Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 35
[ ]Blaðagrind til að halda utan um reikningana er nauð-synleg til að friður ríki yfir heimilishaldinu. Ekki láta glugga-um slögin dreifast um húsið.
Ævintýralega munstraðir stólar
Tord Boontje fyrir Moroso.
Hollenski hönnuðurinn Tord Boont-
je er þekktastur fyrir fínleg blóma-
og náttúrumunstur sem hann
útfærir á ýmsan hátt í húsgögnum,
ljósakrónum og áklæðum. Þessi
stóll, Dúkkustóllinn, er eins og
íklæddur prinsessukjól og er úr
línu húsgagna sem Boontje hann-
aði fyrir ítalska fyrirtækið Moroso
en það leggur áherslu á samvinnu
við frumlega hönnuði. Í línunni
finnast ruggustólar, bekkir, borð
og sessur og skapar Boontje ævin-
týraheim með munsturgerð en hús-
gögnin bera nöfn eins og Norna-
stóll og Fagri spegill. - rat
Blóm og
ævintýri
Kartell fylgist með tæknifram-
förum og vinnur með hönnuð-
um í fremstu röð.
Ítalska fyrirtækið Kartell var
stofnað árið 1949 af efnaverk-
fræðingnum Giulio Castelli. Kart-
ell framleiddi bílahluti til að byrja
með en festi sig í sessi á sjöunda
áratugnum með litríkum húsgögn-
um úr plasti. Enn í dag er plast og
plexigler aðalatriði í framleiðslu
fyrirtækisins á húsgögnum.
Fyrirtækið vinnur með fyrsta
flokks hönnuðum og eru plexigler-
stólar Philippe Starck eins og
Louis Ghost og La Marie með
frægustu húsgögnum fyrirtækis-
ins. Stóll Starcks, Mademoiselle,
sameinar framleiðslutækni og
efni en stólfæturnir eru steyptir
eftir nýjustu tækni úr gagnsæu
plasti en setan er úr mjúkri plast-
efnablöndu sem gerir stólinn fal-
legan og þægilegan.
- rat
Litríkt plast og
plexigler ráðandi
Mademoiselle. Rósamunstraðir stólar eftir Philippe Starck úr plexigleri.
Doll chair, eða
Dúkkustóllinn, frá
Moroso.
Nýtt í leigu
Bjallavað 1-3
Norðlingaholti
Opnað verður fyrir umsóknir á
nýjum leiguíbúðum
14. mars ´08. kl 9:00.
Tekið verður á móti umsóknum til
19. mars ´08.
Nánari upplýsingar á
www.leigulidar.is eða
í síma 517-3440
Auglýsingasími
– Mest lesið