Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 34
[ ] Joan M. Johnston er kanad- ískur læknir sem hefur sér- hæft sig í meðferðarúrræðum við átröskun. Átröskun líkir hún við sjúkdóma á borð við áfengis sýki. Líkt og með áfeng- issýkina má yfirbuga sjúkdóm- inn með aðferðum tólf spora kerfisins. „Söngkonan Karen Carpenter lést af völdum átröskunar árið 1983. Það var ekki fyrr en þá að augu umheimsins opnuðust fyrir því að glíman við sjúkdóminn er dauðans alvara,“ segir Joan M. Johnston, sem hefur skrifað fræðigreinar og gefið út bækur um átröskun. Í bók- inni Feast of famine lýsir hún því hvernig öðlast bata með hjálp tólf spora kerfisins, sem þekkist um allan heim sem leið við áfengissýki. Sem heilbrigðisráðgjafi og læknir stýrir hún í dag meðferðardagskrá fyrir átröskunarsjúklinga. Hún var hér á landi nýverið með erindi auk þess sem hún hélt námskeið fyrir þolendur átröskunar og aðstand- endur þeirra. Joan leggur áherslu á persónu- lega ábyrgð hvers og eins. Um leið og sjúklingurinn reynir að hætta að skilja sjúkdóminn getur hann fyrst farið að ná bata, bendir hún á. Hér kemur tólf spora kerfið að gagni samhliða þeim stuðningi sem almenn heilbrigðisþjónusta veitir. „Sá sem stríðir við átröskun verður að læra upp á nýtt að takast á við það að borða reglulega og hugsa um eina máltíð í einu. Fíkillinn hefur ekki stjórn á hegðun sinni því hann er valdalaus gagnvart fíkn sinni og þarf aðstoð. Um leið og hann áttar sig á þessu og tekst á við eigin veik- leika getur hann fyrst öðlast bata.“ Joan glímdi sjálf við átröskun um árabil og það var ekki fyrr en hún kynntist tólf spora kerfinu að hún öðlaðist nýja sýn á sjúkdóminn. „Þegar ég áttaði mig á því að átrösk- un væri vandamál í mínu lífi en ekki lausn gat ég fyrst tekist á við sjúkdóminn,“ segir hún. „Sá sem glímir við átröskun hefur enga stjórn á matarhegðun sinni því hug- urinn er upptekinn af kaloríum í fæðunni. En á tímabili borðaði ég til dæmis alltaf sextán engiferkökur á dag af því ég hafði reiknað það út að það væri rétti kaloríuskammturinn fyrir mig. Mér fannst ég vera við stjórnvölinn þegar ég hafði yfirsýn yfir kaloríufjöldann og hafa vald yfir eigin líkama en fyrr eða síðar missir maður alla stjórn.“ Joan segir lykilatriðið að fólk verði að vilja hjálpa sér sjálft til þess að eiga von um bata. „Sjúkling- urinn verður að viðurkenna vanda sinn og leggja raunir sínar í hend- urnar á öðrum. Með réttri leiðsögn og styrk frá öðrum getur sá sem glímir við átröskun náð að fóta sig á beinu brautinni. Enda þarf algjör hugarfarsbreyting að koma til ef sjúklingurinn ætlar sér að ná að yfirbuga fíkn sína. Sjúklingurinn þarf að fara í gegnum heljarátök við sjálfan sig ef hann ætlar virki- lega að bera sigur úr býtum,“ segir Joan að lokum. - vg Aðeins ein máltíð í einu Svefn er eitt af því nauðsynlegasta fyrir okkur svo við höldum heilsu og sönsum. Best er að fara alltaf að sofa á sama tíma hvert kvöld. Joan M. John- ston þekkir átröskun vel af eigin raun og hefur haldið fyrirlestra um sjúkdóminn víða um heim. Vaxandi tölvu- og tæknifíkn Æ FLEIRI VERÐA HÁÐIR FARSÍMUM SÍNUM OG LÓFATÖLVUM EN TÆKNI- FÍKN GETUR ORÐIÐ SVO SVÆSIN AÐ FÓLK VAKNAR UM MIÐJAR NÆTUR TIL AÐ ATHUGA MEÐ NÝ SKEYTI. Tölvu- og tæknifíkn er vaxandi vandamál um allan heim og getur truflað fólk í starfi þegar því finnst það þurfa að vera í látlausu sam- bandi við farsímaskeyti og tölvu- póst á vinnutíma. Þetta segir Nada Kakabadse, prófessor við North ampton-háskóla, sem stýrir rannsókn á því hversu útbreidd fíknin er orðin. Í nýlegu 360 manna úrtaki rannsóknar hennar kemur fram að þriðjungur er haldinn tækni- og tölvufíkn, en prófessor Kakabadse segir mannskepnuna geta orðið háða næstum hverju sem er. „Mannfólkið gerir sér flest að vana og verður háð óvenjulegum hlutum. Tækni hefur orðið áhuga- verðari síðastliðinn áratug með auðveldari netaðgengi og það yrðu margir undrandi ef þeir vissu hve margir sofa með lófatölvur sínar og farsíma við rúmgaflinn. Þeir verst höldnu vakna upp um miðjar nætur til að athuga með skilaboð; jafnvel þrisvar á nóttu.“ Fíkn af þessu tagi getur einnig leitt til samskiptavanda þar sem tölvufíklar fjarlægjast æ meira fjöl- skyldu og vini. Félagslegar afleið- ingar koma einnig fram í kvíða og ýmiss konar sjúkleika, en á fyrstu stigum tæknifíknar er fólk af- kastamikið í vinnu við að svara og senda tölvupósta, þótt afleiðing- ar verði alvarlegri eftir því sem á líður. - þlg www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Björgum mannslífum! • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal PRIMEDIC hjartastuðtæki Maternity Fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. • Neðanþvottaklútar fyrir þrútin og viðkvæm svæði • Olíugel, eykur teygjanleika húðarinnar og er tilvalið til að nudda uppúr • Næringarkrem sem eykur teygjanleika húðarinnar •Fótakrem sem léttir á þrútnum fótum Fæst aðeins í verslunum Lyf og heilsu og ÁrbæjarapótekiFæst í apótekum um land allt RAFMAGNSHITARAR VERÐ FRÁ 1.990 ne tv er slu n ish us id .is n á t t ú r u l e g a Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Námskeið með Ebbu Guðnýju í hvernig útbúa á einfaldan og næringarríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Hvaða fæðutegundum er gott að byrja og hvenær? Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir fylgja með og verða nokkrir réttir útbúnir á staðnum og allir fá að smakka. Ebba Guðný Að auki verður bókin Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? seld með 20% afslætti á námskeiðinu. Námskeiðið kostar 3000 kr. Upplýsingar og skráning fer fram í síma 694 6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com Miðvikudaginn 2. apríl kl. 20-22 í Heilsuhúsinu Lágmúla Þriðjudaginn 8. apríl kl. 20-22 í Heilsuhúsinu á Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.