Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 18

Fréttablaðið - 13.03.2008, Side 18
18 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Gæta hlutleysis „Dómarar eru fyrst og fremst að gæta hlutleysis og þess vegna eru þeir varkárir þegar þeir tjá sig.“ EGGERT ÓSKARSSON, FORMAÐUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS Fréttablaðið 12. mars Kæra hvor annan „Ég kærði Ragnar áður en hann kærði mig, en hann er búinn að vera að dreifa einhverjum rógi um mig.“ BENJAMÍN ÞÓR ÞORGRÍMSSON EINKAÞJÁLFARI DV 12. mars „Ég geri enga athugasemd við að stjórnmálamenn séu skipaðir í þessi embætti,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, um skipan stjórn- málamanna í sendiherrastöður. „Vegna þess að í flestum tilfellum er verið að skipa stjórnmálamenn sem eru með mikla reynslu, góða þekkingu á íslenskum aðstæðum og aðstæðum útlendinga á Íslandi. Þeir hafa í flestu þekkingu til að koma hagsmunum Íslands vel á framfæri. Ég tel það mjög vel við hæfi að erlendum samskiptum sé sinnt vel því það er mjög mikilsvert fyrir okkur sem þjóð, upp á viðskipti, samskipti, kynningu landsins og annað. Varðandi fjölgun sendiherra þá er þetta ekki ótæmandi en við þurfum að koma okkar sjónar- miðum á framfæri á svo mörgum sviðum.“ SJÓNARHÓLL STJÓRNMÁLAMENN Í SENDIHERRASTÖÐUR Gerir ekki athugasemd GÍSLI S. EINARSSON Bæjarstjóri á Akranesi. „Ég er frekar nýkominn úr skiptinámi í Dan- mörku,“ segir Gunnar Hólmsteinn Guðmunds- son verkfræðinemi. „Ég ákvað að fara þangað til að taka nokkra valkúrsa sem voru ekki í boði hérna heima.“ Gunnar segir það hafa verið áhugavert að kynnast annars konar námsáherslum. „Námið hérna heima er mun fræðilegra, en áhersla Dana er á að gera verkefni og útskýra þau munnlega. Mér finnst það mjög mikilvægt fyrir atvinnulífið,“ segir Gunnar. „Á Íslandi sitja krakkar í tíu ár í grunn- skóla án þess að þurfa að segja neitt, nema kannski flytja eitt og eitt ljóð. Mér finnst að krakkar ættu ekkert að komast upp með það.“ Gunnar tekur þátt ásamt félögum sínum í Frumkvöðlakeppni Innovit. „Við erum að þróa nýstárlega leið til að gera viðhorfsrannsóknir með aðstoð gervigreindar á netinu,“ segir Gunn- ar. Í fyrstu verðlaun er ein og hálf milljón króna. „Svo erum við fimm saman félagar að spá í að kaupa okkur hús í miðborginni. Það er fiðringur í manni vegna þess hvað markaðurinn er óstöðugur, en við lögðum fram tilboðið í gærmorgun,“ segir Gunnar. „Annars fór ég með Gumma félaga mínum í ísbíltúr í síðustu viku til Akur- eyrar. Við fengum okkur Brynjuís og það tók alveg tíu klukkutíma, en það var ferðarinnar virði. Í næstu viku förum við líklega til Þorlákshafnar í humarsúpu og svo kannski seinna í hreindýrsborgara á Egilsstöðum,“ segir Gunnar Hólmsteinn. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUNNAR HÓLMSTEINN GUÐMUNDSSON VERKFRÆÐINEMI Tíu tíma ísbíltúr til Akureyrar ■Lundinn er svartur á kolli, hálsi og baki, hvítur að neðan og grár í vöngum. Til eru litaafbrigði sem kennd eru við kóngafólk. Alhvítur lundi kallast kóngur, lundi með brúnan lit í stað þess svarta kallast drotting, og flekk- óttur eða hvítdröfnóttur lundi kallast prins. Lundinn gengur undir mörgum gælunöfnum vegna sköpulags síns og háttern- is. Hann er kallaður prófasturinn vegna göngulagsins og þess virðuleika sem hann hefur yfir að bera þegar hann gengur sperrtur um auk þess sem liturinn á fjaðrahamnum minnir á hempu. LUNDINN: KALLAÐUR PRÓFASTUR Á hverju ári þreyta karlar og konur Guðlaugssund í Vestmannaeyjum og minnast um leið eins fræki- legasta afreks sem unnið hefur verið á vorum dögum. Afreksmaðurinn sjálfur var á svæðinu að venju. Hinn 1. mars árið 1984 var Guð- laugur Friðþórsson í fimm manna áhöfn á Hellisey VE á togveiðum austur af Stórhöfða þegar trollið festist í botninum með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi. Guðlaugur var sá eini sem komst lífs af en hann synti rúma fimm kílómetra leið til Vestmannaeyja í ísköldum sjónum. Friðrik Ásmundsson var á þessum árum skólastjóri Stýri- mannaskólans í Vestmannaeyj- um. „Árið eftir að Guðlaugur vann þetta afrek fengu nemend- ur mínir þá hugmynd að halda Guðlaugssund í Sundhöll Vest- mannaeyja,“ segir Friðrik. „Síðan þá höfum við minnst þessa fræki- lega afreks á hverju ári 12. mars en það var á þeim degi sem hann kom í land.“ Að þessu sinni tóku sautján þátt í sundinu en fimm syntu heilt Guðlaugssund sem er 5,4 kíló- metrar eða sama vegalengd og hann synti fyrir 24 árum. Þeir voru Helgi Einarsson, sonur hans Aron og dóttir hans Árney, Guðný Jensdóttir og Sól- rún Haraldsdóttir. Aron náði bestum tíma eða einni klukku- stund og 26,5 mínútur. „Svo tóku Óskar Óskarsson og Guðný Óskarsdóttir, sem eru syst- kini á miðjum aldri, þátt og skiptu Guðlaugssundinu bróðurlega á milli sín,“ segir Friðrik kankvís. Síðan skiptu fjórir starfsmenn úr Glitni sundinu á milli sín og krakk- ar úr Sunddeild Vestmannaeyja létu heldur ekki sitt eftir liggja. „Svo leit Guðlaugur sjálfur við eins og hann gerir alltaf,“ bætir Friðrik við. Aðspurður hvort sund- garpurinn sá hefði stungið sér til sunds segir Friðrik „nei, hann er víst búinn að fá að synda nóg. Reyndar má segja, ef ég gantast nú aðeins, að hann hafi notið nokk- urra forréttinda í sínu sundi fyrir 24 árum en hann fékk fylgd frá múkkanum en því var ekki að heilsa í Sundhöllinni.“ jse@frettabladid.is Afrek sem vert er að synda fyrir ALLIR Í GUÐLAUGSSUNDI Friðrik Ásmundsson stendur þarna með skeiðklukkuna yfir buslandi sundköppum í Guðlaugssundi en Allan Friðriksson sundvörður fylgist með honum á vinstri hönd. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON GUÐLAUGUR FRIÐÞÓRSSON Afreksmað- urinn kom við í Sundhöllinni eins og hann hefur alltaf gert þegar Guðlaugs- sund hefur verið þreytt til að minnast afreks hans. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON Verið er að undirbúa umfjöllun um íslenska kvótakerfið fyrir fréttaskýringaþáttinn „Thalassa“ sem sýndur er á frönsku sjónvarpsstöðinni France 3. Hann verður svo sýndur laugardaginn 19. apríl að sögn Jóns Þórðarsonar, athafnamanns á Bíldudal, en hann er einn af viðmælendum þeirra í þættinum. Þeir voru við tökur á Bíldudal og í Arnarfirði í byrjun febrúar en einnig fóru þeir víðar um landið. „Þátturinn þar sem umfjöllun þeirra verður sýnd er mjög vinsæll fréttaskýringaþáttur og er áhorf um 15 til 20 prósent sem telst nokkuð mikið að teknu tilliti til hve margra sjónvarpsstöðva Frakkar geta valið um,“ segir Jón. „Þættinum er einnig dreift til 25 landa að lokinni sýningu í heimalandinu.“ Hann segir enn fremur að áhugi þeirra hafi vaknað á kvótakerfinu í kjölfar álits mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna en þar segir að íslensk yfirvöld hafi beitt þá Örn Snævar Sveins- son og Erling Svein Haraldsson misrétti en þeir sóttu málið eftir að hafa verið sakfelldir af íslenskum dómstólum fyrir að veiða án veiðiheim- ilda. Sjónvarpsmenn tóku viðtal við Örn Snævar sem nú sækir sjóinn frá Reykhólahreppi. - jse Fréttaskýring um kvótakerfið á franskri sjónvarpsstöð: Íslenskir sjómenn á franska skjánum VIÐ TÖKUR Í ARNARFIRÐI Hér eru frönsku sjónvarpsmennirnir frá France 3 við tökur í Arnarfirði. Þátturinn verður sýndur í Frakklandi 19. apríl en síðan í 27 löndum. MYND/BILDUDALUR.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.