Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 84
48 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR > HRIKALEGUR CRAIG Leikarinn Daniel Craig leggur mikið upp úr því að líta vel út, sér í lagi nú þegar tökur á næstu Bond-mynd eru að hefj- ast. Til að vöðvabúntið njóti sín sem best í myndinni hefur hann fengið lík- amsræktarstöð á tökustaðnum til einka- nota. Þar verða lóð, hringir, kaðl- ar, hlaupabretti og nuddbekkir svo fátt eitt sé nefnt. Kven- peningurinn getur því farið að hlakka til að sjá „must- erið“ á hvíta tjaldinu í lok ársins. Spánverjar taka þátt í fíflalátunum í Eurovision í ár og auka á gremju sanntrúaðra Eurovision-aðdáenda með því að senda flippatriði. Á netsíðum þar sem „alvöru“ Eurovision-aðdáend- ur koma saman – fólk sem metur keppnina út frá fagurfræði og listræn- um hæfileikum flytjenda – er nú í gangi herferð sem miðar að því að baulað verði á spænska keppandann þegar hann kemur fram. Að mati þessa fólks er bara alls ekkert sniðugt þegar einhver vogar sér að gera grín að keppninni. Spánverjar eru sem kunnugt er í hópi „stóru Eurovision- þjóðanna“ og fara beint í úrslitaþáttinn. Eftir viðamestu forkeppnina í mörg ár komust Spánverjar að því að þeir ættu að flippa núna. Grínfígúran Rodolfo Chikilicuatre sigraði alvarlegri listamenn með gríðarmiklum yfirburðum (fékk 57 prósent atkvæða) og lagið Baila el Chiki-chiki dunar nú um allan Íberíu- skaga. Rodolfo er leikinn af David Fernandez og fæddist í grínþættinum Buenafuente á einkareknu sjónvarps- stöðinni LaSexta. Hann er viðkunnan- legur auli, ekki ósvipaður Eiríki Fjalari í tali, með Elvis-hár. „Skyld- menni“ hans, sem líta svipað út, elta hann um allar trissur og voru áberandi í sjónvarpsþættinum spænska þegar hann vann. Lagið er í svokölluðum reggaeton-stíl með sniðugum texta sem hefur verið endurgerður, að sögn til að gera hann „pólitískt réttan“. Spænskur Eiríkur Fjalar illa séður SPÆNSKUR EIRÍKUR FJALAR Verður Rodolfo baulaður niður? 72 DAGAR TIL STEFNU folk@frettabladid.is „Já, mig langar til að lýsa yfir stuðningi við hann Bigga. Þetta eru ómakleg og ósann- gjörn ummæli Bubba,“ segir Jójó – tónlistar- maðurinn og götulista- maðurinn góðkunni. Væringar Bubba Morthens og Birgis Arnar Steinarssonar tónlistarmanns og rit- stjóra tónlistartíma- ritsins Mónitors hafa farið hátt í vikunni. Bubbi hefur kallað Bigga falskan söngv- ara og sá falski tónn færist yfir í skrif hans. Fjöldi tónlistarmanna hefur lýst yfir furðu sinni á ummælum Bubba, þeirra á meðal Geir Ólafsson og nú Jójó. „Biggi er heilbrigður ungur maður og einn þeirra skemmtilegri sem hafa komið fram á sjónarsviðið. Það er einmitt röddin hans sem gerir tónlist Maus. Sama hvað hver segir.“ Jójó gengur skref- inu lengra og nánast líkir Bigga við Bob Dylan. „Rödd Dylans er svo ljót að fólk elskar hana. Og það sem Bubbi hefur að segja um „Grafhýsi frægðarinnar“… hlýt- ur sá maður sem um hana talar ekki að hafa haft einhver kynni af því grafhýsi sjálfur,“ segir Jójó og vísar til sjónvarps- þáttanna Bandið hans Bubba en þegar Bubbi slær fólk af í þættin- um sendir hann það í grafhýsi frægðarinnar. - jbg Jójó til varnar Bigga JÓJÓ Einn þeirra tónlistar- manna sem rísa upp til varnar Bigga í Maus eftir hráslagaleg ummæli Bubba Morthens. Stóra Bubba/Bigga-í-Maus málið dregur dilk á eftir sér. Í Kastljósi á þriðjudag sagði Bubbi að Biggi væri svo laglaus að hann slægi meira að segja Árna Johnsen út. Ummælin fóru illa í Árna, sérstaklega þar sem Bubbi hafði áður sagt opinberlega að hann væri versti gítarleikari landsins. „Það er orðið hvimleitt hvernig Bubbi drullar ítrekað yfir fólk í hroka sínum,“ segir Árni. „Eftir að ég sá innslagið hafði ég strax samband við Sigmar í Kastljósinu og skoraði Bubba á hólm í gítarleik og söng. Kastljósinu leist vel á þetta en Bubbi þorði ekki. Til vara skoraði ég Bubba á hólm í boxi. Hann er svo mikill kjúklingur að hann þorði það ekki heldur.“ Árni segir að þeir Bubbi noti í grunninn jafn mörg gítargrip. „Við notum þetta fimmtán grip, en hann er nú samt flinkari en ég. Bubbi er afburðatónlistarmaður og hefur samið mörg yndisleg lög en hann ræður bara ekkert við hrokann í sér. Og hann ræður heldur ekki við fjöldasöng. Þá hljómar hann bara eins og stunginn grís eða api sem er festur upp á þvottaklemmum í miðjum frum- skógi.“ Og enn hjólar Árni Johnsen í Kónginn. „Ef Bubbi finnur einn falskan tón á nýjustu plötunni minni – og það eru 32 lög á henni – þá skulda ég honum þrjár milljónir. Sömu upphæð og hann notar nú til að lokka fólk í hljómsveitina sína því það gerir enginn sjálfviljugur.“ - glh Árni Johnsen skorar Bubba á hólm HANN ER KJÚKLINGUR SEM ÞORIR EKKI Í MIG Bubbi lagði ekki í Árna Johnsen í Kastljósinu. Undirbúningur fyrir kvik- mynd Dags Kára, The Good Heart, er kominn á fullt en áætlað er að tökur hefjist í lok apríl. Gott að erfiðri bið sé loksins að ljúka, segir leikstjórinn. „Við vorum í New York í tæpar tvær vikur, eyddum smá tíma saman og reyndum að kynnast betur. Svo renndum við yfir handritið og nokkur atriði úr myndinni,“ segir Dagur Kári sem var nýkominn heim frá stóra eplinu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Tökur á The Good Heart hefjast 29. apríl í borginni og er reiknað með að þær standi yfir í tvær vikur þar. Síðan heldur tökuliðið hingað til Íslands og verður að í 28 daga. „Þeir eru mjög spenntir fyrir að koma hingað, Cox sagði sig alltaf hafa langað að koma til Íslands eftir að hafa millilent hér nokkr- um sinnum og Dano var eigin- lega sömu skoðunar,“ segir Dagur. Að sögn Dags urðu miklir fagnaðarfundir þegar Cox og Dano hittust en þeir léku saman í einni af fyrstu kvikmynd ung stirnisins, L.I.E, sem hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda. „En þeir hafa eiginlega ekkert hist síðan þá,“ útskýrir Dagur. The Good Heart hefur verið lengi í farvatninu og Dagur við- urkennir að það hafi verið mikill léttir að fara til New York og byrja alvöru vinnu í tengslum við myndina. „Já, þetta var mjög ánægjulegt enda hefur þetta verið erfið bið,“ segir Dagur. Handritið að kvikmyndinni vakti mikla athygli á sínum tíma og ákvað meðal annars Sundance- kvikmyndahátíðin að veita því styrk fyrir tæpum tveimur árum. Fyrir ári urðu svo manna- breytingar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu virð- ast þær innáskiptingar hafa heppnast ákaflega vel. Brian Cox þykir feykilega virtur og hefur leikið ófá aukahlutverk í stórum kvikmyndum á borð við Zodiac og Bourne-kvikmyndirn- ar og Dano hefur slegið í gegn í kvikmyndum á borð við There Will Be Blood og Little Miss Sunshine. Að sögn Þóris Snæs Sigurjóns- sonar, eins af framleiðendum mynd- arinnar hjá kvikmyndafyrirtækinu ZikZak, hefur ekki verið gengið frá ráðningu í önnur hlutverk en það sé allt í skoðun og ætti að skýrast á allra næstu misserum. - fgg Brian Cox og Dano æfðu með Degi Kára í New York Þeir Paul Dano, Brian Cox og Dagur Kári æfðu saman í tvær vikur í New York en tökur á The Good Heart hefjast þar 29.apríl. VIÐ ÆFINGAR Í NEW YORK Aðal-vinningurToshibatölva! Þú sendir SMS BT BTFá númerið 1900!Þú færð spurningu og þúsvarar með því að senda SMS-iðBT A, B eða C á númerið 1900. 10. hve r vinn ur! GEGGJA ÐIR AUKA- VINNIN GAR! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik lýkur 29. mars 2008 Aukavinningar: Ferða DVD spilari · PLAYSTATION 3 · iPod nano(4GB) · PANASONIC tökuvél · Sony myndavél · GSM símar· Páskaegg frá Nóa Siríus nr 3, 5 og 7 · PSP tölvur · Bíómiðar á Awake · Gjafabréf á Tónlist.is · Kippur af gosi og enn meira af DVD, geisladiskum, tölvuleikjum m.a. Ratatouille, Surfs up, Balls of fury, Fifa Street 3, Army of Two, Burnout Paradise
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.