Fréttablaðið - 16.03.2008, Side 1

Fréttablaðið - 16.03.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 16. mars 2008 — 75. tölublað — 8. árgangur 16 EIGINKONUR AUÐMANNA Aðstoðarfólk, lífsstílshönnuðir og glæsilegir kvöldverðir. Hin nýja kynslóð heimavinnandi kvenna. da gar til paska i 7 ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 12 DÓMSMÁL Sátt hefur náðst í öllum málum nema einu af þeim rúmlega þrjátíu sem send hafa verið í svokallaða sáttamiðlun í íslensku réttarkerfi. Dómsmálaráðherra setti af stað tilraunaverkefni árið 2006 þar sem boðið er upp á sáttamiðlun í vissum brotaflokkum en í henni felst að þolandi og gerandi semja sjálfir um málalok. - jse/ sjá síður 14 Sáttamiðlun leysir vandann: Brotamenn og þolendur semja [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning mars 2008 Stóri l ÞórhildurÞorleifsdóttir setur Engispretturnar, nýtt serbnesktverk, á svið í Þjóðleikhúsinu. „Það erverkurinn“ FYLGIR Í DAG Í NEYÐ Viðbrögð við snjóflóði voru æfð ofan Sandskeiðs í gær. Björgunarsveitir Landsbjargar, Landhelgisgæslan og greiningar- sveit Landspítalans tóku þátt í æfingunni sem stóð í um fjórar klukkustundir. Stefán Már úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi brá sér í hlutverk manns sem hafði grafist undir í snjóflóði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKIPULAGSMÁL „Álit Skipulagsstofn- unar um mat á umhverfisáhrifum vegna álvers í Helguvík hefur að mínu mati alvarlegan efnisann- marka, og getur þess vegna ekki verið grundvöllur framkvæmda- eða byggingarleyfis,“ segir Aðal- heiður Jóhannsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. „Nú þegar tvö sveitarfélög hafa gefið út slík leyfi tel ég að umhverf- isverndarsamtök geti kært þá ákvörðun til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála,“ segir Aðalheiður. Á sama tíma mætti krefjast þess að framkvæmdir á svæðinu verði stöðvaðar þar til úrskurður hefur verið kveðinn upp. „Ef það yrði niðurstaða úrskurð- arnefndarinnar að það væru veru- legir efnisannmarkar á áliti Skipu- lagsstofnunar yrði byggingarleyfið, sem er í raun framkvæmdaleyfi, væntanlega fellt úr gildi þar sem álitið er forsenda leyfisins,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður nefnir sérstaklega tvenns konar annmarka á álitinu. Annars vegar þar sem segir að vegna óvissu um flutningsleiðir raf- orku þurfi sveitarfélögin að „huga að því hvort bíða eigi með leyfis- veitingar fyrir byggingu álversins“ þar til niðurstaða liggi fyrir. Hins vegar komi fram í álitinu að áður en Norðuráli verði veitt fram- kvæmda- og byggingarleyfi þurfi að liggja fyrir hvort fyrirtækið fái heimildir til losunar gróðurhúsa- lofttegunda. Slík heimild liggi ekki fyrir nú. Álver Norðuráls fékk byggingar- leyfi vegna álversins frá sveitarfé- laginu Garði og Reykjanesbæ form- lega afhent á föstudag. Byggingar leyfi er í eðli sínu tækni- legt leyfi sem veitt er til að stað- festa að byggingarnar uppfylli tæknilegar kröfur, segir Aðalheið- ur. Þegar byggingarleyfi Norðuráls er skoðað er þó augljóst að þar er að hluta til um dulbúið framkvæmda- leyfi að ræða segir hún. Meðferð málsins hjá viðkomandi sveitar- stjórnum styðji þá niðurstöðu. - bj / sjá síðu 4 Framkvæmdaleyfið byggt á gölluðu áliti Álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati vegna álvers í Helguvík er gallað, segir dósent í lögfræði. Þess vegna geti það ekki verið grundvöllur framkvæmdaleyfis. VEÐRIÐ Í DAG MENNING „Bæði Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur eru að brotna niður sem kompaní,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri. Hún segir það vera stóra áhyggjuefnið í íslensku leikhúsi í dag, „fyrir utan skort á hug- myndafræðilegri sýn, og þá er ég ekki bara að tala um listræna sýn,“ segir hún. Að sögn Þórhildar eru leik- flokkar stóru leikhúsanna orðnir örkompaní, og búið að rjúfa samgang milli kynslóða, sem verði til þess að samhengið í þróun listgreinarinnar rofni. - sjá Menningu Þórhildur Þorleifsdóttir: Leikfélögin að brotna niður Áframhaldandi rólegheit Í dag verður áfram bjart og fallegt veður. Á morgun og næstu daga breytist svo veðrið þannig að suðvestanáttir verða ríkjandi og á þriðjudag og miðvikudag má búast við úrkomu víðast hvar um landið. VEÐUR 4 3 3 1 0 0 TÍMAMÓT Í KÓRNUM Fyrsti karlalands- leikurinn innanhúss fer fram í Kórnum í dag. ÍÞRÓTTIR 26 FRAKKLAND Áform eru nú uppi um það í Frakklandi að stækka héraðið Champagne. Er það gert til þess að verða við vaxandi eftirspurn eftir kampavíni sem aðeins má framleiða í ákveðnum hlutum héraðsins. Rúmlega 150 milljón flösk- ur af kampavíni voru fluttar út í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Til dæmis jókst eftirspurn frá Rússlandi um 41 prósent og á síðustu fimm árum hefur kampa- vínsneysla Kínverja nífaldast. - þeb Aldrei meiri eftirspurn: Stækka kampa- vínshéraðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.