Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 16.03.2008, Qupperneq 4
4 16. mars 2008 SUNNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmað- ur var tekinn með fíkniefni í hefðbundnu tolleftirliti í Leifs- stöð á fimmtudag. Hann reyndist vera með tæplega 200 grömm af amfetamíni og slatta af kannabis- fræjum. Efnunum hafði maður- inn komið fyrir innan nærklæða sinna. Maðurinn, sem er á þrítugs- aldri, var að koma frá Kaup- mannahöfn þegar hann var handtekinn. Fíkniefnahundur tollgæslunnar merkti við hann þegar hann kom inn. Hann kvaðst við yfirheyrslur hafa reynt að smygla efnunum inn til að koma þeim í verð og borga fíkniefna- skuld með ágóðanum. Manninum var sleppt eftir yfir- heyrslur og telst málið upplýst. Lögregla og tollgæsla á Suður- nesjum hafa upplýst allmörg stór fíkniefnamál á síðustu mánuðum. Má þar nefna Gambíumann sem kom hingað til lands 13. desem- ber með 300 grömm af kókaíni í fórum sínum. Þjóðverji var tek- inn með 23 þúsund e-töflur sem hann leyndi í farangri sínum. Loks var Lithái tekinn með 350 grömm af amfetamíni. Auk þessa er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hraðsendingarmál þar sem Toll- gæslan tók um fimm og hálft kíló af hörðum fíkniefnum sem komu hingað til lands frá Þýskalandi. - jss Íslenskur karlmaður tekinn með fíkniefni í tollaeftirliti í Leifsstöð: Með amfetamín og kannabisfræ LEIFSSTÖÐ Maðurinn kom með flugi frá Kaupmannahöfn. LÖGREGLUMÁL Tvö ungmenni voru svipt ökuréttindum vegna hraðaksturs í Reykjavík á föstu- dagskvöld. Bæði mældust þau á 110 kílómetra hraða á klukku- stund en hámarkshraði er fimm- tíu kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var stúlka undir tvítugu stöðvuð við Fiskislóð um klukkan ellefu um kvöldið. Hún var svipt ökuleyfinu á staðnum. Hinn ökuþórinn, piltur á svip- uðum aldri, var tekinn þremur tímum síðar við Ánanaust þar sem hann var í spyrnukeppni. Hann var sömuleiðis sviptur öku- leyfinu á staðnum. - sþs Voru á 110 kílómetra hraða: Ungir ökuþórar misstu prófið NEYTENDAMÁL Fleiri eru nú and- vígir sölu á bjór og léttvíni í mat- vöruverslunum en áður. Eru þetta niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir Lýðheilsustöð 9. til 22. janúar síðastliðinn. Hefur hlutfall þeirra sem and- vígir eru sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum hækkað úr 19 prósentum árið 2005 í 35 prósent nú. Samtals eru rúm 47 prósent mjög eða frekar andvíg sölu á bjór og léttvíni í verslunum en tæp 47 prósent mjög eða frekar hlynnt henni. Úrtak var 1.350 manns á landinu öllu og var svarhlutfall 61,1 prósent. - ovd Könnun Lýðheilsustöðvar: Fleiri andvígir bjórssölu ja n. ´0 5 nó v. ´0 7 ja n. ´0 8 50 40 30 20 % 31,6 43,3 47,4 HLUTFALL ÞEIRRA SEM ERU MJÖG EÐA FREKAR ANDVÍGIR SÖLU Á BJÓR OG LÉTTVÍNI Í MATVÖRUVERSLUNUM SKIPULAGSMÁL Kæra Landverndar vegna álvers Norðuráls í Helguvík er ekki of seint fram komin, eins og forsvarsmenn Norðuráls hafa hald- ið fram í fjölmiðlum. Þá er skýrt að samtökin hafa rétt á að kæra. Þetta segir Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfisrétti. Landvernd kærði þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að ekki þurfi að fjalla saman um umhverfisáhrif allra framkvæmda sem tengjast álveri í Helguvík, svo sem raf- magnslína, virkjana og fleira. Kæran var vegna álits Skipulags- stofnunar um mat á umhverfis- áhrifum frá 4. október 2007 og er send umhverfisráðherra 10. októb- er. Deilt er um hvort Skipulagsstofn- un hafi í raun tekið ákvörðun um það að ekki ætti að fjalla um alla þætti framkvæmdarinnar saman. „Það er mín skoðun að kæran sé ekki of seint fram komin, og að þarna sé um að ræða kæranlega ákvörðun,“ segir Aðalheiður. „Að mínu mati er það rétt hjá Landvernd að í áliti Skipulagsstofn- unar frá 4. október er í raun að finna niðurstöðu á þessu tiltekna álita- efni. Stofnunin afgreiðir þetta atriði inni í álitinu og byggir það fyrst og fremst á því að það séu svo miklir óvissuþættir að ekki sé hægt að láta meta þetta saman,“ segir hún. „Meðal annars kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar að stofnunin hafi ekki vitað hvernig átti að leysa úr þessu álitaefni. En það er enginn vafi í mínum huga að í áliti stofnun- arinnar leynist kæranleg ákvörðun um þetta tiltekna atriði,“ segir Aðal- heiður. „Þetta er að að sjálfsögðu grund- vallaratriði, og það má velta því fyrir sér hvort stofnunin hefði ekki átt að útkljá þetta tiltekna atriði í miðri málsmeðferðinni með form- legri ákvörðun, jafnvel þó það hafi ekki verið bein lagaheimild til þess,“ segir hún. Þá hefðu umhverfisverndarsam- tök og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta getað kært það atriði strax, og umhverfisráðherra kveðið upp úrskurð um þennan tiltekna þátt miklu fyrr. Ljóst sé að lagaleg óvissa sé um það hvenær fjalla átti um málið, og brýnt að löggjafinn eyði þeirri óvissu á þann hátt að setja inn nákvæmari málsmeðferðarreglur hvað varðar aðra málsgrein fimmtu greinar laga um mat á umhverfis- áhrifum, sem vísað er í í kæru Land- verndar, segir Aðalheiður. brjann@frettabladid.is Skýr réttur til að kæra álit um álver Kæra Landverndar vegna álvers í Helguvík kom ekki of seint og ljóst er að sam- tökin eiga rétt á að kæra, að mati dósents í lögfræði. Augljóst að Skipulagsstofn- un tók ákvörðun sem er kæranleg. Brýnt er að lagalegri óvissu verði eytt. Krafa um að umhverfisáhrif allra framkvæmda sem tengjast uppbygg- ingu álvers yrðu metnar saman kom einnig fram við undirbúning álvers Norðuráls á Grundartanga. Hinn 19. febrúar 1996 féllst skipulagsstjóri á þá kröfu Nátt- úruverndarráðs að láta meta áhrif álversins, hafnarinnar, rafmagnslína og efnistöku saman. Rétt er að taka fram að þá voru önnur lög um mat á umhverfisáhrifum í gildi. Þeim úrskurði var skotið til þáver- andi umhverfisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, sem felldi úr gildi þann hluta úrskurðar skipulagsstjóra sem varðaði sameiginlegt mat allra þátta. Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, segir ljóst að eins og lögin voru árið 1996 hafi ekki verið heimilt að krefjast þess að allir þættir framkvæmdar- innar væru metnir saman. Það sé hins vegar heimilt nú. SVIPAÐ MÁL VEGNA GRUNDARTANGA FRAMKVÆMDIR Þau Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Oddný Harð- ardóttir, bæjarstjóri í Garði, afhentu Ragnari Guðmundsson, forstjóra Norðuráls, bygingarleyfi vegna álvers í Helguvík á föstudag. MYND/VÍKURFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglufélag Reykjavíkur mótmælir þeirri skerð- ingu sem hefur orðið á löggæslu við sameiningu embættanna á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi Óskars Sig- urpálssonar, formanns félagsins, og Karls Jóhanns Sigurðssonar vara- formanns með Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra á föstudag. Samkvæmt tilkynningu var ráð- herranum gerð grein fyrir því að lögreglumenn skorti í nánast allar deildir, en þó sérstaklega í almenna deild. Þar sé fjöldi lögreglumanna nú sá sami og hann var í Reykjavík fyrir sameiningu. - sþs Lögreglufélag Reykjavíkur: Lýstu áhyggjum á ráðherrafundi RÚSSLAND, AP Saksóknarar í Rúss- landi hafa ákært þarlendan blogg- ara fyrir hatursfull ummæli um lögregluna á bloggsíðu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem bloggari sætir ákæru fyrir skrif sín í Rússlandi. „Þeir sem gerast löggur eru einfaldlega úrþvætti, heimskir og ómenntaðir fulltrúar dýrarík- isins,“ skrifaði bloggarinn. „Það væri gott ef í hverjum rússnesk- um bæ væri brennsluofn, eins og í Auschwitz þar sem daglega eða tvisvar á dag væru brenndar heiðnar löggur.“ - sgj Rússneskur bloggari ákærður: Bloggari vill brenna löggur VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8° 7° 7° 5° 7° 11° 13° 13° 9° 8° 20° 22° 13° 21° 8° 31° 15° 15° Á MORGUN Hæg breytileg átt. ÞRIÐJUDAGUR Hæg SV-átt um allt land. 0 4 3 3 3 2 4 3 5 4 2 3 2 5 1 2 0 1 0 3 3 5 3 2 2 3 2 2 1 2 1 3 . HITI HÆKKAR LÍTILLEGA Það verður áframhald á fallega veðrinu í dag en á morgun fer þykknar smám saman upp og á þriðjudag og mið- vikudag má búast við úrkomu víða um land. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur ALBANÍA, AP Að minnsta kosti fimm létust og um 200 særðust í gríðarlegum sprengingum í her- gagnabirgðastöð í Albaníu í gær. Á meðal hinna særðu eru fjölmörg börn. Sprengingarnar urðu í nágrenni höfuðborgarinnar Tirana. Ekki er vitað fyrir víst hvað olli upp- haflegu sprengingunni, en BBC fréttastofan hefur greint frá því að sérfræðingar hafi verið að taka í sundur skotfæri þegar sprenging- in varð. Fleiri sprengingar urðu í kjöl- far þeirrar fyrstu og héldu skot- vopn áfram að springa í nokkrar klukkustundir á eftir. - þeb Slys í hergagnabirgðastöð: 200 særðir eftir sprengingar SÆRÐUM KOMIÐ TIL HJÁLPAR Særðum manni er hjálpað út úr bíl og inn á sjúkra- hús eftir sprengingarnar í Albaníu í gær. Að minnsta kosti 200 særðust og fimm létust í sprengingunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GENGIÐ 14.03.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 140,8457 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 69,78 70,12 141,51 142,19 108,56 109,16 14,554 14,64 13,637 13,717 11,477 11,545 0,6933 0,6973 114,1 114,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.