Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 10
10 13. mars 2008 FIMMTUDAGUR
STJÓRNSÝSLA Hætta er á að skattsvik aukist ef birtingu
álagningar- og skattskráa verður hætt. Þetta er mat
embætta ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra
ríkisins sem birtist í umsögnum um frumvarp ellefu
þingmanna um að birtingu skránna verði hætt.
Persónuvernd telur frumvarpið samrýmast almenn-
um sjónarmiðum um einkalífsvernd og gerir ekki
athugasemdir við efni þess.
Í greinargerð með frumvarpinu, sem lagt var fram
á haustdögum og er til meðferðar í efnahags- og
skattanefnd, segir að veigamestu rökin að baki
frumvarpinu séu að líklega sé brotið gegn rétti fólks
til friðhelgi einkalífs með birtingu skránna.
Ríkisskattstjóri telur unnt að vernda upplýsingar
um fjárhag og laun með því að breyta framsetningu
upplýsinga í skránum. Birta mætti álögð opinber
gjöld í einu lagi í stað þess að sundurliða þau eins og
nú er gert.
Í greinargerð með frumvarpinu segir líka að
framlagning skránna hafi orðið uppspretta frétta um
fjárhagsleg málefni einstaklinga. „Leiða má líkur að
því að fjölmiðlaumræða af slíku tagi feli í sér hættu á
að einstaklingar verði fyrir óverðskuldaðri áreitni
vegna tekna sinna, ýmist vegna þess að þær þyki of
háar eða of lágar.“
Blaðamannafélagið deilir ekki þeim áhyggjum með
flutningsmönnum og leggst alfarið gegn frumvarpinu.
Alþýðusambandið vill óbreytt ástand en Viðskipta-
ráð og Hagstofan styðja frumvarpið. Telur Hagstof-
an opinbera birtingu um álagningu skatta ríma illa
við ákvæði ýmissa laga um vernd persónubundinna
upplýsinga og er því sama sinnis og þingmennirnir
ellefu og Persónuvernd. bjorn@frettabladid.is
Skatturinn vill birta
skattskrárnar áfram
Ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri leggjast gegn frumvarpi um að birt-
ingu skattskráa verði hætt enda veiti hún skattborgurum aðhald. Persónuvernd
telur birtingu skránna stríða gegn almennum sjónarmiðum um einkalífsvernd.
ANDVÍGIR OPINBERUN Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi mót-
mælt birtingu álagninga- og skattskráa og vörnuðu eitt árið
gestum Skattstofunnar í Reykjavík aðgang að upplýsingunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SANDGERÐI Línubáturinn Björgmundur ÍS-49
strandaði utan við innsiglinguna í Sandgerði um
klukkan hálf fimm í gærmorgun.
Björgmundur er fimmtán tonna yfirbyggður
plastbátur, smíðaður árið 2005 í Hafnarfirði og
gerður út af Útgerðarfélagi Bolungarvíkur. Fjórir
menn eru í áhöfn og voru þeir á leið í róður í
gærmorgun þegar stýri bátsins bilaði. Rak bátinn
undan vindi og upp á eyrina.
„Þetta er eyri hérna fyrir utan, möl og klappir en
það var engin hætta á ferðum,“ segir Guðmundur
Ingi Ólafsson, formaður björgunarsveitarinnar
Sigurvonar í Sandgerði. Kom hann ásamt félögum
sínum í Sigurvon fljótlega á staðinn á björgunar-
bátnum Kidda Lár og björgunarskipinu Hannesi
Hafstein. Tókst þeim að koma taug í Björgmund og
draga inn til hafnar í Sandgerði. Tólf menn unnu að
björgunaraðgerðum sem lauk innan klukkustundar.
Engin slys urðu á fólk en nokkrar skemmdir urðu á
Björgmundi. Skrúfan eyðilagðist og botnstykki
bátsins skemmdist. Að sögn Vignis Arnarssonar,
skipstjóra og eiganda bátsins, stóð til að taka bátinn
upp strax í gær og koma honum á flot í gærkvöldi.
„Ný skrúfa og af stað aftur í mokið,“ segir Vignir. - ovd
Línubáturinn Björgmundur ÍS-49 frá Bolungarvík strandaði utan við innsiglinguna:
Bátur strandaði við Sandgerði
BJÖRGMUNDUR ÍS-49 Strandaði á klöppum utan við innsigl-
inguna í Sandgerði. MYND/HAFÞÓR HREIÐARSSON
MÓTMÆLT Í GEORGÍU Þátttakandi í
mótmælafundi við þinghúsið í Tíflis
hrópar vígorð. Þingkosningar fara fram
í maí og gagnrýnendur Saakashvilis
forseta krefjast lýðræðisumbóta.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ford F-350 Harley Davidsson Verð 12.900.000,-
Nýskráður: 12.2006 - Ekinn: 6000 km - Slagrými: 5948 cc - Skipting: Sjálfskiptur -
Hestöfl: 485 hö
Breyttur fyrir 49”, Banks Turbo kit, Loftpúðafjöðrun aftan,
Loftlæsing framan og aftan, Loftdæla, Webasto auka-miðstöð,
Drifhlutföll 5:13, Milligír, Aukatankur, Warn 15000 punda spil,
Aukarafkerfi, GPS tæki, Bakkmyndavél, Talstöð, Leitarljós,
Kastarar, Aftur- og hliðarlýsing, Sérstyrkt framhásing, IPF kasta-
rar, Xenon aukaljós, Playstation tölva, 17” skjár fyrir aftursæti,
220w Inverter.
Tveir dekkjagangar á bead-lock felgum 44” og 49”.
Auglýsingasími
– Mest lesið
AFGANISTAN, AP Fjarskiptaturn
sem sér stóru svæði í vesturhluta
Afganistans fyrir símasambandi
var eyðilagður á þriðjudag.
Árásum á farsímamöstur landsins
hefur fjölgað ört á síðustu vikum.
Talibanar höfðu hótað símafyrir-
tækjunum að eyðileggja möstrin,
ef þau slökktu ekki á þeim á
kvöldin og nóttunni. Ástæðan er
sú að skæruliðar telja að NATO-
herliðið noti farsímakerfið til að
miða út meinta uppreisnarmenn.
Turninn sem eyðilagður var á
þriðjudag var í eigu símafyrir-
tækisins Areeba. Samkvæmt
lýsingum vitna tóku fimm menn
þátt í árásinni. - mh
Hernaður í Afganistan:
Skæruliðar eyða
símamöstrum