Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 74

Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 74
 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR Reykjavíkurakademían boðar til síðdegisfundar um skipulag og framtíð miðborgar Reykjavíkur í dag á milli kl. 16.30 og 18.30. Í fyrri hluta dagskrár verða flutt tvö framsögu- erindi. Hjálmar Sveinsson, heimspekingur og útvarpsmaður, reifar helstu yfirstandandi og yfirvofandi verkefni á sviði skipulagsmála milli Kvosar og Norðurmýrar og hugmyndafræði þeirra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, doktorsnemi í skipulagshagfræði, ræðir niðurrif, uppbyggingu og endurreisn í gamla bænum og gildi miðbæja fyrir hagsæld og mannlíf í borg- um. Að loknu stuttu kaffihléi mun Hjálmar Sveinsson leiða pallborðsumræður um skipulag og framtíð miðborgar Reykjavíkur. Þátttakendur í umræðunum verða Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs, Nikulás Úlfar Másson, forstöðu- maður Húsafriðunarnefndar ríkisins, og Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Portus, sem stendur að uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss á svonefndu Austurhafnarsvæði. Málþingið fer fram í húsnæði Reykjavíkuraka- demíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. - vþ Samræmi eða óreiða? Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í kvöld verður leikin tónlist sem talin er tilheyra hinum svokallaða „seinni Vínar- skóla“. Með þessu hugtaki er átt við tónsmíðar hóps byltingarkenndra tónskálda sem starfaði í Vínarborg snemma á tuttugustu öld- inni. Forystumenn stefnunnar voru þrír, þeir Arnold Schönberg og tveir nemenda hans, Anton Webern og Alban Berg, og það eru verk úr smiðju þeirra þre- menninga sem flutt verða á tón- leikunum. Þó svo að tónsmíðar þremenn- inganna væru nýstárlegar þá lögðu þeir einnig rækt við fortíð- ina; þannig flytur Sinfóníuhljóm- sveitin tvær hljómsveitarumrit- anir úr smiðju þeirra á eldri verkum. Hér er um að ræða þátt úr Tónafórn J.S. Bach sem Anton Webern bjó í hljómsveitarbúning sem löngu er orðinn sígildur á eigin forsendum og umritun Arnolds Schönbergs á píanókvart- ett eftir Brahms sem einnig hefur notið talverðra vinsælda. Hápunktur tónleikanna verður þó án efa túlkun Sigrúnar Eðvalds- dóttur á fiðlukonsert Albans Berg. Í konserti þessum blandar Berg saman tónsmíðaaðferð þeirra félaganna og vísunum í eldri tónlist, sálmaforspil eftir Bach og austurrískt þjóðlag, svo úr verður sérlega frumlegt og áhrifaríkt verk. Berg samdi kons- ertinn til minningar um unga stúlku, Manon, dóttur Ölmu Mahler sem var mikil vinkona Bergs. Útkoman var tilfinninga- þrungið snilldarverk sem stund- um er kallað „Sálumessa fyrir fiðlu“. Fiðluleikarann Sigrúnu Eðvaldsdóttur þarf vart að kynna. Hún er fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn. Skap hiti hennar og tilfinninga- þrungin spilamennska á einstak- lega vel við konsert Albans Berg. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum er Rumon Gamba, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Vert er að benda á að fyrir tón- leikana fer fram súpufundur á vegum Vinafélags Sinfóníuhljóm- sveitarinnar þar sem dagskrá tónleika kvöldsins verður kynnt með erindi og súpa snædd í leið- inni. Í kvöld verður það Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræð- ingur og tónlistarstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar, sem fjallar um tónskáldin og verkin og þá sér- lega tónsmíðaaðferð Schönbergs og nemenda hans. Súpufundurinn fer fram í Sunnusal Hótels Sögu og hefst kl. 18. Aðgangseyrir að fundinum er 1.200 kr. Tónleikarnir sjálfir hefj- ast svo kl. 19.30 í Háskólabíói. Miðaverð er á bilinu 2.800 kr. til 3.200 kr. - vþ Vínarskólinn seinni undir smásjána í kvöld SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR Leikur fiðlukonsert Albans Bergs í kvöld. HJÁLMAR SVEINSSON Fer yfir stöðu skipu- lagsmála á málþingi í dag. LAUGADAGUR 8. MARS KL. 13 MEISTARI MOZART. STRENGJA-OG PÍANÓKVINTETT TÓNLEIKAR KENNARA TÓNÓ KÓP. LAUGADAGUR 8. MARS KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGBÓK JAZZINS. TÓNLIST COLES PORTERS. KRISTJANA STEFÁNS & FÉLAGAR SUNNUDAGUR 9. MARS KL. 16 SÖNGLÖG JÓRUNNAR VIÐAR. HELGA RÓS OG GUÐRÚN DALÍA ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR. LUBOV STUCHEVSKAYA, TÓMAS TÓMASSON OG KURT KOPETSKY MIÐVIKUDAGUR 12. MARS KL. 20 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR SIMON SMITH - ÖLL PÍANÓVERK HAFLIÐA HALLGRÍMSSONAR EINSTAKT TÆKIFÆRI ! Tryggðu þér miða á www.midi.is Takmarkaður sýningafjöldi www.lokal.is Reykjavíkurborg Fjárlaganefnd Alþingis WWW.ICELANDAIR.IS 5.- 9. marz Alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík Þátttakendur: New York City Players Vivarium Studio Erna Ómarsdóttir og Lieven Dousselare Nature Theatre of Oklahoma Þjóðleikhúsið Draumasmiðjan Sokkabandið Dagskrá og nánari upplýsingar á Miðasala hafin á midi.is! www.lokal.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.