Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 6
6 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR
flugfelag.is
Burt úr bænum
Hópaferðir fyrir öll tilefni
Upplýsingar:
Sími 570 3075
hopadeild@flugfelag.is
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK
VINNUMARKAÐUR Töluvert var um
að atkvæðaseðlar bærust seint og
illa til félagsmanna stéttarfélag-
anna og í einhverjum tilfellum
bárust þeir of seint til að viðkom-
andi gætu greitt atkvæði í póst-
kosningunni vegna kjarasamning-
anna við Samtök atvinnulífsins.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
RSÍ, segist hafa fengið símtöl að
norðan á þriðjudagskvöldið frá
félagsmönnum sem ekki höfðu
fengið atkvæðaseðla fyrr en þann
sama dag. Atkvæðagreiðslunni
hjá Rafiðnaðarsambandinu lauk á
hádegi á miðvikudag. Hann á allt
eins von á því að eiga eftir að fá
atkvæði sem hafi verið póstlögð
áður en frestur rann út en hafi
ekki enn verið borin út.
„Þjónusta Póstsins er fyrir
neðan allar hellur. Pósturinn
ábyrgist að bréf séu borin út dag-
inn eftir ef maður kemur þeim í
póst fyrir klukkan fimm daginn
áður. Við lentum í því að póst-
leggja atkvæðaseðla í fyrri hluta
síðustu viku og þeir bárust ekki á
Akureyri fyrr en á þriðjudags-
kvöld,“ segir hann og kveðst hafa
heyrt sömu sögu frá öðrum lands-
samböndum. Þetta gildi ekki bara
um Norðurland heldur líka fyrir
sunnan.
Meirihluti félagsmanna Rafiðn-
aðarsambandsins, RSÍ, hefur sam-
þykkt kjarasamninginn við Sam-
tök atvinnulífsins, eða tæp 71
prósent, en rúmlega 27 prósent
höfnuðu honum. Rúm sextán pró-
sent félagsmanna tóku þátt í
atkvæðagreiðslunni. Guðmundur
segir að niðurstaðan komi sér á
óvart, hann hafi talið að munurinn
yrði naumari.
„Þetta er svipað hlutfall og hjá
hinum iðnaðarmannafélögunum
nema við erum með ívið meiri
þátttöku,“ segir hann. - ghs
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins:
Atkvæðaseðlar bárust seint
KVARTAÐ YFIR PÓSTINUM „Atkvæða-
seðlar bárust ekki á Akureyri fyrr en
á þriðjudagskvöld,“ segir Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsam-
bandsins, sem fékk kvartanir símleiðis
að norðan á þriðjudagskvöldið.
DANMÖRK Bent Falbert, einn af rit-
stjórum Ekstra Bladet í Danmörku,
gerir lítið úr gagnrýni Sigurðar
Einarssonar, starfandi stjórnarfor-
manns Kaupþings, og Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð-
herra á vinnubrögð danskra blaða-
manna í umfjöllun þeirra um stöðu
íslensku bankanna og íslensk efna-
hagsmál. Falbert segir að enginn
hafi tekið eftir henni.
„Það stendur ekkert um þetta í
dönskum dagblöðum,“ sagði Fal-
bert og kannaðist ekki við að fótur
gæti verið fyrir gagnrýninni. „Allir
danskir blaðamenn eru frábærir.
Allir íslenskir blaðamenn eru líka
frábærir, þeir eru bara hræddir við
stjórnmálamennina,“ sagði hann.
Hann kvaðst ekkert vita um upp-
lýsingafundinn eða gagnrýnina
sem þar hefði komið fram.
Fred Jacobsen, varaformaður
danska blaðamannafélagsins, segir
erfitt að alhæfa um umfjöllunina
um íslenskan efnahag. Þetta sé afar
misjafnt eftir ritstjórnum og blaða-
mönnum. „Það er alltaf ákvörðun
hverrar ritstjórnar hvað er birt í
blaðinu og mér finnst ekki hægt að
alhæfa og segja að það hafi almennt
verið neikvæð umræða og ófagleg
vinnubrögð um íslenskan efnahag í
Danmörku,“ segir hann.
Bent Sörensen, yfirmaður rit-
stjórnarinnar á Börsen, segist ekki
geta séð að danskir blaðamenn séu
neitt sérstaklega neikvæðir um
Ísland. „Af hverju ættum við að
vera það? Á Börsen fylgjumst við
með og hlustum á það sem bank-
arnir segja. Við fylgjumst líka með
gengi íslensku krónunnar og
íslensks hlutabréfamarkaðar og
skrifum um þróunina.“ - ghs
Ritstjóri Ekstra Bladet gerir lítið úr gagnrýni á vinnubrögð danskra blaðamanna:
Íslenskir blaðamenn hræddir
DÓMSMÁL „Lögreglumenn eru
hneykslaðir, þeir eru reiðir og
þeim misbýður þau skilaboð sem
dómurinn sendir út,“ segir Stein-
ar Adolfsson, framkvæmdastjóri
Landssambands lögreglumanna.
Tveir litháískir karlmenn voru í
gær sýknaðir í Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir árás á lögreglu-
mann. Þriðji Litháinn fékk 60
daga fangelsisdóm fyrir að kýla
tvo lögreglumenn. Refsingin fell-
ur niður haldi hann skilorð í tvö
ár.
Árásin átti sér stað fyrir utan
veitingastaðinn
Monte Carlo á
Laugavegi
aðfaranótt föstu-
dagsins 11. jan-
úar sl. Fjórir
óeinkennis-
klæddir lög-
reglumenn voru
við fíkniefna-
eftirlit og höfðu
afskipti af
tveimur körlum og einni konu. Á
sama tíma komu mennirnir þrír
ákærðu akandi niður Laugaveg-
inn ásamt tveimur löndum sínum
og íslenskri konu.
Mennirnir sögðust hafa haldið
að lögreglumennirnir, sem voru
óeinkennisklæddir, hefðu ætlað
að ráðast á fólkið. Þeir hefðu vilj-
að koma fólkinu til hjálpar. Einn
Litháanna fór út úr bílnum og
kýldi tvo af lögreglumönnunum.
Maðurinn var ákærður fyrir
brot gegn valdstjórninni en ekki
fékkst sannað að hann hefði vitað
að mennirnir væru lögreglumenn,
þó að þeir fullyrði að þeir hafi
hrópað „police“ og rétt fram ein-
kennismerki sín. Refsingin var
því mildari en ella.
Mönnunum þremur var svo
öllum gefið að sök að hafa ráðist á
annan lögregluþjón, slegið hann
ítrekað, meðal annars í höfuðið,
og sparkað tvisvar í höfuð hans
eftir að þeir höfðu fellt hann. Lög-
regluþjónninn hlaut heilahristing
og marga aðra áverka.
Samkvæmt dómnum fékkst
ekki fullsannað hver hefði ráðist á
lögregluþjóninn, enda hefðu fleiri
en ákærðu verið á staðnum. Voru
þeir því allir sýknaðir.
Steinar Adolfsson segist þess
fullviss að árásin hafi verið skipu-
lögð. „Þessi niðurstaða er veru-
legt áfall með tilliti til starfsör-
yggis og starfsumhverfis
lögreglu mannanna,“ segir Stein-
ar. Hann bendir á að nýverið hafi
refsiramminn fyrir brot gegn lög-
reglumönnum verið hertur.
„Það eru mikil vonbrigði að lesa
þennan dóm,“ segir Karl Steinar
Valsson, yfirmaður fíkniefna-
deildar lögreglunnar á
höfuðborgar svæðinu. Karl segist
hafa rætt við lögreglumennina
sem urðu fyrir árásinni og segir
þá hafa orðið fyrir vonbrigðum
með dóminn.
steindor@frettabladid.is
Lögreglumenn eru
hneykslaðir og reiðir
Tveir litháískir karlmenn voru í gær sýknaðir af líkamsárás gegn lögreglu-
manni við störf. Þriðji Litháinn fékk 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla
tvo lögreglumenn. „Mikil vonbrigði,“ segir yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu.
KARL STEINAR
VALSSON
ALÞINGI Kristján Möller sam-
gönguráðherra telur skynsamlegt
að reist verði hús við Reykja-
víkurflugvöll sem nýst geti sem
flugstöð til bráðabirgða.
Á Alþingi í gær kallaði Kristján
núverandi húsakynni Flugfélags
Íslands við völlinn skúra en sagði
framtíðarskipan mála flugvallar-
ins í Vatnsmýri í óvissu.
Valgerður Sverrisdóttir
Framsóknarflokki spurði Kristján
út í málið og sagði núverandi
vandræðaástand bitna á flug-
farþegum. Kristján kvaðst
sammála en bygging samgöngu-
miðstöðvar strandaði á leyfisveit-
ingu frá Reykjavíkurborg. - bþs
Samgönguráðherra:
Flugstöð byggð
til bráðabirgða
MONTE CARLO Þrír óeinkennisklæddir lögreglumenn urðu fyrir líkamsárás fyrir utan
veitingastaðinn Monte Carlo á Laugavegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lögreglumenn eru hneykslaðir,
þeir eru reiðir og þeim
misbýður þau skilaboð
sem dómurinn sendir út.
STEINAR ADOLFSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSSAMBANDS
LÖGREGLUMANNA
SIGURÐUR
EINARSSON
Starfandi
stjórnar for-
maður Kaup-
þings gagnrýnir
danska
fjölmiðlamenn
harðlega.
Notar þú endurskinsmerki?
Já 23%
Nei 77%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú áhyggjur af niður-
skurði hjá lögregluembættinu á
Suðurnesjum?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN