Fréttablaðið - 13.03.2008, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 13. mars 2008 23
Nú styttist óðum í páska og
páskaeggin fyrir nokkru far-
in að setja svip sinn á mat-
vöruverslanir. Fréttablaðið
lét sér ekki nægja að kíkja á
góssið heldur kannaði verð á
helstu tegundum í nokkrum
verslunum. Svo var komið að
því að opna þau, spá í inni-
haldið sem var vegið og að
endingu vel þegið.
Líkt og um síðustu páska eru
umsvifamestu innlendu framleið-
endurnir Nói-Síríus, Freyja og Góa.
Fréttablaðið kannaði verð á einni
stærð frá þessum framleiðendum í
Bónus-verslunum, Fjarðarkaupum,
Hagkaupum, Krónunni, Nettó, Nóa-
túni og Samkaupum. Tegundirnar
eru Góupáskaegg númer 6, Freyju
rísegg númer 9 og páskaegg Nóa-
Síríus númer 6.
Verð
Góueggið sem keypt er í Fjarðar-
kaupum er eina eggið, af þeim sem
könnuð voru, sem selt er undir þús-
und krónum. Er það jafnvel lægra
verð en ódýrasta eggið í könnun
Fréttablaðsins í fyrra sem gerð var
á sömu tegundum. Séu þær tölur
bornar saman má sjá að verðið á
páskaeggjunum hefur lækkað í
mörgum tilfellum. Til dæmis
hafa allar þessar tegundir
lækkað í Fjarðarkaupum og
þær tvær tegundir sem fást í
Bónus hafa einnig lækkað í
verði. Í Krónunni hafa
ríseggið og eggið frá Nóa-
Síríus lækkað og í Nóa-
túni hafa Góueggið og
egg Nóa-Síríus einnig
lækkað.
„Það er bara sam-
keppnin við lágvöru-
verðsverslanirnar sem
fær okkur til að lækka
verðið,“ segir Gísli
Sigurbergsson, verð-
lagsstjóri Fjarðarkaupa.
Kristján Geir Gunnars-
son, markaðsstjóri Nóa-
Síríus, segir að hrávöru-
verð hafi hækkað og því
hafi framleiðendur hækkað sitt
verð um 5 til 7 prósent frá í fyrra.
Hann fagnar því að sú hækkun
hafi ekki bitnað á neytendum.
Í ár fer hins vegar ein af þessum
tegundum yfir tvö þúsund krónur
en það kom ekki fyrir í fyrra. Það
er egg Nóa-Síríus í Hagkaupum.
Hvar er dýrast og ódýrast?
Í öllum verslunum var eggið
frá Nóa-Síríus dýrast nema í
Nóatúni og svo Nettó þar sem
það var á sama verði og Freyju
ríseggið. En páskaeggið frá
Nóa-Síríus er einnig þyngst,
eða 600 grömm. Páskaegg-
ið frá Góu var alls staðar
ódýrast. Munurinn á
ódýrasta egginu, sem er
Góueggið keypt í Fjarð-
arkaupum, og dýrasta
egginu, sem er egg Nóa-
Síríus keypt í Hagkaup-
um, er 1.061 króna.
Góueggið fæst ekki í
Bónus en hinar tegundirn-
ar tvær voru ódýrastar þar.
Freyju ríseggið var dýrast
í Nóatúni en þó var sáralít-
ill munur á verðinu þar og í Sam-
kaupum og Hagkaupum. Góuegg-
ið var dýrast í Samkaupum þar
sem það var einni krónu dýrara en
í Hagkaupum og Nóatúni.
Páskaegg númer 6 frá Góu
„Fátt fer svo vel, að eigi megi betur
fara“, segir málshátturinn í páska-
eggi númer 6 frá Góu. Inni í því má
finna karamellur, konfektmola,
lakkrís, hlaup, sleikjó og súkkulaði-
húðaðar rúsínur. Minnst af sælgæti
fylgir því eggi, eða 238 grömm,
sem er ögn minna en góssið sem er
í rísegginu.
Rísegg númer 9 frá Freyju
„Sá vægir sem vitið hefur meira“,
segir málshátturinn í rísegginu og
kæmi sú speki sér eflaust vel víða
þegar vel hefur verið neytt af sykri.
Innihaldið er býsna litríkt enda er
mikið um sælgætiskúlur, hlaup og
möndlur í ýmsum litum. Þar að auki
eru karamellur, hríspoki, konfekt-
molar og svo rís-súkkulaði sem
reyndar er utan við eggið. Í könnun
Fréttablaðsins í fyrra reyndist sæl-
gætið mest með þessu eggi en nú er
það um 50 grömmum léttara en í
Nóa-Síríus egginu.
Páskaegg númer 6 frá Nóa-Síríus
„Enginn er of gamall gott að læra“,
segir málshátturinn í páskaeggi
númer 6 frá Nóa-Síríus. Inni í því
er að finna tvo Nóakropp-poka, kon-
fektmola, súkkulaðihúðaðar rúsín-
ur, lakkrísrúllu, tvo poka með
hlaupi, krít í poka, litskrúðuga sæl-
gætismola í poka og síðan töggur.
Þar að auki eru kúlur sem sumar
hverjar innihalda lakkrís. Í versl-
unarferðinni spurði Fréttablaðið
nokkra viðskiptavini í matvöru-
verslunum hvaða páskaegg þeim
þætti best og var Nóa-Síríus páska-
eggið oftast nefnt í því sambandi.
Þetta er þyngsta eggið og með
mesta sælgætið. jse@frettabladid.is
Páskaeggin lækka víða í verði HVAÐA PÁSKAEGG ÞYKIR ÞÉR BEST?
„Mér finnst reynd-
ar páskaeggin sem
amma býr til best
en þegar ég kaupi
páskaegg kaupi ég
Nóa-Síríus. Ég fékk
oft aðrar tegundir
þegar ég var yngri
en mér finnst þau
ekki eins góð, ég veit ekki af hverju,
kannski bara stemningin. Málshátt-
urinn skiptir miklu máli, ég man
meira að segja enn þann sem ég
fékk í fyrra: Betra er að vera laukur
í lítilli ætt en strákur í stórri.“
Egill Kaktus Þorkelsson
„Ég er svo sem eng-
inn sérfræðingur í
páskaeggjum. Við
erum náttúrulega
með páskaegg í
Bretlandi þaðan
sem ég kem, ég er
þó ekki frá því að
þau íslensku séu
betri því innihaldið er meira spenn-
andi hér, hin bresku eru nefnilega
tóm. Til dæmis eru börnin afar
spennt fyrir namminu og ég fyrir
málshættinum.“
Katrin Faulkes
„Ég hreinlega man
það ekki hvaða
páskaegg mér
finnst best, það er
svo langt síðan ég
smakkaði þau. En
ég gef nú barna-
börnunum páska-
egg og þau hafa
eflaust mikla skoðun á þessu. Ég
kaupi venjulega Nóa Síríus-páska-
eggin, ætli það sé ekki vegna þess
að sjálfur fékk ég Nóa-egg þegar ég
borðaði þetta af kappi og svo er
gott að kaupa þau því maður er viss
um að þetta er íslensk framleiðsla.“
Jónas R. Jónsson
VERÐKÖNNUN Á PÁSKAEGGJUM
GÓA PÁSKAEGG NÚMER 6 FREYJA RÍSEGG NÚMER 9 NÓI-SIRÍUS EGG NÚMER 6
Heildarþyngd 550 g Heildarþyngd 540 g Heildarþyngd 600 g
Þyngd innihalds 238 g Þyngd innihalds 240 g Þyngd innihalds 293 g
2008 2007 2008 2007 2008 2007
Bónus - - 1.389 1.398 1.589 1.598
Fjarðarkaup 998 1.189 1.398 1.462 1.689 1.727
Hagkaup 1.398 1.299 1.835 1.695 2.054 1.675
Krónan 1.229 1.199 1.390 1.399 1.590 1.599
Nettó 1.299 1.202 1.799 - 1.799 1.632
Nóatún 1.398 1.399 1.839 1.698 1.798 1.985
Samkaup 1.399 1.099 1.835 - 1.999 1.795