Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál- efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Efnahagsmál Bernanke seðlabanka-stjóri í BNA hefur lagt fram drög að regl- um sem takmarka fram- andi og dýr lán til fólks umfram greiðslugetu. Þær eiga að taka gildi eftir mánuð. Miklar skuldir fólks fylgja ofmati eigna og valda áhættu. Lánaþensla hófst síðla árs 2004. Veitt voru 90-100% lán til 40 ára. Flestir bankar öfluðu fjár á móti til aðeins 5 ára. Stutt lán eru á lægri vöxtum, það jók vaxta- muninn og kaupréttina. Bankinn áskilur sér hækkun vaxta eftir 5 ár. Bankar eru með hundruð milljarða í íbúðalánum. Vextir fyrstu lánanna endurskoðast síðla árs 2009 og svo áfram. Hverjir verða vextir á markaði þá? Þeim verður velt yfir á heim- ilin. Algeng fyrstu íbúðakaup nema 22,5 m.kr. og 80% jafn- greiðslulán er 18 m.kr. til 40 ára. Vextir voru 4,15% 2004 og mán- aðarleg greiðsla 85.169 kr. Ef miðað er við vexti Íbúðalánasjóðs nú 5,76% fer greiðslan í 95.585 kr. Segjum að vextir hækki ekki frekar. Af þessu láni þarf þá að greiða um 125 þús. kr. meira á ári hverju í a.m.k. 5 ár og e.t.v. leng- ur, jafnvel í 35 ár. Það væru 4,4 m.kr. Þar sem sá kostnaður dreif- ist á framtíðina þarf að reikna hann til núvirðis. Sé það gert með þeim 5.76% vöxtum sem nú gilda fæst núvirðið 1,9 m.kr. Það yrði tap lánþegans á hækkuninni og rýrir hreina eign hans sem var 5 m.kr. skyndilega um 8,4% af verði hennar. En hann þolir þetta. Skuldadrifið verðfall Nú kreppir að. Kaupmáttur rýrn- ar þá oftast um 5-6% 3 ár í röð. Útlendingar sitja í störfum sínum, atvinna og yfirvinna minnkar og borgað er eftir töxt- um. Verði ekki frekari hækkun vaxta og hafi lántaki ekki tekið önnur lán og haldi hann vinnunni, heilsunni og kjarkinum kann hann að þrauka, aðþrengdur. En hvað ef vextir hækka enn, t.d. um önnur 1,6%. Þá er greiðslubyrðin orðin 250 þús. kr. hærri á ári og kaupmáttur hefur rýrnað um 15- 18%. Um fjórðungur hreinna tekna margra heimila hverfur. Flestir eru með fleiri lán. Fólk sem hefur teflt á tæpt vað tekur nú til varna og reynir að selja, jafnvel með einhverju tapi, í von um að ná að verjast, því 17% verð- rýrnun er yfirvofandi. Margir reyna þetta á sama tíma. Það verður verðfall sem enginn veit hvar endar. Sú endur- skoðun vaxta sem hefj- ast mun á næsta ári er varasöm vegna þess fjölda og þeirra fjárhæða sem um er að ræða. Bankar mæta líka áhættu. Verðmæti veða rýrnar, útlán tapast og þar með lækkar eigið fé þeirra. Það hefur ekki orðið verðfall hér á landi, en það varð víða í síðustu lægð, m.a. í Skandinavíu. Í Noregi misstu eig- endur banka þá úr höndum sér. Hlutabréfin urðu verðlítil og ríkið þjóðnýtti þá. Að verða gjald- þrota er að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Banki sem tekur hundruð milljarða að láni til 5 ára og endurlánar til 40 ára setur sig í mikla áhættu. Ástand á mörkuðum kann að versna og vextir geta hækkað, jafnvel svo að hann nái ekki að endurfjármagna sig. Flestir tengja Kreppuna miklu við verð- fall á hlutabréfum 1929. Það var ekki fyrr en 1931 að fasteignir féllu í verði og þá stóð fólk í bið- röðum fyrir utan banka í von um að ná fé sínu. Áhrif verðfalls veða eru miklu meiri en verðfalls hlutabréfa. Óvíst er að unnt sé að verja banka með hækkun vaxta á tímum ofmats, það kann að leiða til verðfalls og útlánatapa. Stjórnvöld bregðist við Skuldadrifið verðfall húsnæðis er þegar hafið í BNA. Vaxta- hækkanir ollu því. Seðlabanki BNA hefur virkjað alla sína 12 undirbanka til stórfellds og fjöl- þætts átaks meðal allra þeirra sem veita íbúðalán í þessu 300 milljón manna landi, til að koma í veg fyrir eða lágmarka örþrif. Íslensk stjórnvöld ættu að bregð- ist við. Stofna vinnuhóp sérfróðra sem fari yfir ástandið og geri til- lögur um viðbrögð. Átakið sem nú er hafið í BNA til að afstýra óhöppum er gott fordæmi. Ef harðnar í ári þarf Íbúðalána- sjóður að vera til staðar fyrir fólkið í landinu. Hann getur gert fólki tilboð um yfirtöku íbúða- lána banka, gangi þeir vopnum sínum framar í hækkunum. Eins munu lífeyrissjóðir vilja taka þátt, þeir eru til fyrir félagsmenn sína. Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi. Hættan vex á íbúðalánamarkaði Niðurskurður á Suður- nesjum Erlingur Jónsson, formaður forvarn- arfélagsins Lundar, skrifar: Eins og ástandið er í fíkniefnamálum hér á Suðurnesjum í dag, þá líst mér ekki á þær afleiðingar sem það hefur í för með sér að skerða löggæsluna og tollgæsluna og minnka þar með eftir litið með bæði innflutningi og öðru tengt sölu og neyslu. Hjá forvarnarfélaginu Lundi er stanslaust verið að biðja um aðstoð um að komast í ráðgjöf og meðferð. Við erum því miður bara með opið hér einu sinni í viku eins og staðan er í dag, en það mun verða bót á því með nýju húsnæði. Þó svo að ég sé í símanum alla daga og reyni að gera mitt besta en það er því miður bara ekki nóg. Það þarf frekar viðbót en skerðingu. Þörfin er svo gríðarlega mikil, og að ekki skuli einu sinni vera pláss inni á Vogi, er heldur ekki gott þar sem þeir anna ekki þeim fjölda sem þarf að komast þangað. Er það einnig vegna fjárskorts. Það er ekki skemmtilegt að þurfa að segja við fólkið, því miður er þetta bara svona, þú verður bara að bíða og koma seinna. Með niðurskurði á fjármagni til lögreglustjóraembættisins á Suð- urnesjum eykst neyslan og allar þær hörmungar sem því fylgir. Held að það gleymist oft að skoða allan þann kostnað sem fylgir því að hafa fólk í neyslu og allan skaða sem því fylgir, s.s innbrot, skemmdir, tryggingar, gjaldþrot aðstandenda, sjúkrakostn- að, örorkubætur, atvinnuleysisbætur og fleira og fleira. Lundur skorar á dómsmálaráðuneytið að endurskoða hug sinn áður illa fer. RAGNAR ÖNUNDARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.