Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 38
 13. MARS 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fermingar Sólveig Anna Pálsdóttir er í engu frábrugðin öðrum ungl- ingum hvað varðar spenning- inn sem fylgir því að fermast, en hún horfir þó gagnrýnni augum á aðdraganda athafnar- innar en margir aðrir. „Mér finnst fullorðnir oft ekki alveg hugsa nógu mikið um krakkana, það er pressa á krakka að fermast,“ segir Sólveig Anna, sem gengur í Álftamýrarskóla. „Til dæmis segja þeir við krakka: „Jæja, nú ferðu bráðum að ferm- ast.“ En þeir spyrja aldrei hvort krakkann langi til að láta ferma sig eða hvort hann trúi á Guð og hvort hann sé að gera þetta á rétt- um forsendum. Það mætti alveg spyrja fleiri að því.“ Sjálf er hún ekki í vafa um af hverju hún er að fermast. „Ég trúi á Guð og ég hef hugsað mikið um það af hverju ég er að láta ferma mig, ég hef séð fullt af frændum mínum og frænkum fermast á síðustu árum og ég hef velt þessu mikið fyrir mér. Það skiptir mig máli að játa það að ég er kristin og að gera það með vinum mínum,“ segir Sólveig Anna og bætir við að auðvitað hlakki hún líka til að fá pakkana. Hún segir að spenn- an magnist þessa dagana, en hún mun fermast 30. mars í Grensás- kirkju. Sólveig Anna og fjölskylda hennar fóru nýverið til Danmerk- ur þar sem hún keypti snjóhvítan, hnésíðan fermingarkjól. „Hann er bara svona einfaldur en mjög flottur,“ segir hún og bætir við að hann sé ermalaus og hún ætli að vera í gegnsæjum ermum yfir. Við þetta verður hún svo í hvít- um og silfruðum hælaskóm. „En ég er ekki búin að ákveða greiðsl- una, ég verð annað hvort með mjög flotta kórónu eða með dem- anta í hárinu. Ég ætla að ákveða þetta með hárgreiðslukonunni,“ útskýrir hún. Sólveig Anna hikar þegar hún er spurð hvaða fermingargjafir hana langi mest í. „Ég er svona eins og flestir krakkar og lang- ar alveg í tölvu, en svo væri fer- lega gaman að fá svona þriggja vikna enskunámskeið í Englandi. Ég þekki eina sem fékk svoleið- is og það var víst rosalega gaman að kynnast fullt af krökkum alls staðar að úr heiminum.“ Enda er Sólveig Anna greini- lega mikil félagsvera. Hún hlakk- ar mikið til að hitta fjölskylduna í veislunni, sem haldin verður í dansskóla Jóns Péturs og Köru í gömlu Rúgbrauðsgerðinni. „Mér þykir eiginlega bara verst að ég á svo mikið af vinafólki í Dan- mörku af því að við bjuggum einu sinni í Danmörku, en það getur auðvitað ekki komið í veisluna,“ segir fermingarstúlkan Sólveig Anna að lokum. - smk Pressan frá fullorðnum mikil Sólveig Anna Pálsdóttir segir fullorðna fólkið oft setja of mikla pressu á krakka þegar kemur að fermingunni. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R „Ég man ekki eftir að hafa fengið peninga í fermingargjöf. Ég var skáti á þessum árum og man að ég óskaði mér að fá svefnpoka og annan útilegubúnað og lík- lega rættust þær óskir,“ segir Ingólfur H. Ingólfsson, fjármála- ráðgjafi hjá Spara.is. „En ef ég væri að fermast í dag og fengi peningagjafir myndi ég líklega setja peningana inn á bankareikning því ég þoli ekki að vera blankur og eiga ekki peninga þegar mig langar til að kaupa eitthvað. Ég veit líka í dag að besta og einfaldasta leiðin til þess að eign- ast peninga og jafnvel að verða ríkur er með sparnaði. Ég get til dæmis tvöfaldað fermingar- peningana á fimm árum ef ég fæ fjórtán prósenta vexti. Og af því að ég veit meira um peninga í dag en ég vissi þegar ég fermd- ist myndi ég líklega taka þá ákvörðun að leggja alltaf tíu pró- sent af öllum peningum sem ég myndi fá í framtíðinni og leggja inn á bók. Því fyrr sem ég byrja á sparnaði, þeim mun ríkari get ég orðið. Ef ég spara til dæmis 5.000 krónur á mánuði og fæ tíu pró- senta vexti sem reiknast mánaðar- lega, þá á ég 400.000 krónur eftir fimm ár og eina milljón eftir tíu ár. Til þess að sýna ykkur hvað sparnaður getur verið geggjað- ur ætla ég að leggja fyrir ykkur eina þraut. Hvað hef ég sparað mikið ef ég legg fyrir eina krónu á mánuði í 65 ár með tuttugu prósenta vöxtum sem reiknast mánaðarlega? Svar A) 2.456.321 krónu; Svar B) 47.381.286 krón- ur; Svar C) 763.920.769 krónur. Ef þið viljið vita rétt svar, legg ég til að þið byrjið strax að spara. Til hamingju með daginn!“ - vaj FERMINGARPENINGAR Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi hjá Spara.is, myndi leggja peninga sem hann fengi í fermingargjöf inn á bankareikning. Myndi spara í dag Finnbogi Jónsson valdi borgara lega fermingarathöfn í stað þess að fermast í kirkju og er hæstánægður með fermingar fræðsluna sem hann hefur fengið hjá Siðmennt, félagi húmanista á Íslandi, en það hefur annast slíkar athafn- ir frá árinu 1989. Þar segist hann meðal annars hafa lært heimspeki og gagnrýna hugs- un, sem hafi kennt honum að munurinn á réttu og röngu sé ekki alltaf ljós. „Ég trúi ekki nógu mikið á Guð til að skuldbinda mig honum,“ segir Finnbogi Jónsson, sem hefur valið að fermast borgaralega þrátt fyrir að allir skólafélagarn- ir velji trúarlega athöfn. Finnbogi er fæddur árið 1994 og verður því fjórtán ára í ár. Hann ákvað að fermast núna eins og allir skólafélagarnir en í staðinn fyrir að fylgja hópnum og fermast í kirkju valdi hann borgaralega fermingu. Eldri systkini Finnboga völdu einnig borgaralega fermingu en stjúpsystkini hans í Svarfaðar- dalnum og skólasystkini á Dalvík hafa öll valið kirkjulega ferm- ingu. „Krakkar þurfa að pæla meira í fermingunni. Út á hvað staðfest- ingin gengur og hvort þau trúi nógu mikið á Guð til að fermast í kirkju. Það höfðar ekki til mín að staðfesta mína trú núna, ég er of ungur. Fyrir mér er fermingin hluti af því að fullorðnast og þroskast. Ferming er hefð sem mig langar til að halda í og ég hlakka mikið til,“ segir Finnbogi og viðurkennir að vissulega hafi það áhrif að nán- ast allir fermist. „Þetta er bara eitthvað sem maður gerir, en maður þarf samt að vita út á hvað fermingin gengur.“ Finnbogi er ánægður með fræðsluna sem fermingarbörnin fá hjá Siðmennt, félagi húmanista á Íslandi, sem hefur staðið fyrir borgaralegum fermingum síðan árið 1989. Hann hefur lært gagn- rýna hugsun og heimspeki. „Maður lærir að pæla í hlutun- um áður en maður framkvæmir. Það er ekki alltaf augljóst hvað er rétt og rangt og þótt einhverjir geri alltaf eitthvað er það ekki endilega rétt,“ segir Finnbogi hugsandi og ánægður. Hann nefnir einnig að gaman hafi verið að hitta hópinn sem mun fermast saman. Þau hafa átt tvær helgar saman þar sem farið var yfir mikilvægi þess að þrosk- ast, bera ábyrgð og fullorðnast en einnig hafi allir skemmt sér vel í keilu og kynnst hvert öðru. Eftir fermingarathöfnina í Háskólabíói í Reykjavík verður haldin vegleg veisla fyrir ætt- ingja og vini. Foreldrarnir hafa haft veg og vanda af því að undir- búa veisluna og allt veraldlega stússið. „Ég hlakka mest til að hitta allt það góða fólk sem kemur og gleðst með mér. Sumir sem ég sé mjög sjaldan koma í veisluna,“ segir Finnbogi með tilhlökkun og aðspurður segir hann að þótt gjafirnar skipti sig minna máli vonist hann samt eftir peningum eða nýju snjóbrettadóti. „Brettið mitt er algjört rusl,“ segir hann glottandi og rjóður í kinnum enda nýkominn heim úr Böggvistaðafjalli. - vaj Of ungur til að játa trú Fermingardrengurinn Finnbogi nýtir góða veðrið og snjóinn í Böggvistaðafjalli til að æfa nýjar kúnstir á snjóbretti. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.