðjum við hana í þeirri ákvörðun. Hún veit hvað hún er að gera,“ segir María stolt og viðurkennir að vera mjög ánægð að fá tilefni til að hóa fjöl- skyldunni saman og hitta alla. „Tíminn líður svo hratt að maður gefur sér allt of sjaldan tíma til að hitta ættingja og vini. Fermingar og aðrar stórveislur eru frábærar fyrir stórfjölskylduna. Það er svo gott fyrir fólk að gleðjast saman. Það er eitt að því sem mér finnst Palestína hafa um- fram Ísland. Fjölskylduböndin eru mun sterkari þar en hér og fólk gefur sér meiri tíma til að vera saman,“ segir María dreym- in og vonar að friður komist á fljótlega svo hún geti farið þangað með fjölskylduna. María fór með fjölskyldunni árlega til Palestínu frá unga aldri og bjó þar í ár þegar hún var fimmtán ára. Um sína upplifun af landinu, trúnni og menningunni segir hún: „Það er skrítið að hugsa til þess en ég var aldrei hrædd þar, kannski óþarflega huguð þar sem ég stalst stundum út, í óþökk pabba, til að taka þátt í mótmælum. Ég man meira að segja eftir því að hafa safnað táragas- hylkjum og verið að hlaupa undan löggunni. Það þýðir ekkert að vera hræddur, hvort sem maður býr hér á friðsælu Íslandi eða í ófriðarástandi í Palestínu.“ María segir hins vegar ekkert skrítið að fólk skuli vera hrætt þegar það býr við stríðsástand. „Fólki sem líður illa og er hrætt leit- ar í trúna til að finna styrk. Við þurfum að auka fræðslu hér til að spyrna við fordóm- um. Það má alveg byrja í grunnskólum með aukinni trúarbragðafræðslu, eins og ég held að sé gert í Austurbæjarskóla, þar sem krakkarnir kynnast og læra inn á aðra menningu og fá innsýn í aðra trú. Íslamstrú og kristni eru mjög lík trúarbrögð í grunn- inn og ef fólk kynnir sér önnur trúarbrögð losnum við fljótlega við fordóma sem skap- ast af fáfræði. Ég neita að setja stimpil á mína trú en ég trúi á Guð!” - vaj María milli Múhameðs og Krists María Tamimi með dóttir sína Heru Hallsdóttir sem fermist nú í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.