Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 82

Fréttablaðið - 06.03.2008, Side 82
46 6. mars 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > ENGIN BRITNEY Victoria Beckham segir að hún myndi missa vitið ef líf hennar líktist lífi Britney Spears, sem er hundelt af ljósmyndurum á degi hverjum. „Ég þarf næði með eig- inmanni mínum og börnum, ann- ars yrði ég bara klikkuð,“ segir Beckham, sem birtist þó ósjald- an í slúðurblöðunum sjálf. Þótt lag Barða Jóhannssonar, Ho ho ho we say hey hey hey, hafi tapað fyrir Fullkomnu lífi Örlygs Smára, geta aðdáendur Merced- ez Club andað léttar, því framlag Letta í ár er næstum því alveg eins og Ho ho ho. Það eru reyndar engin vöðvatröll sem flytja það heldur tveir söngvarar og ein söngkona sem öll eru klædd upp eins og sjóræningjar. Á bakvið þau skaka sér svo léttklæddar sjóræningastelpur. Söngtríóið heitir Pirates of the Sea upp á ensku og er skipað Aleksandru Kurusova, Janis Vaisla og Roberto Meloni. Roberto er ítalskur en hefur búið um hríð í Lettlandi og keppti fyrir hönd þjóðarinnar í fyrra í sönghópnum Bonaparti.lv. Lagið sem sönghóp- urinn flytur sigraði með nokkrum yfirburðum. Það heitir Wolves of the Sea og það þurfti hvorki fleiri né færri en fjóra sænska lagahöf- unda til að berja það saman. Lagið er mjög grípandi og viðlagið minnir mikið á Hó hóið hans Barða. Í því er sungið „We‘re the hi hi ho, we‘re the hi hi hey“. Lettar keppa á seinna undankvöldinu eins og við, og því má reikna með að við styðjum þá með ráðum og dáðum og símunum okkar. Lettar syngja Hi Hi Ho LETTNESKU SJÓRÆNINGJARNIR syngja hæ hæ hó og hæ hæ hey. 79 DAGAR TIL STEFNU Breska söngkonan Lily Allen hefur leitað sér hjálpar vegna þunglyndis. Hún dvelst nú á með- ferðarheimili í London en fær að fara út til að hitta vini og vinna við tökur á þáttunum Lily Allen and Friends sem nú eru sýndir á BBC3. „Síðustu mánuðir hafa verið mjög erfiðir fyrir Lily,“ segir heimildarmaður The Sun. Söng- konan þurfti að takast á við fóst- urlát í janúar og skömmu síðar slitu hún og kærastinn, Ed Sim- ons, sambandi sínu. „Hún var svo hamingjusöm að vera ólétt og var tilbúin að fórna skemmtanalífinu til að koma sér fyrir og eignast fjölskyldu,“ segir heimildarmað- urinn. „Hún hefur reynt að takast á við þetta en fannst að hún þyrfti aðstoð fagmanns,“ bætir hann við. „Hún bregst vel við meðferð- inni og er ánægð með að hún megi fara út til að taka upp fyrir þátt- inn og hitta þá vini sem styðja við bakið á henni.“ Lily aflýsti nýlega tónleikum sínum á Isle of Wight-hátíðinni í júní og talið er að hún muni einnig fresta útgáfu næstu plötu sinnar. Leitar hjálpar við þunglyndi ERFIÐUR TÍMI Lily Allen hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu mánuði, en hún hefur nú leitað sér hjálpar vegna þunglyndis. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrri undanúrslitaleik- urinn í Gettu betur fer fram á RÚV í kvöld þegar Menntaskólinn á Akureyri mætir Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fréttablaðið tók púlsinn á stemning- unni. Sofa vel og slaka á Lið MA skipa þau Konráð Guð- jónsson, Svala Lind Birnudóttir og Arna Hjörleifsdóttir. Arna varð fyrir svörum. Besti árangur MA til þessa? „MA vann keppnina árin 1991 og 1992 og svo aftur 2006.“ Leið MA í undanúrslitin? „Við mættum Fjölbrautaskólanum við Ármúla í fyrri útvarpsumferð- inni og unnum 26-16. Í seinni útvarpsumferðinni mættum við Menntaskólanum á Egilsstöðum og sigruðum með 28 stigum gegn 17. Við mættum síðan Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi í 8-liða úrslitum og sigrðum 30-24.“ Hvernig er undirbúningi háttað fyrir keppni? „Við höfum bara æft reglulega í allan vetur og sérstaklega eftir áramót.“ Helgisiðir fyrir keppni? „Nei, við erum voðalega róleg í þeim efnum. Reynum bara að sofa vel, slaka á og taka lífinu rólega.“ Óskaandstæðingur í úslitum? „Þegar það er komið svona langt í keppninni skiptir það ekki máli. Ef maður ætlar að vinna keppnina verður maður að geta unnið alla.“ Óskastigavörður? „Svo sem enginn sérstakur en það væri skemmtileg tilbreyting að sjá einhvern tímann karlkyns stiga- vörð. Annars er Steinunn Vala mjög fínn stigavörður, enda gamall MA-ingur.“ Sérsvið þitt? „Það hittist þannig á að við erum hvert á sinni brautinni þannig að það kemur í minn hlut að vita hluti tengda náttúrufræði og þess hátt- ar. Ég reyni líka að vera með ættar- tengsl og fólk í fréttum á hreinu.“ Hvað veistu akkúrat ekkert um? „Ég veit nákvæmlega ekki neitt um gamlar bíómyndir og hljóm- sveitir, en Konni veit nú vonandi eitthvað um það.“ Hver er kynþokkafyllstur í liði MA? „Þjálfararnir.“ Uppáhaldshljómsveit íslensk? „Flashy Hannes og Sprengjuhöll- in.“ Uppáhaldssjónvarpsþáttur (fyrir utan Gettu betur!)? „Eru til aðrir sjónvarpsþættir en Gettu betur? Annars höfðar lækna- drama eins og ER og Grey’s Ana- tomy mjög til mín.“ Eyða í áfengi, konur og bíla Lið MH skipa þeir Arnar Péturs- son, Ingi Þór Óskarsson og Snorri Hallgrímsson. Snorri svaraði spurningum Fréttablaðsins. Besti árangur MH til þessa? „Fimm sinnum komist í úrslit og alltaf tapað.“ Leið MH í undanúrslitin? „Við sigruðum vini okkar í Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri í 1. umferð og unnum svo eina húsnæðislausa skóla landsins, Menntaskóla Borgarfjarðar, í 2. umferð. Í 8 liða úrslitum sigruð- um við Kvennaskólann í Reykja- vík í mjög umdeildri keppni þar sem Páll Ásgeir dómari fór á kost- um.“ Hvernig er undirbúningi háttað fyrir keppni? „Við öðlumst þekkingu frá hinum látnu í gegnum miðilsfundi.“ Helgisiðir fyrir keppni? „Ekki annað en að við eyðum pen- ingum nemendafélagsins í áfengi, konur og bíla. Restin fer svo í vitleysu.“ Óskaandstæðingur í úrslitum? „MR.“ Óskastigavörður? „Whoopi Goldberg.“ Sérsvið þitt? „Led Zeppelin, ljóð um bavíana, Liverpool og bara flest sem byrj- ar á bókstafnum l. Fyrir utan Whoopi Goldberg auðvitað.“ Hvað veistu akkúrat ekkert um? „Mig myndi langa að fræðast meira um Cockermouth, sem er bær í Skotlandi. Ég veit lítið um hann en ætla mér að fara þangað einhvern tíma.“ Hver er kynþokkafyllstur í liði MH? „Ingi Þór Óskarsson – eða Björn Ingi eins og hann er kallaður.“ Uppáhaldshljómsveit íslensk? „Erfitt val. Ég sjálfur spila á trommur og hvað eina í Pönk- bandinu Fjölni og Arnar spilar á gítar í Mammút. Eftir á að hyggja er valið auðvelt: Pönkbandið Fjölnir.“ Uppáhaldssjónvarpsþáttur (fyrir utan Gettu betur!)? „Simpsons.“ MA sefur vel en MH æfir sig á miðilsfundum SKIPTIR EKKI MÁLI HVERJUM ÞAU MÆTA Í ÚRSLITUM Gettu betur-lið MA. Arna er í miðjunni. VILJA MÆTA MR Í ÚRSLITUM Gettu betur-lið MH.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.