Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN Dómskerfið Ómar R. Valdimarsson hefur fengið staðfest fyrir dómi að staðhæfingar Gauks Úlfarssonar um að hann sé rasisti séu ósannar og beri því að líta á þær sem ærumeiðingar. Meira hékk á spýtunni því Gaukur mun hafa sagt að Ómar ynni fyrir alþjóðlegt glæpagengi. Þar er vísað til þess að Ómar hafi verið fréttafulltrúi fjölþjóðarisans Impregilo. Ómari þótti þessi áburður svo ærumeiðandi að hann lét ekki við það eitt sitja að krefjast þess að ummælin væru dæmd ómerk heldur vildi láta dæma sér tvær milljónir í skaðabætur. Í dómsniðurstöðu segir hins vegar að Impregilo sé ekki aðili að málaferlunum og því ekki ástæða til að fella dóm um þau ummæli. Ég skal játa að mér hefði þótt fróðlegt að fylgjast með Impregilo hvítþvo sig af áburði um glæpsam- legt athæfi í Suður-Ameríku, Afríku og víðar. Í málaferlum um ærumeiðingar gagnvart Impregilo væri Gaukur ekki einn á báti. Þar væri undirritaður líka, höfundar rannsóknarskýrslu breska þingsins, fréttamenn, þingmenn í Brasilíu og Paragvæ að ógleymdum Carlos Menem, fyrrverandi forseta Arg- entínu, sem sagði að Impregilo hefði reist minnis- varða um spillingu með sviksemi og prettum við framkvæmdir í Suður-Ameríku. Ekki ætla ég að fara í saumana á hvað bjó að baki ásökunum Gauks Úlfarssonar varðandi meinta fordóma Ómars R. Valdimarssonar. Þar komst dómur að niðurstöðu sem ég ætla ekki að vefengja þótt ýmsar yfirlýsingar Ómars, þar sem erlendir menn koma við sögu, þyki mér umdeilanlegar jafnvel þótt ekki sé um kynþáttafordóma að ræða. Það er hins vegar sitthvað annað sem orkar tvímælis í þessu máli. Í niðurstöðu dómara segir m. a.: „þótt stefndi hafi tekið þátt í stjórnmálaumræðu á vefsíðu sinni … verður ekki fallist á að stefnandi sé opinber persóna í þeim skilningi að hann verði að þola meiri og sterkari gagnrýni en gengur og gerist.“ En ber prívatpersónan Ómar ekki einhverja ábyrgð gagnvart þeim sem hann fjallar um? Af málskjölum að dæma virðist vefsíða Ómars hafa verið nokkuð glæfraleg á köflum, óspart dylgjað um pólitíska andstæðinga og stundum gróflega snúið út úr orðum þeirra. Því fer fjarri að Ó.R.V. sé saklaus af pólitískum leðjuslag. Þrátt fyrir þetta samhengi hlutanna lætur dómarinn sér ekki nægja að dæma áburðinn um rasisma ómerkan heldur á Gaukur Úlfarsson að punga út með 300 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund krónur fyrir málskostnaði Ómars. Með dráttarvöxtum kemur kostnaðurinn til með að teygja sig í átt að milljóninni. En lítum nú á annað mál. Maður er dæmdur fyrir að hafa barið konu til óbóta með „ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og andlit og þá sparkað í líkama hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár og mar á augnlok og augnsvæði hægra megin, marga yfirborðsáverka á höfði, mar yfir hryggjartindi, mar á aftanverðum hægri upphand- legg, yfirborðsáverka á öxl og mar á vinstra læri.“ Og hver skyldi niðurstaða dómara hafa verið í þessu máli? Í dómsorði segir: „Ákærði …sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum. Ákærði greiði … 90.000 krónur í málsvarnarlaun, þar með talinn virðisaukaskattur.“ Hvað er íslenska dómskerfið að segja? Ef einstaklingur er borinn röngum sökum opinberlega er ekki látið sitja við það eitt að dæma viðkomandi ummæli ómerk heldur er beitt þungum viðurlögum. Ef einstaklingur hins vegar misþyrmir annarri manneskju þannig að hún stórskaddast eru engar miskabætur dæmdar. Þetta þýðir að menn skuli gæta orða sinna á hinum pólitíska vígvelli, annars skuli þeir hafa verra af. Ef þú hins vegar ert kona og þér er misþyrmt þannig að þú bíður verulegan skaða er til einskis að leita til dómstóla um miskabætur. Í hugum kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi er reyndar svo komið að dómstólaleiðin er slík þrautaganga að aðeins lítill hluti þeirra kærir ofbeldið. 15% kvenna sem sóttu Kvennaathvarfið árið 2007 kærðu ofbeldið. Af þeim konum sem sóttu Stígamót árið 2007 kærðu 13%. Það er hægt að meiða fólk með margvíslegum hætti. Það er hægt að meiða fólk með orðum. Það er líka hægt að meiða fólk með hnefanum. Íslenskir dómstólar hafa verið að prísleggja meiðslin. En það er líka hægt að meiða fólk með dómum. Svo mikið er hægt að misbjóða fólki með ranglátum dómum að réttarvitundin og þar með sjálft réttar- kerfið bíði skaða af. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. 28 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR ÖGMUNDUR JÓNASSON Hvað kostar að meiða fólk? UMRÆÐAN Heimaþjónusta fyrir aldraða Í starfsáætlun Vel-ferðarsviðs fyrir árið 2008 kemur fram pólitísk áhersla meiri- hluta borgarstjórnar á samþættingu, upp- byggingu og aukna þjónustu við aldraða og fatlaða í heimahús- um. Við leggjum ríka áherslu á þessa þætti í þriggja ára áætlun sem var til umræðu í borgar- stjórn Reykjavíkur hinn 5. mars síðastliðinn. Meðal þess sem stendur til er að auka fjármagn til heimaþjónustu um 250 milljónir króna. Á réttri leið Af nýútkominni skýrslu OECD má glöggt ráða að hugmyndir okkar og ákvarðanir í málefnum eldri borgara eru réttar – við eigum að leggja enn frekari áherslu á að nóg sé til af sérhönn- uðum íbúðum fyrir þennan hóp í tengslum við hjúkrunarheimili og þjónustu. Þetta er einmitt það sem við höfum verið að gera og við hyggjumst halda áfram á sömu braut. Hafið er mikið átak í húsnæðismálum aldraðra og við höfum þegar sett í gang uppbygg- ingu á tveimur nýjum félags- og þjónustumiðstöðvum við Sléttu- veg og Spöng auk yfir 200 þjón- ustuíbúða í tengslum við þær. Nú þegar höfum við skrifað undir viljayfirlýsingu um að veita Sam- tökum aldraðra lóð við Sléttuveg og verður gengið frá úthlutun á henni innan tíðar. Í farvatninu er einnig úthlutun lóða til Félags eldri borgara bæði við Gerðuberg og í Suður-Mjódd. Beðið er sam- þykkis nýs deiliskipulags til þess að hægt verði að úthluta þeim lóðum. Auk þessa er verið að skoða hvar SA geti fengið aðra lóð til uppbyggingar fleiri íbúða og er t.d. horft til miðsvæðis Úlf- arsárdalsins í því samhengi. Meira en steinsteypa Við höfum ekki einungis gert átak í búsetuuppbyggingu því við höfum líka skoðað fleira sem hægt er að gera til að auðvelda einstaklingum að búa heima. • Við fórum af stað með til- raunaverkefni um öryggissíma til sex mánaða hjá hundrað ein- staklingum. Sú tilraun hefur gengið vel og er nú verið að skoða með hvaða hætti við höldum áfram með þá þjónustu. • Við erum í til- raunaverkefni við að aðstoða fimm einstakl- inga sem eru á bið eftir þjónustuíbúð við að gera breytingar á íbúðum sínum svo þeir geti áfram búið heima. • Við skrifuðum undir forvarnarsamn- ing við Forvarnarhús Sjóvár um fræðslu til aldraðra um hættur í heimahúsum. Auk þess mun For- varnarhús Sjóvár taka út nýbyggðar íbúðir ætlaðar eldri borgurum. Sameining þjónustunnar Sennilega er þó það mikilvægasta ótalið, en það eru viðræður okkar við heilbrigðisráðuneytið um að sameina heimahjúkrun og heima- þjónustu. Með því að sameina þjónustuna teljum við að megi ná fram samfelldari, einfaldari og betri þjónustu við þjónustuþega. Það komst loks skriður á það mál síðastliðið sumar með nýjum vindum í heilbrigðisráðuneytinu, en því er ekki að leyna að okkur hafði ekki tekist að fá fund með fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Nú er umhverfið annað og mikill vilji af hálfu ríkis og borgar til þess að við látum sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjón- ustu verða að veruleika. Velferð- arsvið og heilbrigðisráðuneytið funda nú vikulega um það hvern- ig best sé að sameina þessa þjón- ustu og ráðinn hefur verið verk- efnastjóri í fullt starf til Velferðarsviðs til þess að vinna að sameiningunni. Auk þess vinn- ur verkefnastjóri á vegum heil- brigðisráðuneytisins að þessum málum. Það er að mörgu að hyggja og mikilvægt að vel takist til. Ég bind miklar vonir við að okkur takist að sameina þessa þjónustu- þætti í borginni öllum þjónustu- þegum til heilla og aukinna lífs- gæða. Þetta er afar mikilvægt skref sem við þurfum að stíga sem allra fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs. Betri búsetuskilyrði Með því að sameina þjónust- una teljum við að megi ná fram samfelldari, einfaldari og betri þjónustu við þjónustu- þega. JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR UMRÆÐAN Ruslpóstur Síðasta misserið fór að bera á verulegri aukningu ruslpósts með venjulegum pósti frá Íslandspósti. Við höfðum verið bless- unarlega laus við þennan ófögnuð um langa hríð og bréfber- arnir virðast hafa kunnað að lesa áberandi skilti við bréfalúguna. Nú ber svo við, að þeir virðast vera orðnir ólæsir og láta afþökk- un ruslpósts sem vind um eyru þjóta. Hinn 31. janúar 2008 var mér nóg boðið eftir ítrekuð mótmæli við þjónustufulltrúa Íslandspósts hf. eða Póstsins hf. Þjónustufull- trúi sagði undirrituðum að fyrir- tækið hefði hætt allri kurteisi við móttakendur pósts og gæti ekki hugsað sér annað en að ausa sem mestu rusli yfir okkur. Hann tilkynnti jafnframt, að sér væri óheimilt að segja mér, hver bæri ábyrgð á nýjum vinnureglum fyrirtækisins og hún mætti ekki gefa mér samband við neina ráðamenn þess til að mótmæla þessari ósvífni. Ég sendi Póst og fjarskipta- stofnun fyrirspurn um ástandið. Mig vantar upplýs- ingar um rétt minn til að losna við þetta rusl og hvaða meðulum stofnunin geti beitt til að gæta réttar míns. Mig langar líka til að vita, hver viðbrögð og afleiðingar kynnu að verða, ef ég ákvæði einhliða að loka bréfa- lúgunni hjá mér og gera Íslandspóst ábyrgan fyrir afleiðingunum. Íslandspóstur lýsti yfir stríði, sem mig langar ekki til að taka þátt í. Þjónustufulltrúinn svaraði síð- ari spurningunni þannig, að póst- urinn yrði geymdur í dreifingar- stöð svæðisins í tvær vikur og síðan endursendur. Hún sagði einnig, að henni væri óheimilt að segja mér hver og hvar dreifing- armiðstöðin væri, þótt ég byðist til að sækja póstinn minn sjálf- ur. Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki svarað opinberlega enn þá þótt næstum mánuður sé liðinn síðan fyrsti tölvupóstur var sendur stofnuninni. Er virki- lega löglegt að bjóða almenningi svona þverstæðubull? Íslands- póstur ætti að skammast sín. Höfundur er leiðsögumaður. Ruslpóstur Íslandspósts FRIÐRIK HARALDSSON G ra fík a 20 08 NEYÐAR- OG ÖRYGGISFJARSKIPTI Ein samhæfingarstöð - samræmt fjarskiptakerfi RÁÐSTEFNA Verður haldin á Hótel Loftleiðum föstudaginn 14. mars kl. 9:00 – 16:00 Setning Hvað eru neyðar- og öryggisfjarskipti Staðan í dag: Land Staðan í dag: Loft Staðan í dag: Sjór Kaffihlé Lögreglan Björgunarsveitir Smærri slökkvilið Almannavarnir Vegagerðin Matarhlé Sjúkraflutningar Orkufyrirtækin Slökkviliðin Vinnubúðir (workshops) Eiginleikar og uppbygging Tetrakerfisins Pallborðsumræður. Lögregla, Landsbjörg, Sjúkra- og slökkviliðsmenn,Tetra. Björn Bjarnason Magnús Hauksson Þröstur Brynjólfsson Bergþór N. Bergþórsson Gylfi Geirsson Hjálmar Björgvinsson Daníel Gunnlaugsson Davíð Rúnar Gunnarsson Rögnvaldur Ólafsson Nicolai Jónasson Boðið upp á léttan hádegisverð Ármann Höskuldsson Guðlaugur Sigurgeirsson Kjartan Blöndahl 4 hópar 09:15 09:30 09:45 10:00 10:15 10:30 11:00 11:15 11:30 11:45 12:00 12:15 13:15 13:30 13:45 14:00 15:00 15:30 16:00 Ráðstefnu lýkur Dagskrá: Í lok ráðstefnu verður boðið upp á léttar veitingar. Ráðstefnustjóri: Róbert Marshall Vinnubúðir (workshops) Fjarskiptastjórar - Fjölhópar Eiginleikar kerfisins Gáttir – Endurvarpar - DMO Notendabúnaður G ra fik a 20 08 Þröstur Brynjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.