Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 94
58 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. kennimark 6. hvort 8. prjónavarn- ingur 9. kyrra 11. guð 12. framrás 14. fet 16. gat 17. angra 18. aur 20. gangflötur 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. land í S-Ameríku 3. belti 4. stólp- agripur 5. rjúka 7. skref 10. struns 13. púka 15. svik 16. margsinnis 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. lógó, 6. ef, 8. les, 9. róa, 11. ra, 12. útrás, 14. skref, 16. op, 17. ama, 18. for, 20. il, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. perú, 3. ól, 4. gersemi, 5. ósa, 7. fótspor, 10. ark, 13. ára, 15. fals, 16. oft, 19. ró. Undirbúningur er hafinn hjá sjónvarpsstöð breska ríkissjónvarpsins, BBC Comedy, að nýrri gaman- þáttaröð með Helgu Brögu Jónsdóttur í aðalhlut- verki. Þættirnir, sem verða með matreiðsluívafi, fjalla um íslenska húsmóður sem býr í Norður-Englandi. Býður hún myndatökufólki inn í eldhúsið til sín þar sem hún eldar nútímalegan breskan mat. Breski grín- istinn David Hoyle hefur lýst yfir miklum áhuga á að leika enskan eiginmann Helgu í þáttunum. „Þetta er allt á byrjunarstigi en við erum komin með einhvers konar „go“ á samstarf við BBC. Við erum byrjuð að undirbúa útrás mína þarna á erlendri grundu og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Helga Braga. „Það er í farteskinu að taka upp einn „skets“ og síðan myndi verða heill þáttur tekinn upp.“ Þættirnir eru runnir undan rifjum hugmyndahöf- undar BBC sem þróaði persónu þáttanna með Helgu í huga. Er hann á leiðinni hingað til lands í næsta mán- uði til að vinna að þættinum ásamt Inga Þór Jónssyni, sem hefur aðstoðað Helgu við útrás hennar í Bret- landi, og David Hoyle sem heillaðist af Helgu eftir að hafa séð hana fara á kostum í Fóstbræðrum. Helga er á góðri leið með að leggja Bretland að fótum sér því hún verður að öllum líkindum í viðtali í þættinum Womens Hours á útvarpsstöðinni Radio 4 á BBC á næstunni í tengslum við einleikinn A Comp- lete Guide To a Sexual Misery, eða 100% hitt. Ætlar hún að flytja hann í Bretlandi í sumar eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. - fb Helga í breskum gamanþætti HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR Helga Braga gæti farið með aðal- hlutverkið í breskum gamanþáttum á næstunni. „Þessar fréttir komu mér auðvit- að í opna skjöldu enda Arnar ekki þekktur fyrir neitt annað en að vera ljúfur sem lamb,“ segir Ívar Guðmundsson, viðskipta- félagi og vinur einkaþjálfarans Arnars Grant. Eins og fjölmiðlar greindu frá var Arnar nýlegar kærður til lögreglunnar fyrir eignaspjöll eftir að hafa brotið rúðu í bíl sem lagt var í stæðið hans. Útvarpsmaðurinn á Bylgj- unni segist hafa fengið að heyra hlið Arnars á málinu og veit sem er að Arnar er reiðubúinn til að rétta fram sáttahönd. Ívar og Arnar tóku höndum saman fyrir nokkru og settu á markað íþróttasúkkulaði enda verið áberandi í líkamsræktar- æði þjóðarinnar. Og hefur aug- lýsingaherferð þeirra, þar sem vinirnir bregða sér í líki Rockys Balboa, vakið verðskuldaða athygli. Ívar segir að súkkulaðið góða hafi lítil sem engin áhrif á skap manna og að reiðikast Arn- ars megi síður en svo rekja til þess. „Nei, nei, það er líklegra að menn bráðni ef eitthvað er,“ segir Ívar sem telur sig vita að Arnar sjái mikið eftir þessu. „Auðvitað stendur maður við bakið á félaga sínum, fólk er bara mannlegt og Arnar líka, þrátt fyrir að vera hrikalegur að burð- um.“ -fgg Ívar Guðmunds styður Arnar Grant FÉLAGAR Í BLÍÐU OG STRÍÐU Ívar Guðmundsson, til vinstri, segist vita að Arnar væri reiðubúinn til að rétta fram sáttahönd í málinu. Arnar braut rúðu á bíl sem lagt var í stæði hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég hef eiginlega aldrei tíma til að borða morgunmat því ég er alltaf farinn í vinnuna hálf sjö á morgnana. Ég fæ mér samt alltaf heimalagðan espressó, annars fer ég ekki úr húsi. Ann- ars er það bara þetta klassíska, Cheerios og múslí.“ Þorvaldur H. Gröndal, trommuleikari Trabant. „Styrmir hefur verið sveipaður einhvers konar leyndardómshjúpi. Löngu kominn tími til að um hann sé fjallað eins og aðrar dauðlegar verur,“ segir Karl Th. Birgisson ritstjóri tímaritsins Herðubreið. Í Herðubreið, sem kemur út í morgun, má finna harðskeyttan palladóm um Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins. Þar er fjallað um Styrmi sem nú firrtan talsmann afla í Sjálfstæðisflokkn- um miklu frekar en blaðamann. Á árum áður mátti færa rök fyrir því að völd Styrmis væru nokkur, ekki síst með því að safna upplýsingum en skammta þær lesendum Morg- unblaðsins – og þegja yfir því sem gæti reynst óþægilegt. En með breyttum tímum, breyttu lands- lagi í fjölmiðlum, er Styrmir nú valdalaus samkvæmt palladómn- um – kemst ekki lengur upp með að þegja atburði í hel. „Hann rótar í flaginu sínu, telur sig áhrifamik- inn spunameistara og reynir í örvæntingu að hafa áhrif á rás atburða. Á meðan siglir þjóðfélag- ið fram hjá, áhugalaust um það sem engu máli skiptir...“ Karl fellst ekki á að farið sé ómjúkum höndum um Styrmi. „Palladómur er palladómur og verður að taka honum sem slíkum. Hitt hef ég ekki orðið var við að Styrmir hlífi nokkrum manni með skrifum sínum.“ Karl segir að allir palladómar séu nafnlausir en að sjálfsögðu birtir á ábyrgð ritstjóra. En höf- undur dómsins hafði samband við fjölda fólks, innan sem utan Morg- unblaðsins, og safnaði upplýsing- um héðan og þaðan. „Úr þeim raðar hann saman þessari mynd.“ Samhliða eru birt brot úr hálf- gerðri huldubók eftir Jónínu Bene- diktsdóttur, Ninna Nótt – taka tvö, eins og til að styðja við þær ein- kunnir sem Styrmi eru gefnar. Um er að ræða bók sem kom út árið 2005 en virðist ekki hafa farið í dreifingu. „Þegar palladómurinn var í vinnslu rak þessa bók á fjörur höf- undarins. Við urðum forviða því við vissum ekki til þess að hún hefði komið út. Ég fór með hana til Braga Kristjónssonar fornbóksala og í ljós kom að þetta er ein örfárra íslenskra bóka sem prentaðar hafa verið og hann ekki séð – kannski sú eina. Bókin barst okkur með því fororði að ein persónan ætti sér augljóslega fyrirmynd í Styrmi.“ Í Herðubreið er Sólon háskóla- rektor sagður vera Styrmir. Meðal setninga úr bókinni sem birtar eru: „Sólon sótti vald sitt í sálarlíf annarra.“ „Hann var þungt hugsi og óttaðist afdrif Flokksins.“ „Hann var á skrifstofu æðsta emb- ættis Íslands, rektorsskrifstof- unni. Héðan er Íslandi stjórnað hugsaði hann.“ jakob@frettabladid.is KARL TH. BIRGISSON: PALLADÓMUR UM STYRMI Í HERÐUBREIÐ Styrmir fyrirmynd persónu í huldubók Jónínu Ben Fáum kom á óvart þegar Sigríður Anna Þórðardóttir var skipuð sendiherra á dögunum. Nema ef til vill henni sjálfri en fyrir um tveimur árum tók Helgi Selj- an, þá á Stöð 2, við hana viðtal í tilefni þess að hún lét eftir umhverfisráðu- neytið við hrókeringar í ríkisstjórn. Sigríður Anna tók þessu létt og Helgi spurði þá hvort hún fengi einhverja sporslu á móti því að hverfa svo ljúf úr ráðuneytinu. Fyrtist þá Sigríður Anna mjög við, taldi spurninguna til marks um dónaskap og rauk út úr stúdíóinu nánast áður en viðtalinu var lokið starfsfólki þar til undrunar. Og örlítið meira af Stöð 2 því netheimar hafa gjörsamlega logað í samsæriskenningum um að nafna- breytingar séu í nánd á sjónvarps- stöðvum 365. En vefsíðan Orðið á götunni varpaði fyrst fram þessum hugleiðingum um hugsanlegar hræringar. Ekki þykir ólíklegt að Stöðvar 2-nafninu verði skeytt fyrir framan eins og gerðist með Sirkus forðum daga. Og að Sýn verði þá til að mynda Stöð 2 Sport. Forkólfar sjónvarpssviðs fjölmiðlafyrirtækisins með Pálma Guðmundsson fremstan í flokki hafa hins vegar þagað þunnu hljóði þegar þetta berst í tal. Sendinefnd á vegum skákfélagsins Hróksins fer í sína 12. ferð til Græn- lands á næstunni. Þeir munu meðal annars heilsa upp á heiðursfélaga Hróksins, Paul Napatoq sem er blind- ur fjórtán ára piltur sem lærði að tefla í fyrra. Drengurinn fer allra sinna ferða á hundasleða á veturna en á hjóli á sumrin og lætur sjónleysi sitt ekki aftra sér að taka fullan þátt í lífinu í Ittoqqortoormiit (Scoresbysund). Fyrir leiðangursmönnum fer Þórður Sveinsson, lögmaður hjá Persónuvernd, en aðrir leið- angurs- menn eru Róbert Lagerman, Andri Thorstensen og Arnar Valgeirs- son. - fgg/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI HULDUBÓK JÓNÍNU Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar,segir löngu kominn tíma á að fjallað sé um Styrmi Gunnars- son eins og aðrar dauð- legar verur. Í Herðubreið er því haldið fram að ein persóna í huldubók Jón- ínu Benediktsdóttur eigi sér augljóslega fyrirmynd í Styrmi. Herðubreið kemur út á morgun og prýðir ritstjóri Morgun- blaðsins forsíðu þess. Nr. 11 - 2008 Verð 659 kr . 13. mars. – 19. mars. 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Nýr m aður, barn o g hús ! Gerir lí fið skemm tilegra ! Edduverðla unahafinn N anna Kristín sneri baki v ið bóhemlíf inu: FÖLDU SIG BA K VIÐ FIÐRILDAGRÍM UR! Flottustu k onur lands ins: BARN Á LEIÐINNI! UNG, FRÆG OG RÍK! Krummi og Harpa Einars: FLUTT Í SUNDUR! Gillzenegger og Partý Hanz: ÉG ÆTLA EKKI Í HJÓLASTÓL! Hamingjan eltir Hann a: Sjáið myndirn ar! Ástir og örlög!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.