Fréttablaðið - 06.03.2008, Page 90
6. mars 2008 FIMMTUDAGUR
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/D
A
S
4
14
38
0
2/
08
Sýndu þinn stuðning við baráttuna fyrir bættum
aðbúnaði aldraðra – þörfin er brýn.
Miðaverð aðeins 1.000 kr. (tvöfaldur 2.000 kr.)
Hringdu núna í síma 561 7757 – Kauptu miða á www.das.is -vinningur í hverri viku
Drögum í kvöld!
Harley 8. mars – 62 milljónir í mars!
Harley
+3 milljónir
í bakpokann
á tvöfaldan miða!
FÓTBOLTI Spánverjinn ungi Cesc
Fabregas, sem átti stórleik í sigri
Arsenal gegn AC Milan í Meist-
aradeildinni á San Siro í fyrra-
kvöld, telur enska liðið hafa sýnt
og sannað með sigrinum gegn ríkj-
andi Evrópumeisturum að það
hafi alla burði til þess að vera sig-
ursælt í lok leiktíðarinnar.
„Arsenal situr á toppi ensku
úrvalsdeildarinnar og er komið í
átta liða úrslit Meistaradeildar-
innar eftir að hafa slegið út núver-
andi Evrópumeistara á þeirra
heimavelli og ég get ekki séð af
hverju við ættum ekki að vinna
báða titlana,“ sagði Fabregas
bjartsýnn á fjölmiðlafundi eftir
leikinn á San Siro.
Hvað varðar Meistaradeildar-
drauma Fabregas er fjarri því að
hann sé einn á þeirri skoðun að hið
unga lið Arsenal geti farið alla leið
því Carlo Ancelotti, knattspyrnu-
stjóri AC Milan, telur enska liðið
afar sigurstranglegt.
„Arsenal er geysilega öflugt og
átti sigurinn skilið gegn AC Milan
og leikmenn enska liðsins sýndu
það mikið hugrekki á San Siro að
ég sannfærðist um að þeir geti
farið í úrslitaleikinn og ég vona að
Arsenal vinni Meistaradeildina,
það er líka skárra að hafa fallið úr
keppni gegn liðinu sem vann,“
sagði Ancelotti í leikslok í fyrra-
kvöld. - óþ
Cesc Fabregas með sjálfstraustið í lagi:
Arsenal getur vel
unnið tvo titla
SIGURVISS Fabregas sér ekki
af hverju Arsenal ætti ekki að
geta unnið bæði ensku úrvals-
deildina og Meistaradeildina.
NORDIC PHOTOS/GETTY