Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 12
12 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR EVRÓPUMÁL Samstarf Norðurland- anna væri öflugra ef öll Norður- löndin væru aðilar að Evrópusam- bandinu og samkvæmt reynslu Svía af ESB-aðild undanfarin 13 ár liggur leiðin fyrir lítið Evrópuríki til áhrifa í heiminum í gegnum Brussel. Þetta segir Gunilla Carls- son, þróunarmálaráðherra Sví- þjóðar, en hún var framsögu maður á málfundi um Norðurlönd og ESB sem haldinn var á vegum Evrópu- samtakanna og Alþjóðamálastofn- unar HÍ í gær. „Svíar myndu fagna sterkari við- veru Norðurlanda í Brussel. Ég tel að það myndi líka styrkja Norður- landasamstarfið ef þau væru öll í sambandinu,“ sagði Carlsson í erindi sínu. Hún segir Evrópusam- bandið líka myndu hafa gott af því að hafa öll Norðurlöndin innan- borðs. Þó segir hún ekki um það að ræða að Norðurlöndin myndi „blokk“ innan sambandsins. Engu að síður líti hún svo á að það myndi styrkja stöðu Svíþjóðar innan þess að fá Noreg og Ísland einnig inn. Carlsson lýsti þeirri reynslu sinni að leiðin fyrir land af stærðar- gráðu Svíþjóðar til áhrifa í hinum hnattvædda heimi nútímans lægi í gegnum Evrópusambandið. Með því að finna sér bandamenn innan þess fyrir sinni afstöðu til mála væri mögulegt að hafa mun meiri áhrif á gang mála í heiminum en ef Svíþjóð stæði utan við ESB og reyndi upp á eigin spýtur að beita sér í sömu málum á alþjóðavett- vangi, svo sem gagnvart löndum eins og Bandaríkjunum eða Kína. Meðal annars í þessu lægi ávinn- ingurinn af aðild að Evrópusam- bandinu. „Með því að standa utan við missir maður af möguleikum til áhrifa,“ segir hún. Spurð hvort hún telji að Ísland gæti gert sér vonir um að geta samið um sérlausn í sjávarútvegs- málum, ef það færi út í aðildarvið- ræður, segir hún að viss sveigjan- leiki sé alltaf fyrir hendi í aðildarviðræðum. En hún segir það ekki til góðs árangurs fallið að fara út í slíkar viðræður með of harðar kröfur um undanþágur. „Ef Ísland íhugar alvarlega að fara út í aðildarviðræður myndi ég ráð- leggja að gera ekki eins og Bretar eða Danir, að segjast vilja vera með en þó bara að hluta. Maður ætti að ganga hreint til verks og sýna vilja til að taka þátt að fullu.“ - aa Ég tel að það myndi styrkja Norðurlandasamstarfið ef þau væru öll í sambandinu. GUNILLA CARLSSON ÞRÓUNARMÁLARÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR SKORA Á FARC Þingmenn á Evrópu- þinginu í Strassborg halda á loft myndum af Ingrid Betancourt til að þrýsta á um lausn hennar úr gíslingu FARC-liða í Kólumbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR Verðlagning á Tonlist.com, systursíðu vefverslunarinnar Tónlist.is, er nú allt að hundrað prósent hærri en í síðustu viku. Ástæðan er ábending Fréttablaðsins um að tónlistin væri mun dýrari fyrir Íslendinga en þá sem kaupa hana frá útlöndum. Á Tónlist.is og Tonlist.com má kaupa íslenska tónlist í gegnum netið. Ekki er hægt að versla á Tonlist.com nema með tölvu sem er staðsett utanlands. Síðurnar líta eins út og selja að mestu leyti sömu tónlist. Þær eru báðar í eigu D3 sem er dótturfélag 365 hf. Í síðustu viku var sama hljómplatan allt að því tvöfalt dýrari á Tónlist.is en á Tonlist.com. Aðspurður sagði Steingrímur Árnason, framkvæmdastjóri D3, eina ástæðu fyrir þessum verðmun vera að Tonlist.com selji tónlist á erlendu markaðssvæði þar sem verðlag sé annað. Á föstudag barst blaðamanni tölvupóstur frá Steingrími þar sem sagði að verðið á Tonlist.com hefði verið „einhver misskilningur sem hefur verið leiðréttur“. Verðið sé nú það sama og á Tónlist.is, að undanskildum virðisauka- skatti sem leggst ekki á útflutningsvörur. Nokkrum mínútum síðar hafði allt snarhækkað á Tonlist.com. Platan Ferðasót með Hjálmum, sem kostaði 662 krónur fyrr um daginn, hafði hækkað í 1.125 krónur eða um 70 prósent. Platan kostar 1.399 krónur á Tónlist.is. Aðrar plötur hækkuðu um 20 til 70 prósent. Einstök lög, sem kostuðu áður 66 krónur kosta nú 131 krónu. Hækkunin nemur hundrað prósentum. - sþs Tónlist í vefverslun D3 var mun dýrari á Íslandi en erlendis þar til á föstudag: Hækkuðu verð um hundrað prósent NÝTT VERÐ Hér má sjá hvernig verðið hækkaði á Tonlist.com eftir að Fréttablaðið spurði hvers vegna Íslendingar borguðu mun meira en þeir sem eru erlendis. + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leiðina, flugvallarskattar og gjöld. Sölutímabil: 13.—16. mars. Ferðatímabil: 1.–30. apríl. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 15 49 0 3 /0 8 M AD RID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI Vortilboð: Kaupmannahöfn Verð frá 8.800 kr.* TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ! Þróunarmálaráðherra Svíþjóðar: Leiðin til áhrifa í gegnum Brussel GUNNILLA CARLSSON Þróunarmálaráð- herra segir að samstarf Norðurlandanna væri öflugra ef öll löndin væru aðilar að ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.